...að vita meira í dag en í gær Birna Þórarinsdóttir skrifar 8. júní 2012 06:00 Fyrir réttum mánuði var Evrópudeginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni. Varðveisla og stuðningur við fjölbreytileika evrópskrar menningar er eitt af helstu áhersluatriðum ESB eins og fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun. Því var sérstaklega ánægjulegt að ljúka Evrópuvikunni með húsfylli og frábærri stemningu í Hörpu á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur og European Jazz Orchestra. Markmiðið með Evrópuvikunni var að vekja athygli, umræðu og vonandi áhuga á málefnum Evrópu. Möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ákvörðun sem snertir alla Íslendinga. En eru Íslendingar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer-könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evrópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upplýstir um Evrópumál. Grundvallarverkefni Evrópustofu er að auka þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upplýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www.evropustofa.is). Hún stendur jafnframt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumálin og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar. Þannig gefst kjörið tækifæri í dag til að kynnast fjölmiðlun í Evrópu og á Íslandi á spennandi málþingi í Háskólanum á Akureyri (HA), sem er skipulagt af HA, fimm ára útskriftarnemum úr Fjölmiðlafræði við HA og Evrópustofu. Málþingið hefst kl. 13.00 og eru allir velkomnir. Það er full ástæða til að hvetja alla Íslendinga til að kynna sér Evrópumálin og íhuga til fullnustu kosti og galla mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu. Evrópustofa, ásamt fjölda annarra og fjölbreyttra upplýsingamiðla, eru til staðar fyrir þig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir réttum mánuði var Evrópudeginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni. Varðveisla og stuðningur við fjölbreytileika evrópskrar menningar er eitt af helstu áhersluatriðum ESB eins og fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun. Því var sérstaklega ánægjulegt að ljúka Evrópuvikunni með húsfylli og frábærri stemningu í Hörpu á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur og European Jazz Orchestra. Markmiðið með Evrópuvikunni var að vekja athygli, umræðu og vonandi áhuga á málefnum Evrópu. Möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ákvörðun sem snertir alla Íslendinga. En eru Íslendingar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer-könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evrópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upplýstir um Evrópumál. Grundvallarverkefni Evrópustofu er að auka þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upplýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www.evropustofa.is). Hún stendur jafnframt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumálin og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar. Þannig gefst kjörið tækifæri í dag til að kynnast fjölmiðlun í Evrópu og á Íslandi á spennandi málþingi í Háskólanum á Akureyri (HA), sem er skipulagt af HA, fimm ára útskriftarnemum úr Fjölmiðlafræði við HA og Evrópustofu. Málþingið hefst kl. 13.00 og eru allir velkomnir. Það er full ástæða til að hvetja alla Íslendinga til að kynna sér Evrópumálin og íhuga til fullnustu kosti og galla mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu. Evrópustofa, ásamt fjölda annarra og fjölbreyttra upplýsingamiðla, eru til staðar fyrir þig.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar