Guðlaugur Gauti leiðréttur Ingólfur Þórisson skrifar 1. júní 2012 06:00 Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. Guðlaugi Gauta er tíðrætt um aukna umferð og áhrif af henni á umhverfið. Nú er það svo að bygging nýs Landspítala felur aðallega í sér að flytja starfsemi Landspítala úr Fossvogi og sameina hana annarri starfsemi Landspítala við Hringbraut. Áhrif af þessum flutningi á umferð eru hverfandi, en þetta hefur komið skýrt fram í rannsóknum á umferð og ferðavenjum starfsfólks. Sem dæmi mun umferð um Miklubraut vestan Lönguhlíðar aukast um 2,8% á sólarhring og um 2,1% um Bústaðaveg vestan Lönguhlíðar. Sú staðreynd að starfsmenn spítalans eru fyrr á ferð til vinnu en flestir aðrir borgarbúar hefur í för með sér að áhrifin eru enn minni en ella. Þá eru komur sjúklinga og gesta á Landspítala dreifðar yfir daginn og falla minnst á annatíma í umferðinni. Landspítali liggur vel við almenningssamgöngum, en sjö strætisvagnaleiðir fara hjá lóðinni. Þá er gott göngu- og hjólastígakerfi að lóðinni. Um helmingur starfsmanna býr þannig að hann getur hjólað eða gengið á 14 mínútum eða skemmri tíma til vinnu. Guðlaugur Gauti fellur í þá gryfju að taka trúanlega vitleysu sem hann hefur séð á bloggi á netinu. Hann fer að bera saman Smáralind við spítalabyggingar. Það eru ekki fagleg vinnubrögð. Bera verður saman álíka byggingar, enda er verslunarmiðstöð allt öðruvísi bygging en spítali. Staðreyndin er að sú framkvæmd sem á að fara að bjóða út núna er um 75.000 m2 sjúkrahúsbygging og nota á áfram 53.000 m2 af eldri byggingum. Byggingarmagn á lóðinni verður áþekkt því sem menn þekkja vel úr miðbæ Reykjavíkur og hæðir bygginga verða 4-6 hæðir sem sömuleiðis er algengt í miðbænum. Guðlaugur Gauti er ekki hrifinn af staðarvalinu án þess að benda á annan stað. Vissulega er ekki hægt að ætlast til þess að allir séu sammála um hvar spítalinn skuli standa. Enda hefur staðarval hans verið rækilega ígrundað og rannsakað og niðurstaðan ávallt verið sú að Hringbraut sé langbesti kosturinn. Nokkur rök vega þyngst varðandi uppbygginguna við Hringbraut:Hagkvæmasti kosturinn fjárhagslega – eldri byggingar nýttar áfram.Góð tenging við almenningssamgöngur.Hverfandi áhrif á umferð (2-4%).Nálægð við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans. Guðlaugur Gauti telur upp aðferðafræði, svo sem hagkvæmnimat, sem ætti að nota við mat á byggingu nýs Landspítala. Hér hefði arkitektinn átt að kynna sér betur ítarlegan undirbúning verkefnisins áður en hann skrifaði greinina. Hagkvæmnimat hefur verið gert í tvígang af erlendum sérfræðingum. Allar þessar greiningar eru opinber gögn sem eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins nyrlandspitali.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar? Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012) 31. maí 2012 06:00 Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. Guðlaugi Gauta er tíðrætt um aukna umferð og áhrif af henni á umhverfið. Nú er það svo að bygging nýs Landspítala felur aðallega í sér að flytja starfsemi Landspítala úr Fossvogi og sameina hana annarri starfsemi Landspítala við Hringbraut. Áhrif af þessum flutningi á umferð eru hverfandi, en þetta hefur komið skýrt fram í rannsóknum á umferð og ferðavenjum starfsfólks. Sem dæmi mun umferð um Miklubraut vestan Lönguhlíðar aukast um 2,8% á sólarhring og um 2,1% um Bústaðaveg vestan Lönguhlíðar. Sú staðreynd að starfsmenn spítalans eru fyrr á ferð til vinnu en flestir aðrir borgarbúar hefur í för með sér að áhrifin eru enn minni en ella. Þá eru komur sjúklinga og gesta á Landspítala dreifðar yfir daginn og falla minnst á annatíma í umferðinni. Landspítali liggur vel við almenningssamgöngum, en sjö strætisvagnaleiðir fara hjá lóðinni. Þá er gott göngu- og hjólastígakerfi að lóðinni. Um helmingur starfsmanna býr þannig að hann getur hjólað eða gengið á 14 mínútum eða skemmri tíma til vinnu. Guðlaugur Gauti fellur í þá gryfju að taka trúanlega vitleysu sem hann hefur séð á bloggi á netinu. Hann fer að bera saman Smáralind við spítalabyggingar. Það eru ekki fagleg vinnubrögð. Bera verður saman álíka byggingar, enda er verslunarmiðstöð allt öðruvísi bygging en spítali. Staðreyndin er að sú framkvæmd sem á að fara að bjóða út núna er um 75.000 m2 sjúkrahúsbygging og nota á áfram 53.000 m2 af eldri byggingum. Byggingarmagn á lóðinni verður áþekkt því sem menn þekkja vel úr miðbæ Reykjavíkur og hæðir bygginga verða 4-6 hæðir sem sömuleiðis er algengt í miðbænum. Guðlaugur Gauti er ekki hrifinn af staðarvalinu án þess að benda á annan stað. Vissulega er ekki hægt að ætlast til þess að allir séu sammála um hvar spítalinn skuli standa. Enda hefur staðarval hans verið rækilega ígrundað og rannsakað og niðurstaðan ávallt verið sú að Hringbraut sé langbesti kosturinn. Nokkur rök vega þyngst varðandi uppbygginguna við Hringbraut:Hagkvæmasti kosturinn fjárhagslega – eldri byggingar nýttar áfram.Góð tenging við almenningssamgöngur.Hverfandi áhrif á umferð (2-4%).Nálægð við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans. Guðlaugur Gauti telur upp aðferðafræði, svo sem hagkvæmnimat, sem ætti að nota við mat á byggingu nýs Landspítala. Hér hefði arkitektinn átt að kynna sér betur ítarlegan undirbúning verkefnisins áður en hann skrifaði greinina. Hagkvæmnimat hefur verið gert í tvígang af erlendum sérfræðingum. Allar þessar greiningar eru opinber gögn sem eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins nyrlandspitali.is.
Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar? Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012) 31. maí 2012 06:00
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar