Fékk þrettánfalt matsverð fyrir hlut í Aurum Holding 1. maí 2012 06:00 Steinunn Guðbjartsdóttir er formaður slitastjórnar Glitnis sem rekur málið. Rúmlega fjórðungshlutur í breska félaginu Aurum Holding, sem Glitnir lánaði FS38 ehf. sex milljarða króna til að kaupa í júlí 2008, var 464 milljóna króna virði þegar viðskiptin áttu sér stað. Því var kaupverðið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þetta er niðurstaða dómkvaddra matsmanna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis. Í málinu eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008, en öll lánsupphæðin tapaðist á endanum og bar þrotabú Glitnis allt tapið. Jón Ásgeir og Pálmi fengu hvor sinn milljarðinn af lánsfénu til ráðstöfunar en fjórir milljarðar fóru í að greiða niður lán Fons. Í lok mars 2011 voru Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, kvaddir til sem matsmenn í málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að matsmennirnir hafi komist að því að virði hlutarins sem FS38 greiddi sex milljarða króna fyrir hafi verið á bilinu 0 til 929 milljónir króna. Niðurstaða þeirra sé því að eðlilegt mat á hlutnum sé mitt á milli efri og neðri marka matsins, eða 464 milljónir króna. Matsmennirnir hafa nú lokið við að meta markaðsverðmæti hlutarins og verður skýrsla þeirra lögð fyrir við fyrirtöku á miðvikudag, þann 2. maí. Málsvörn hinna stefndu í málinu hefur meðal annars verið sú að snemma árs 2008 hafi Kaupþing haft milligöngu um að kynna fulltrúa Damas Jewellery í Dubai, stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, fyrir forsvarsmönnum Baugs, félags sem Jón Ásgeir var ráðandi í. Í kjölfarið hafi Damas lýst yfir áhuga á að kaupa allan hlut Fons í Aurum og skrifað hafi verið undir óskuldbindandi tilboð um miðjan júní upp á um sex milljarða króna. Hinir stefndu telja að tilurð þess sýni hvaða verðmat lá til grundvallar í væntanlegum viðskiptum. Upp úr viðræðum við Damas slitnaði í október 2008. Aurum Holding málið Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Rúmlega fjórðungshlutur í breska félaginu Aurum Holding, sem Glitnir lánaði FS38 ehf. sex milljarða króna til að kaupa í júlí 2008, var 464 milljóna króna virði þegar viðskiptin áttu sér stað. Því var kaupverðið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þetta er niðurstaða dómkvaddra matsmanna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis. Í málinu eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008, en öll lánsupphæðin tapaðist á endanum og bar þrotabú Glitnis allt tapið. Jón Ásgeir og Pálmi fengu hvor sinn milljarðinn af lánsfénu til ráðstöfunar en fjórir milljarðar fóru í að greiða niður lán Fons. Í lok mars 2011 voru Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, kvaddir til sem matsmenn í málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að matsmennirnir hafi komist að því að virði hlutarins sem FS38 greiddi sex milljarða króna fyrir hafi verið á bilinu 0 til 929 milljónir króna. Niðurstaða þeirra sé því að eðlilegt mat á hlutnum sé mitt á milli efri og neðri marka matsins, eða 464 milljónir króna. Matsmennirnir hafa nú lokið við að meta markaðsverðmæti hlutarins og verður skýrsla þeirra lögð fyrir við fyrirtöku á miðvikudag, þann 2. maí. Málsvörn hinna stefndu í málinu hefur meðal annars verið sú að snemma árs 2008 hafi Kaupþing haft milligöngu um að kynna fulltrúa Damas Jewellery í Dubai, stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, fyrir forsvarsmönnum Baugs, félags sem Jón Ásgeir var ráðandi í. Í kjölfarið hafi Damas lýst yfir áhuga á að kaupa allan hlut Fons í Aurum og skrifað hafi verið undir óskuldbindandi tilboð um miðjan júní upp á um sex milljarða króna. Hinir stefndu telja að tilurð þess sýni hvaða verðmat lá til grundvallar í væntanlegum viðskiptum. Upp úr viðræðum við Damas slitnaði í október 2008.
Aurum Holding málið Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira