Hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut 16. maí 2012 06:00 Framkvæmdastjórn Landsbankinn hagnaðist um 7,7 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2012. Steinþór Pálsson, í miðið, er bankastjóri Landsbankans. Fréttablaðið/pjetur Starfsmenn Landsbankans hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut í bankanum. Virði þess hlutar er sem stendur um þrír milljarðar króna. Alls geta þeir eignast tveggja prósenta hlut ef valdar eignir sem hann innheimtir hækka enn meira í virði út þetta ár. Virði þeirra jókst um sex milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár, samkvæmt árshlutauppgjöri bankans sem birt var í lok síðustu viku. Þegar uppgjör fór fram milli gamla og nýja Landsbankans í desember 2009 hélt þrotabú þess gamla eftir 18,7 prósenta hlut í nýja bankanum. Afgangurinn, 81,3 prósent, fór til íslenska ríkisins sem vistar hann í Bankasýslu ríkisins. Á móti gaf nýi bankinn út skilyrt skuldabréf sem á að gera upp miðað við stöðu þess í árslok 2012. Það getur mest orðið 92 milljarða króna virði. Ef það gerist mun þrotabúið fá þá greiðslu og skila eignarhlutnum sem það fékk fyrir tveimur og hálfu ári. 16,7 prósent hans færu til Bankasýslunnar en tveggja prósenta hlutur í að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi fyrir starfsmenn nýja bankans. Miðað við þessa stöðu skuldabréfsins í dag er þegar tryggt að 1,45 prósenta hlutur fer í að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi Landsbankans. Eigið fé bankans var 208 milljarðar króna í lok mars síðastliðins og því er innra virði hlutar starfsmannanna þegar orðið um þrír milljarðar króna. Hugmynd fjármálaráðuneytisins var upphaflega að kaupaukakerfið næði til allra starfsmanna bankans. Alls voru stöðugildi í Landsbankanum 1.308 talsins í lok mars síðastliðins. Miðað við það dygði sú upphæð sem þegar myndar stofn kaupaaukakerfisins, rúmlega þrír milljarðar króna, til að hver og einn þeirra fengi 2,3 milljónir króna. Fjármálaeftirlitið (FME) takmarkaði það þó með reglum sem það setti um kaupaukakerfi um mitt ár 2011. Samkvæmt þeim mega stjórnarmenn og starfsmenn sem starfa við innri endurskoðun og regluvörslu ekki fá kaupauka. Ef virðisaukning skuldabréfsins verður alger mun virði hlutar starfsmannanna verða tæplega 4,2 milljarðar króna miðað við eiginfjárstöðu bankans í dag. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Starfsmenn Landsbankans hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut í bankanum. Virði þess hlutar er sem stendur um þrír milljarðar króna. Alls geta þeir eignast tveggja prósenta hlut ef valdar eignir sem hann innheimtir hækka enn meira í virði út þetta ár. Virði þeirra jókst um sex milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár, samkvæmt árshlutauppgjöri bankans sem birt var í lok síðustu viku. Þegar uppgjör fór fram milli gamla og nýja Landsbankans í desember 2009 hélt þrotabú þess gamla eftir 18,7 prósenta hlut í nýja bankanum. Afgangurinn, 81,3 prósent, fór til íslenska ríkisins sem vistar hann í Bankasýslu ríkisins. Á móti gaf nýi bankinn út skilyrt skuldabréf sem á að gera upp miðað við stöðu þess í árslok 2012. Það getur mest orðið 92 milljarða króna virði. Ef það gerist mun þrotabúið fá þá greiðslu og skila eignarhlutnum sem það fékk fyrir tveimur og hálfu ári. 16,7 prósent hans færu til Bankasýslunnar en tveggja prósenta hlutur í að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi fyrir starfsmenn nýja bankans. Miðað við þessa stöðu skuldabréfsins í dag er þegar tryggt að 1,45 prósenta hlutur fer í að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi Landsbankans. Eigið fé bankans var 208 milljarðar króna í lok mars síðastliðins og því er innra virði hlutar starfsmannanna þegar orðið um þrír milljarðar króna. Hugmynd fjármálaráðuneytisins var upphaflega að kaupaukakerfið næði til allra starfsmanna bankans. Alls voru stöðugildi í Landsbankanum 1.308 talsins í lok mars síðastliðins. Miðað við það dygði sú upphæð sem þegar myndar stofn kaupaaukakerfisins, rúmlega þrír milljarðar króna, til að hver og einn þeirra fengi 2,3 milljónir króna. Fjármálaeftirlitið (FME) takmarkaði það þó með reglum sem það setti um kaupaukakerfi um mitt ár 2011. Samkvæmt þeim mega stjórnarmenn og starfsmenn sem starfa við innri endurskoðun og regluvörslu ekki fá kaupauka. Ef virðisaukning skuldabréfsins verður alger mun virði hlutar starfsmannanna verða tæplega 4,2 milljarðar króna miðað við eiginfjárstöðu bankans í dag. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira