Ný atvinnustefna – framkvæmdum hraðað Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 19. maí 2012 06:00 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hafa skilað áþreifanlegum árangri. Enn dregur úr atvinnuleysi og hagvaxtarspár bera allar vitni um að Ísland er á hraðri leið frá björgunarstarfinu eftir hrunið í átt að uppbyggingu og meiri stöðugleika. Möguleikar til uppbyggingar og nýbreytni eru víðtækir enda sköpuðust afar óvenjuleg þjóðfélagsleg skilyrði í kjölfar bankahrunsins. Tekjur af auðlindum til uppbyggingarEfnahagsleg uppbygging og vaxandi þjóðartekjur er eina leiðin til þess að verja til lengdar þá velferð sem við viljum búa ungum sem öldnum. Það er okkur því fagnaðarefni að geta kynnt nýja fjárfestingaráætlun fyrir Ísland fram til ársins 2015. Í henni felst ný atvinnustefna ríkisstjórnarinnar með áherslu á græna hagkerfið, skapandi greinar, ferðaþjónustu, tækniþróun og nýsköpun. Fjölbreytnin sem áætlunin ber með sér er sannarlega fráhvarf frá einhæfum áherslum framsóknar- og sjálfstæðismanna á stóriðjuna. Áformin byggjast að verulegu leyti á því að takast megi að fjármagna tugmilljarða króna verkefni og framkvæmdir á næstu þremur árum með tekjum af veiðigjaldi og leigu aflahlutdeilda annars vegar og arði af rekstri bankanna og sölu á hlut ríkisins í þeim hins vegar. Ætla má að auknar tekjur af veiðigjaldi skili eiganda sínum – þjóðinni – 40 til 50 milljörðum króna næstu þrjú árin. Með hliðstæðum hætti má gera ráð fyrir að 75 milljarðar komi í hlut ríkisins á næstu þremur árum úr bönkunum. Þetta er þó háð því að sátt takist um að sjávarútvegurinn leggi meira af mörkum til uppbyggingar en hann gerir nú með sérstöku veiðigjaldi. Þetta er einnig háð þeim arði sem ríkið hefur af rekstri bankanna og sömuleiðis því að vel takist að selja hlut ríkisins í þeim á næstu misserum þótt ekki sé ætlunin enn um sinn að selja meirihlutaeignina í Landsbankanum. Ríkisfjármálaáætlun er að sjálfsögðu í forgangi eins og áður og fjárfestingaáætlunin mun engu breyta um markmiðið um jöfnuð í ríkisfjármálum árið 2014. Auknar fjárfestingar og kraftmeiri efnahagsbati mun styðja þá vegferð. Framkvæmdum flýttÁ þremur næstu árum er ráðgert að 39 milljarðar króna af þessum tekjum renni til fjárfestinga í samræmi við áætlun okkar. Hún byggist á þeim rökum að skynsamlegt sé að verja umtalsverðum hluta auðlindagjaldsins og þeirra fjármuna sem bundnir hafa verið í bönkum í framkvæmdir og innviði samfélagsins með skipulögðum hætti. Gangi allt að óskum og lög um aukin veiðileyfagjöld taki gildi 1. september næstkomandi væri þannig hægt að flýta gerð Norðfjarðar- og Dýrafjarðarganga um 3 ár og hefjast jafnvel handa strax á næsta ári. Á þremur næstu árum er gert ráð fyrir að 7,5 milljörðum króna verði aukið við samgönguáætlun, en það gerbreytir þeirri mynd sem við blasir í samgöngubótum á næstu árum. En arðsins af auðlind sjávar á þjóðin einnig að njóta með öðrum hætti. Á þremur næstu árum er gert ráð fyrir að verja allt að 6 milljörðum króna til rannsókna og tækniþróunarverkefna. Jafnframt er ráðgert að verja 3,6 milljörðum króna til sóknaráætlana landshlutanna. Með þessu er ráðgert að efla fjölbreytni atvinnulífsins og fjölga störfum í þekkingariðnaði. Undir merkjum sóknaráætlana er að nást sá ánægjulegi árangur að fulltrúar landshlutanna forgangsraða sjálfir þeim verkefnum sem til greina kemur að styðja með þessum hætti. Næring fyrir atvinnulífiðNálægt þriðjungi arðsins af bönkunum og sölu á hlut ríkisins í þeim verður varið næstu þrjú árin til margvíslegrar uppbyggingar í ferðaþjónustu, skapandi greina og grænna og vistvænna verkefna. Alls er um að ræða 22 miljarða kóna. Til dæmis er ætlunin að tvöfalda árlegt framlag til Kvikmyndasjóðs. Byggingariðnaðurinn varð fyrir miklum skakkaföllum eftir þensluárin fyrir hrun og atvinnuleysi er mikið innan greinarinnar. Samkvæmt fjárfestingaráætluninni er ráðgert að flýta viðhaldi fasteigna í eigu ríkisins. Verja á 1,5 milljörðum króna aukalega til margvíslegra viðhaldsverkefna víða um land þegar á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að framkvæmdir við nýtt fangelsi hefjist von bráðar og verður tveimur milljörðum króna varið til þeirra næstu tvö árin. Á næstu tveimur árum verður á þriðja milljarð króna varið til framkvæmda við Landeyjarhöfn og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Búast má við því að ársverkum fjölgi um 4.000 verði fjárfestingaáætlunin að veruleika. Það segir þó ekki alla söguna því gera má ráð fyrir margfeldisáhrifum sem gæti fjölgað störfum alls um 10.000 á næstu þremur árum. Þetta hefur jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn en búast má við að atvinnuleysi verði rúm 4 prósent árið 2015 samkvæmt áætluninni. Hallalaus ríkissjóður 2014Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að örva atvinnulífið eftir áföllin munu skila fleiri störfum og meiri tekjum. Það á einnig við um tekjur ríkissjóðs enda verður ekki kvikað frá því markmiði að skila ríkissjóði hallalausum árið 2014 og greiða jafnt og þétt niður skuldir. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs er uppskrift að lántöku og auknum vaxtakostnaði. Við höfum einsett okkur að gera ríkisreksturinn sjálfbæran á nýjan leik og sá er auðvitað kjarninn í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Athuganir benda til þess að af 39 milljarða króna fjárfestingum samkvæmt áætluninni muni um 17 milljarðar króna skila sér sem tekjur í ríkissjóð á næstu þremur árum. Stillum saman strengiÉg fagna aukinni samstöðu á Alþingi um mikilvæg hagsmunamál þjóðarinnar. Það á ekki aðeins við um undirbúning og gerð þeirrar fjárfestingaáætlunar sem hér er reifuð. Þar hefur Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagt gjörva hönd á plóg. Samstaðan á einnig við um mótun nýs og betra Stjórnarráðs og stuðning í þinginu við lýðræðisumbætur og mótun nýrrar stjórnarskrár. Slík vinnubrögð eru merki um heilindi og heilbrigð viðbrögð þingmanna við kröfu þjóðarinnar um ný vinnubrögð og siðbót íslenskra stjórnmála. Aukinn samstarfsvilji um mál sem varða mikla hagsmuni almennings getur aukið trú manna á að Alþingi sé vanda sínum vaxið og hafi aðeins almannahag en ekki sérhagsmuni að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hafa skilað áþreifanlegum árangri. Enn dregur úr atvinnuleysi og hagvaxtarspár bera allar vitni um að Ísland er á hraðri leið frá björgunarstarfinu eftir hrunið í átt að uppbyggingu og meiri stöðugleika. Möguleikar til uppbyggingar og nýbreytni eru víðtækir enda sköpuðust afar óvenjuleg þjóðfélagsleg skilyrði í kjölfar bankahrunsins. Tekjur af auðlindum til uppbyggingarEfnahagsleg uppbygging og vaxandi þjóðartekjur er eina leiðin til þess að verja til lengdar þá velferð sem við viljum búa ungum sem öldnum. Það er okkur því fagnaðarefni að geta kynnt nýja fjárfestingaráætlun fyrir Ísland fram til ársins 2015. Í henni felst ný atvinnustefna ríkisstjórnarinnar með áherslu á græna hagkerfið, skapandi greinar, ferðaþjónustu, tækniþróun og nýsköpun. Fjölbreytnin sem áætlunin ber með sér er sannarlega fráhvarf frá einhæfum áherslum framsóknar- og sjálfstæðismanna á stóriðjuna. Áformin byggjast að verulegu leyti á því að takast megi að fjármagna tugmilljarða króna verkefni og framkvæmdir á næstu þremur árum með tekjum af veiðigjaldi og leigu aflahlutdeilda annars vegar og arði af rekstri bankanna og sölu á hlut ríkisins í þeim hins vegar. Ætla má að auknar tekjur af veiðigjaldi skili eiganda sínum – þjóðinni – 40 til 50 milljörðum króna næstu þrjú árin. Með hliðstæðum hætti má gera ráð fyrir að 75 milljarðar komi í hlut ríkisins á næstu þremur árum úr bönkunum. Þetta er þó háð því að sátt takist um að sjávarútvegurinn leggi meira af mörkum til uppbyggingar en hann gerir nú með sérstöku veiðigjaldi. Þetta er einnig háð þeim arði sem ríkið hefur af rekstri bankanna og sömuleiðis því að vel takist að selja hlut ríkisins í þeim á næstu misserum þótt ekki sé ætlunin enn um sinn að selja meirihlutaeignina í Landsbankanum. Ríkisfjármálaáætlun er að sjálfsögðu í forgangi eins og áður og fjárfestingaáætlunin mun engu breyta um markmiðið um jöfnuð í ríkisfjármálum árið 2014. Auknar fjárfestingar og kraftmeiri efnahagsbati mun styðja þá vegferð. Framkvæmdum flýttÁ þremur næstu árum er ráðgert að 39 milljarðar króna af þessum tekjum renni til fjárfestinga í samræmi við áætlun okkar. Hún byggist á þeim rökum að skynsamlegt sé að verja umtalsverðum hluta auðlindagjaldsins og þeirra fjármuna sem bundnir hafa verið í bönkum í framkvæmdir og innviði samfélagsins með skipulögðum hætti. Gangi allt að óskum og lög um aukin veiðileyfagjöld taki gildi 1. september næstkomandi væri þannig hægt að flýta gerð Norðfjarðar- og Dýrafjarðarganga um 3 ár og hefjast jafnvel handa strax á næsta ári. Á þremur næstu árum er gert ráð fyrir að 7,5 milljörðum króna verði aukið við samgönguáætlun, en það gerbreytir þeirri mynd sem við blasir í samgöngubótum á næstu árum. En arðsins af auðlind sjávar á þjóðin einnig að njóta með öðrum hætti. Á þremur næstu árum er gert ráð fyrir að verja allt að 6 milljörðum króna til rannsókna og tækniþróunarverkefna. Jafnframt er ráðgert að verja 3,6 milljörðum króna til sóknaráætlana landshlutanna. Með þessu er ráðgert að efla fjölbreytni atvinnulífsins og fjölga störfum í þekkingariðnaði. Undir merkjum sóknaráætlana er að nást sá ánægjulegi árangur að fulltrúar landshlutanna forgangsraða sjálfir þeim verkefnum sem til greina kemur að styðja með þessum hætti. Næring fyrir atvinnulífiðNálægt þriðjungi arðsins af bönkunum og sölu á hlut ríkisins í þeim verður varið næstu þrjú árin til margvíslegrar uppbyggingar í ferðaþjónustu, skapandi greina og grænna og vistvænna verkefna. Alls er um að ræða 22 miljarða kóna. Til dæmis er ætlunin að tvöfalda árlegt framlag til Kvikmyndasjóðs. Byggingariðnaðurinn varð fyrir miklum skakkaföllum eftir þensluárin fyrir hrun og atvinnuleysi er mikið innan greinarinnar. Samkvæmt fjárfestingaráætluninni er ráðgert að flýta viðhaldi fasteigna í eigu ríkisins. Verja á 1,5 milljörðum króna aukalega til margvíslegra viðhaldsverkefna víða um land þegar á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að framkvæmdir við nýtt fangelsi hefjist von bráðar og verður tveimur milljörðum króna varið til þeirra næstu tvö árin. Á næstu tveimur árum verður á þriðja milljarð króna varið til framkvæmda við Landeyjarhöfn og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Búast má við því að ársverkum fjölgi um 4.000 verði fjárfestingaáætlunin að veruleika. Það segir þó ekki alla söguna því gera má ráð fyrir margfeldisáhrifum sem gæti fjölgað störfum alls um 10.000 á næstu þremur árum. Þetta hefur jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn en búast má við að atvinnuleysi verði rúm 4 prósent árið 2015 samkvæmt áætluninni. Hallalaus ríkissjóður 2014Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að örva atvinnulífið eftir áföllin munu skila fleiri störfum og meiri tekjum. Það á einnig við um tekjur ríkissjóðs enda verður ekki kvikað frá því markmiði að skila ríkissjóði hallalausum árið 2014 og greiða jafnt og þétt niður skuldir. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs er uppskrift að lántöku og auknum vaxtakostnaði. Við höfum einsett okkur að gera ríkisreksturinn sjálfbæran á nýjan leik og sá er auðvitað kjarninn í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Athuganir benda til þess að af 39 milljarða króna fjárfestingum samkvæmt áætluninni muni um 17 milljarðar króna skila sér sem tekjur í ríkissjóð á næstu þremur árum. Stillum saman strengiÉg fagna aukinni samstöðu á Alþingi um mikilvæg hagsmunamál þjóðarinnar. Það á ekki aðeins við um undirbúning og gerð þeirrar fjárfestingaáætlunar sem hér er reifuð. Þar hefur Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagt gjörva hönd á plóg. Samstaðan á einnig við um mótun nýs og betra Stjórnarráðs og stuðning í þinginu við lýðræðisumbætur og mótun nýrrar stjórnarskrár. Slík vinnubrögð eru merki um heilindi og heilbrigð viðbrögð þingmanna við kröfu þjóðarinnar um ný vinnubrögð og siðbót íslenskra stjórnmála. Aukinn samstarfsvilji um mál sem varða mikla hagsmuni almennings getur aukið trú manna á að Alþingi sé vanda sínum vaxið og hafi aðeins almannahag en ekki sérhagsmuni að leiðarljósi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar