Hvers vegna að vanda sig þegar hægt er að gera hlutina illa? Orri Vésteinsson skrifar 1. júní 2012 06:00 Allsherjar- og menntamálanefnd hefur afgreitt til annarrar umræðu með einróma nefndaráliti frumvarp til laga um menningarminjar. Þetta er eitt af þessum litlu málum sem komast ekki í fréttir og fáir láta sig varða, eitt af tugum frumvarpa sem verða afgreidd með hraði og án mikillar, ef nokkurrar, umræðu á síðustu dögum þingsins. Slíkt vinnulag ætti ekki að þurfa að vera vandamál því flest mál sem liggja fyrir Alþingi eru ekki þannig vaxin að þau varði andstæða hagsmuni eða hugmyndafræði. Mál eins og þetta snúast fremur um einstaka hluta af gangverki samfélagsins þar sem einu hagsmunirnir eru fyrst og fremst að gangverkið virki, gangi eins smurt og kostur er. Um slík mál á að vera hægt að ná sátt. Það er ekki bara einhver væmni að biðja um það því sáttin er forsenda virkninnar. Án hennar hætta hlutirnir að virka eins og þeir eiga að gera. Þess vegna skyldi maður ætla að það væri ástæðulaust að taka neina áhættu með þetta nema brýna nauðsyn bæri til. En saga frumvarpsins um menningarminjar, sannarlega eins af minnstu og saklausustu kimum gangverksins, sýnir að hvorki sátt né skilvirkni eru efst í huga þeirra sem um það véla. Frumvarpið, sem varð til í launhelgum menntamálaráðuneytisins án þess að við sem vinnum með íslenskar menningarminjar hefðum af því mikinn pata, var fyrst lagt fram á síðasta þingi. Fjölmargir aðilar sendu inn á annað hundrað athugasemdir, mjög margar um sömu atriðin með tillögur í sama dúr. Frumvarpið dagaði uppi í menntamálanefnd en var lagt fram aftur á yfirstandandi þingi efnislega óbreytt. Það kom okkur sem höfðum sent inn athugasemdir á óvart að ráðherra skyldi ekki nýta sér að neinu leyti þær fjölmörgu athugasemdir sem bárust, sérstaklega af því að þær vörðuðu flestar tæknileg og fagleg mál fremur en stefnu eða stjórnskipulag. Við ákváðum því að breyta um aðferð og úr varð sameiginleg umsögn beggja fagfélaga fornleifafræðinga, Fornleifaverndar ríkisins, Húsafriðunarnefndar, íslensku ICOMOS nefndarinnar og námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Þessi félög og stofnanir, sem endurspegla svo gott sem alla sem vinna að þessum málaflokki á Íslandi, komust að sameiginlegri niðurstöðu um tillögur að víðtækum breytingum á frumvarpinu. 16 aðrar umsagnir bárust með athugasemdum sem, eins og í fyrra skiptið, hníga að stórum hluta að sömu atriðum með áþekkum tillögum til úrbóta. Það er skemmst frá því að segja að allsherjar- og menntamálanefnd tók ekki mark á einni einustu athugasemd. Í tillögu nefndarinnar eru aðeins orðalagsbreytingar sem litlu muna. Ég átti ekki von á að allar okkar góðu hugmyndir hlytu hljómgrunn, en ég hafði hins vegar ekki hugmyndaflug til sjá fyrir hvernig væri hægt að hunsa fullkomlega og algerlega allt sem allt fagfólk á þessu sviði hafði um málið að segja, alla þeirra reynslu og þekkingu og allar þeirra góðu ábendingar og hugmyndir. Ég skil það ekki enn og ég skil ekki heldur tilganginn, því þetta er sama fólkið og á að starfa eftir þessum lögum og vinna málefninu brautargengi. Hvaða tilgangi það þjónar að sýna því slíka fyrirlitningu, ofan á að ætla að samþykkja meingallað frumvarp sem getur ekki leitt til annars en vandræða og úlfúðar, er ofar mínum skilningi. Þetta er hins vegar auðvelt að laga. Í þessu máli er lítill efnislegur ágreiningur og ekkert sem ekki er hægt að ná samstöðu um ef fólk nennir að tala saman. Ég hvet Alþingi til að vísa frumvarpi til laga um menningarminjar aftur til nefndar og nefndina til að reyna í alvöru að búa til lagatexta sem hægt verður að vinna eftir og eflir þennan málaflokk fremur en að draga úr honum mátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd hefur afgreitt til annarrar umræðu með einróma nefndaráliti frumvarp til laga um menningarminjar. Þetta er eitt af þessum litlu málum sem komast ekki í fréttir og fáir láta sig varða, eitt af tugum frumvarpa sem verða afgreidd með hraði og án mikillar, ef nokkurrar, umræðu á síðustu dögum þingsins. Slíkt vinnulag ætti ekki að þurfa að vera vandamál því flest mál sem liggja fyrir Alþingi eru ekki þannig vaxin að þau varði andstæða hagsmuni eða hugmyndafræði. Mál eins og þetta snúast fremur um einstaka hluta af gangverki samfélagsins þar sem einu hagsmunirnir eru fyrst og fremst að gangverkið virki, gangi eins smurt og kostur er. Um slík mál á að vera hægt að ná sátt. Það er ekki bara einhver væmni að biðja um það því sáttin er forsenda virkninnar. Án hennar hætta hlutirnir að virka eins og þeir eiga að gera. Þess vegna skyldi maður ætla að það væri ástæðulaust að taka neina áhættu með þetta nema brýna nauðsyn bæri til. En saga frumvarpsins um menningarminjar, sannarlega eins af minnstu og saklausustu kimum gangverksins, sýnir að hvorki sátt né skilvirkni eru efst í huga þeirra sem um það véla. Frumvarpið, sem varð til í launhelgum menntamálaráðuneytisins án þess að við sem vinnum með íslenskar menningarminjar hefðum af því mikinn pata, var fyrst lagt fram á síðasta þingi. Fjölmargir aðilar sendu inn á annað hundrað athugasemdir, mjög margar um sömu atriðin með tillögur í sama dúr. Frumvarpið dagaði uppi í menntamálanefnd en var lagt fram aftur á yfirstandandi þingi efnislega óbreytt. Það kom okkur sem höfðum sent inn athugasemdir á óvart að ráðherra skyldi ekki nýta sér að neinu leyti þær fjölmörgu athugasemdir sem bárust, sérstaklega af því að þær vörðuðu flestar tæknileg og fagleg mál fremur en stefnu eða stjórnskipulag. Við ákváðum því að breyta um aðferð og úr varð sameiginleg umsögn beggja fagfélaga fornleifafræðinga, Fornleifaverndar ríkisins, Húsafriðunarnefndar, íslensku ICOMOS nefndarinnar og námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Þessi félög og stofnanir, sem endurspegla svo gott sem alla sem vinna að þessum málaflokki á Íslandi, komust að sameiginlegri niðurstöðu um tillögur að víðtækum breytingum á frumvarpinu. 16 aðrar umsagnir bárust með athugasemdum sem, eins og í fyrra skiptið, hníga að stórum hluta að sömu atriðum með áþekkum tillögum til úrbóta. Það er skemmst frá því að segja að allsherjar- og menntamálanefnd tók ekki mark á einni einustu athugasemd. Í tillögu nefndarinnar eru aðeins orðalagsbreytingar sem litlu muna. Ég átti ekki von á að allar okkar góðu hugmyndir hlytu hljómgrunn, en ég hafði hins vegar ekki hugmyndaflug til sjá fyrir hvernig væri hægt að hunsa fullkomlega og algerlega allt sem allt fagfólk á þessu sviði hafði um málið að segja, alla þeirra reynslu og þekkingu og allar þeirra góðu ábendingar og hugmyndir. Ég skil það ekki enn og ég skil ekki heldur tilganginn, því þetta er sama fólkið og á að starfa eftir þessum lögum og vinna málefninu brautargengi. Hvaða tilgangi það þjónar að sýna því slíka fyrirlitningu, ofan á að ætla að samþykkja meingallað frumvarp sem getur ekki leitt til annars en vandræða og úlfúðar, er ofar mínum skilningi. Þetta er hins vegar auðvelt að laga. Í þessu máli er lítill efnislegur ágreiningur og ekkert sem ekki er hægt að ná samstöðu um ef fólk nennir að tala saman. Ég hvet Alþingi til að vísa frumvarpi til laga um menningarminjar aftur til nefndar og nefndina til að reyna í alvöru að búa til lagatexta sem hægt verður að vinna eftir og eflir þennan málaflokk fremur en að draga úr honum mátt.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun