Líkur aukast á brotthvarfi - fréttaskýring 16. maí 2012 15:00 Árangurslausar viðræður Fotos Kouvelis, leiðtogi Lýðræðislega vinstriflokksins, Evangelos Venizelos, leiðtogi sósíalistaflokksins PASOK, Antonis Samaras, leiðtogi íhaldsflokksins Nýtt lýðræði, Karolos Papoulias forseti, Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, og Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja, á síðasta fundi stjórnarmyndunarviðræðna í forsetahöllinni í Aþenu í gær.nordicphotos/AFP Eru Grikkir á útleið úr evrusvæðinu? Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja. Flokkarnir sjö, sem kosnir voru á gríska þjóðþingið fyrir tíu dögum, hafa ekki getað komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar vegna ágreinings um niðurskurðinn, sem fyrri stjórn samþykkti að leggja á íbúa landsins gegn því að fá fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Geti grísk stjórnvöld ekki afgreitt áætlun um frekari niðurskurð fyrir júnílok fær gríska ríkið ekki næstu útborgun frá Evrópusambandinu, sem þýðir að gríska ríkið getur þá ekki greitt næstu stóru afborganirnar af skuldum ríkisins. Afleiðingarnar gætu orðið þær að Grikkir yrðu að taka upp drökmu á ný, kasta evrunni og jafnvel segja sig úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir voru reyndar á ráðherrafundi evruríkjanna í Brussel á mánudag um hugsanlegt brotthvarf Grikkja. Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, vísaði á bug öllum vangaveltum um að Grikkir þurfi að kasta evrunni. „Ég sé það ekki fyrir mér í eina sekúndu að Grikkland yfirgefi evrusvæðið. Þetta er tóm della, þetta er áróður," sagði Juncker, sem er í formennsku fyrir evruríkjahópnum. Olli Rehn, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagðist hins vegar ekki sjá að Grikkir geti haldið áfram að vera með í félagsskap, ef þeir vilja ekki standa við þær samþykktir sem þeir sjálfir áttu þó aðild að. Lykilmaðurinn í stjórnarmyndunarviðræðunum í Grikklandi hefur í reynd verið Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, sem er bandalag nokkurra vinstriflokka og varð næststærsta aflið á þingi eftir kosningarnar 6. maí síðastliðinn. Flokkurinn var kosinn út á harða andstöðu gegn aðhaldsaðgerðunum, sparnaði og niðurskurði ríkisins sem bitnað hefur harkalega á grískum almenningi. Á hinn bóginn vill Tsipras, rétt eins og 80 prósent Grikkja, alls ekki segja skilið við evruna, enda litlar líkur á því að grískur almenningur kæmi vel út úr þeim efnahagshamförum, sem fylgdu gjaldmiðlaskiptum. Væntanlega yrði þá allsherjar bankahrun á Grikklandi, verðbólga færi upp úr öllu valdi og atvinnuleysi sömuleiðis. Búast má við enn harðari óeirðum og pólitískri pattstöðu sem öfgaöfl gætu hugsanlega notfært sér. „Afleiðingarnar fyrir Grikkland yrðu alvarlegri en fyrir hin evruríkin," var haft eftir Jens Weidemann, bankastjóra þýska seðlabankans, í fjölmiðlum um síðustu helgi. Hin evruríkin stæðu hins vegar ekki síður frammi fyrir erfiðleikum, því að þrýstingur á evruna myndi væntanlega aukast til muna. Fjárfestar, fyrirtæki og einstaklingar myndu hika við að eiga evrur í bönkum þeirra ríkja, sem eftir brotthvarf Grikkja stæðu tæpast, nefnilega ríkja á borð við Írland og Portúgal, Ítalíu og Spán. Spurningin snýst hins vegar um það hvort grískum stjórnmálamönnum tekst í tæka tíð að komast að einhverri niðurstöðu um aðhaldsaðgerðir, sem hin evruríkin geta sætt sig við. Takist það ekki virðist brotthvarf þeirra af evrusvæðinu óhjákvæmilegt. Sem stendur er óvissan algjör. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Eru Grikkir á útleið úr evrusvæðinu? Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja. Flokkarnir sjö, sem kosnir voru á gríska þjóðþingið fyrir tíu dögum, hafa ekki getað komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar vegna ágreinings um niðurskurðinn, sem fyrri stjórn samþykkti að leggja á íbúa landsins gegn því að fá fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Geti grísk stjórnvöld ekki afgreitt áætlun um frekari niðurskurð fyrir júnílok fær gríska ríkið ekki næstu útborgun frá Evrópusambandinu, sem þýðir að gríska ríkið getur þá ekki greitt næstu stóru afborganirnar af skuldum ríkisins. Afleiðingarnar gætu orðið þær að Grikkir yrðu að taka upp drökmu á ný, kasta evrunni og jafnvel segja sig úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir voru reyndar á ráðherrafundi evruríkjanna í Brussel á mánudag um hugsanlegt brotthvarf Grikkja. Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, vísaði á bug öllum vangaveltum um að Grikkir þurfi að kasta evrunni. „Ég sé það ekki fyrir mér í eina sekúndu að Grikkland yfirgefi evrusvæðið. Þetta er tóm della, þetta er áróður," sagði Juncker, sem er í formennsku fyrir evruríkjahópnum. Olli Rehn, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagðist hins vegar ekki sjá að Grikkir geti haldið áfram að vera með í félagsskap, ef þeir vilja ekki standa við þær samþykktir sem þeir sjálfir áttu þó aðild að. Lykilmaðurinn í stjórnarmyndunarviðræðunum í Grikklandi hefur í reynd verið Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, sem er bandalag nokkurra vinstriflokka og varð næststærsta aflið á þingi eftir kosningarnar 6. maí síðastliðinn. Flokkurinn var kosinn út á harða andstöðu gegn aðhaldsaðgerðunum, sparnaði og niðurskurði ríkisins sem bitnað hefur harkalega á grískum almenningi. Á hinn bóginn vill Tsipras, rétt eins og 80 prósent Grikkja, alls ekki segja skilið við evruna, enda litlar líkur á því að grískur almenningur kæmi vel út úr þeim efnahagshamförum, sem fylgdu gjaldmiðlaskiptum. Væntanlega yrði þá allsherjar bankahrun á Grikklandi, verðbólga færi upp úr öllu valdi og atvinnuleysi sömuleiðis. Búast má við enn harðari óeirðum og pólitískri pattstöðu sem öfgaöfl gætu hugsanlega notfært sér. „Afleiðingarnar fyrir Grikkland yrðu alvarlegri en fyrir hin evruríkin," var haft eftir Jens Weidemann, bankastjóra þýska seðlabankans, í fjölmiðlum um síðustu helgi. Hin evruríkin stæðu hins vegar ekki síður frammi fyrir erfiðleikum, því að þrýstingur á evruna myndi væntanlega aukast til muna. Fjárfestar, fyrirtæki og einstaklingar myndu hika við að eiga evrur í bönkum þeirra ríkja, sem eftir brotthvarf Grikkja stæðu tæpast, nefnilega ríkja á borð við Írland og Portúgal, Ítalíu og Spán. Spurningin snýst hins vegar um það hvort grískum stjórnmálamönnum tekst í tæka tíð að komast að einhverri niðurstöðu um aðhaldsaðgerðir, sem hin evruríkin geta sætt sig við. Takist það ekki virðist brotthvarf þeirra af evrusvæðinu óhjákvæmilegt. Sem stendur er óvissan algjör. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira