Vel heppnuð endurkoma Stone Roses 25. maí 2012 16:30 Breska hljómsveitin The Stone Roses spilaði óvænt á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár í bænum Warrington á Englandi fyrir skömmu. Sveitin hætti árið 1996 en í fyrra var tilkynnt um endurkomu hennar. Um eitt þúsund manns mættu á tónleikana sem þóttu heppnast vel. „Þeir hafa aldrei spilað svona vel saman," sagði einn aðdáandinn í viðtali við BBC. Einhverjir kvörtuðu samt yfir rödd söngvarans Ians Brown sem þótti ansi rám. Hljómsveitin spilaði öll sín bestu lög, þar á meðal I Wanna Be Adored, Waterfall og Love Spreads, sem sjá má í sígildu myndbandi sveitarinnar hér fyrir ofan. Engin ný lög fengu að hljóma í þetta sinn. Á meðal tónleikagesta var Liam Gallagher, fyrrum söngvari Oasis. Fyrstu endurkomutónleikar The Stone Roses áttu að vera í Barcelona 8. júní. Tónleikar í Bretlandi voru ekki fyrirhugaðir fyrr en í lok júní. Þá er búist við 225 þúsund áhorfendum á þrenna tónleika í Heaton Park í Manchester, heimaborg sveitarinnar. Í framhaldinu ætla þeir félagar í tónleikaferð um heiminn. Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Breska hljómsveitin The Stone Roses spilaði óvænt á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár í bænum Warrington á Englandi fyrir skömmu. Sveitin hætti árið 1996 en í fyrra var tilkynnt um endurkomu hennar. Um eitt þúsund manns mættu á tónleikana sem þóttu heppnast vel. „Þeir hafa aldrei spilað svona vel saman," sagði einn aðdáandinn í viðtali við BBC. Einhverjir kvörtuðu samt yfir rödd söngvarans Ians Brown sem þótti ansi rám. Hljómsveitin spilaði öll sín bestu lög, þar á meðal I Wanna Be Adored, Waterfall og Love Spreads, sem sjá má í sígildu myndbandi sveitarinnar hér fyrir ofan. Engin ný lög fengu að hljóma í þetta sinn. Á meðal tónleikagesta var Liam Gallagher, fyrrum söngvari Oasis. Fyrstu endurkomutónleikar The Stone Roses áttu að vera í Barcelona 8. júní. Tónleikar í Bretlandi voru ekki fyrirhugaðir fyrr en í lok júní. Þá er búist við 225 þúsund áhorfendum á þrenna tónleika í Heaton Park í Manchester, heimaborg sveitarinnar. Í framhaldinu ætla þeir félagar í tónleikaferð um heiminn.
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira