Hermigervill aðstoðar Retro Stefson á nýrri plötu 2. maí 2012 09:00 í hljóðveri Hljómsveitin Retro Stefson ásamt Sveinbirni Thorarensen, Hermigervli, í hljóðverinu.fréttablaðið/vilhelm Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen, eða Hermigervill, aðstoðar hljómsveitina Retro Stefson við gerð hennar næstu plötu og verður tvíeykið saman í hljóðveri í þessari viku. Samstarf þeirra hófst í Belgíu seinasta vetur þar sem Sveinbjörn býr. „Við vorum að spila í Brussel og ég fór í heimsókn til hans í Antwerpen,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson úr Retro Stefson. „Við kynntumst honum síðasta sumar þegar Berndsen kom að spila í Berlín. Þá var Sveinbjörn að spila með honum á hljómborð. Við fengum hann til að gista hjá okkur eina nótt í íbúðinni okkar. Það er til mikið af sniðugu fólki en maður vill líka kynnast því sem manneskjum til að vita hvort maður vill vinna með því. Hann var mjög skemmtilegur og þægilegur að vinna með,“ segir hann um Sveinbjörn. Samstarfið leggst vel í Sveinbjörn, sem hefur áður aðstoðað Retro Stefson með hið vinsæla lag Qween. Hann hefur einnig búið til endurhljóðblandaða útgáfu af laginu. „Ég býst við því að þetta „remix“ verði vinsælt á öldurhúsum bæjarins þegar það kemur út. Ég tók þau atriði sem eru dansvæn og gerði meira úr þeim,“ segir Sveinbjörn. Honum líkar vel að vinna á bak við tjöldin og hlakkar til að starfa meira með Retro Stefson. „Við erum með tímabundið hljóðver sem við settum upp og erum að „brainstorma“ og hafa gaman,“ segir hann. „Þetta eru æðislegir krakkar og ég get ekki hugsað mér að vinna með betra fólki. Það er mikil orka í þeim. Ég er líka stoltur að taka við kyndlinum af Árna plúseinum sem er búinn að vera mikið á bak við þau á fyrri plötunum.“ Sveinbjörn ætlar að nýta tímann á meðan á dvölinni á Íslandi stendur og spila með Berndsen á Faktorý á fimmtudaginn. Auk Sveinbjörns hafa tveir aðrir komið að upptökunum með Retro Stefson, þau Styrmir Hauksson og hin sænska Elisabeth Carlsson. Útgáfurisinn Universal í Þýskalandi gaf út síðustu plötu sveitarinnar, Kimbabwe. Fyrirtækið er með forkaupsrétt á nýju plötunni og mun gefa hana út ef því líst vel á hana. Gripurinn er væntanlegur í lok sumars eða snemma í haust og bíða aðdáendur Retro Stefson eftir henni með mikilli eftirvæntingu. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen, eða Hermigervill, aðstoðar hljómsveitina Retro Stefson við gerð hennar næstu plötu og verður tvíeykið saman í hljóðveri í þessari viku. Samstarf þeirra hófst í Belgíu seinasta vetur þar sem Sveinbjörn býr. „Við vorum að spila í Brussel og ég fór í heimsókn til hans í Antwerpen,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson úr Retro Stefson. „Við kynntumst honum síðasta sumar þegar Berndsen kom að spila í Berlín. Þá var Sveinbjörn að spila með honum á hljómborð. Við fengum hann til að gista hjá okkur eina nótt í íbúðinni okkar. Það er til mikið af sniðugu fólki en maður vill líka kynnast því sem manneskjum til að vita hvort maður vill vinna með því. Hann var mjög skemmtilegur og þægilegur að vinna með,“ segir hann um Sveinbjörn. Samstarfið leggst vel í Sveinbjörn, sem hefur áður aðstoðað Retro Stefson með hið vinsæla lag Qween. Hann hefur einnig búið til endurhljóðblandaða útgáfu af laginu. „Ég býst við því að þetta „remix“ verði vinsælt á öldurhúsum bæjarins þegar það kemur út. Ég tók þau atriði sem eru dansvæn og gerði meira úr þeim,“ segir Sveinbjörn. Honum líkar vel að vinna á bak við tjöldin og hlakkar til að starfa meira með Retro Stefson. „Við erum með tímabundið hljóðver sem við settum upp og erum að „brainstorma“ og hafa gaman,“ segir hann. „Þetta eru æðislegir krakkar og ég get ekki hugsað mér að vinna með betra fólki. Það er mikil orka í þeim. Ég er líka stoltur að taka við kyndlinum af Árna plúseinum sem er búinn að vera mikið á bak við þau á fyrri plötunum.“ Sveinbjörn ætlar að nýta tímann á meðan á dvölinni á Íslandi stendur og spila með Berndsen á Faktorý á fimmtudaginn. Auk Sveinbjörns hafa tveir aðrir komið að upptökunum með Retro Stefson, þau Styrmir Hauksson og hin sænska Elisabeth Carlsson. Útgáfurisinn Universal í Þýskalandi gaf út síðustu plötu sveitarinnar, Kimbabwe. Fyrirtækið er með forkaupsrétt á nýju plötunni og mun gefa hana út ef því líst vel á hana. Gripurinn er væntanlegur í lok sumars eða snemma í haust og bíða aðdáendur Retro Stefson eftir henni með mikilli eftirvæntingu. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“