Almenningssamgöngur: Já takk Hjálmar Sveinsson skrifar 28. apríl 2012 06:00 Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu munu eflast verulega næstu misseri. Í áætlunum Strætó bs. er meðal annars gert ráð fyrir að tíðni vagna á annatímum yfir daginn muni aukast mikið. Sama er að segja um kvöldin og um helgar. Þjónustutími margra leiða mun einnig lengjast þannig að vagnarnir keyra til klukkan eitt eftir miðnætti. Áætlunin tekur gildi strax næsta haust. Ein ástæðan fyrir þessum tíðindum er samkomulag sveitarstjórnanna á höfuðborgarsvæðinu um að auka fjárframlög til Strætó um 155 milljónir árið 2012. Það gerir fyrirtækinu kleift að láta allar leiðir aka klukkustund lengur á kvöldin og hefja akstur tveimur tímum fyrr á laugardagsmorgnum. Þar með gengur til baka niðurskurður á þjónustu Strætó sem sveitarfélögin töldu sig knúin að grípa til í febrúar 2011. Stóru fréttirnar eru þó þær að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldið hafa gert með sér tímamótasamning. Hann felur í sér að ríkisvaldið skuldbindur sig til að setja verulega fjármuni í almenningssamgöngur á hverju ári næstu tíu árin. Sveitarstjórnirnar hafa óskað eftir slíkum stuðningi árum og jafnvel áratugum saman. Þær hafa bent á að ríkisvaldið styður dyggilega almenningssamgöngur á landsbyggðinni. En á höfuðborgarsvæðinu hefur ekkert gengið fyrr en nú. Varla þarf að taka fram að slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Þeir sem hafa unnið að þessu merkilega samkomulagi af hálfu ríkisins og sveitarstjórnanna undir stjórn Dags B. Eggertssonar eiga hrós skilið. Samningurinn kveður á um að fyrir hönd ríkisins greiði Vegagerðin 900 milljónir á ári til höfuðborgarsvæðisins og að auki 100 milljónir á ári í rekstur almenningssamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og áhrifasvæða þess, eins og það er orðað. Samanlagt gerir það einn milljarð á ári í tíu ár. Til frádráttar kemur að ríkið hættir að endurgreiða olíugjald til Strætó, 140 milljónir á ári. Það er þó engin ástæða til að gráta endurgreiðsluna. Hún felur í sér hvata fyrir strætó að keyra sem mest á olíu. Það er umhverfislega og þjóðhagslega hagkvæmt að losna við slíka olíuhvata sem leynast allt of víða í umferðarkerfi okkar. Markmið samningsins er að tvöfalda, að minnsta kosti, hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu. Að stuðla að lækkun á samgöngukostnaði heimila. Að auka umferðaröryggi. Að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Samkomulagið gerir um leið borginni og ríkisvaldinu kleift að fresta því að ráðast í mjög dýr samgöngumannvirki á stofnbrautarkerfinu, svo sem mislæg gatnamót og stokkalausnir, sem þjóna nær eingöngu umferð einkabíla. Hugsanlega leiðir samningstíminn í ljós að það er ekki þörf fyrir fleiri slík mannvirki á höfuðborgarsvæðinu. Erlendir gestir sem hingað koma hafa stundum á orði að umferðarmannvirkin hér séu eins og í milljónaborgum. Óhætt er að fullyrða að ávinningurinn af þessu samkomulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, og raunar þjóðfélagið allt, er mikill. Minnkandi samgöngukostnaður fyrir heimilin, borgina og fyrir ríkisvaldið er allra hagur. Sveitarstjórnirnar og ríkisvaldið eru jafnframt sammála um að veita strætó aukinn forgang í umferðinni og bæta aðstæður fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi. Samkomulagið er mikilvægur liður í því að að ferðaþörf fólks á höfuðborgarsvæðinu verði í auknum mæli uppfyllt með hagkvæmari og vistvænni ferðamátum en einkabíl. Rétt er að halda því til haga að losun gróðurhúsalofttegunda er hlutfallslega mjög há á Íslandi m.a. vegna hins stóra bílaflota og dreifðrar byggðar. Það er ein ástæðan fyrir því að Íslendingar skilja eftir sig stærra sótspor (e. carbon footprint) en flestar aðrar þjóðir. Samkomulagið mun gera Strætó bs., sem hingað til hefur þurft að reka sig með gömlum dísilvögnum, kleift að endurnýja strætóflotann algerlega þannig að í lok samningstímans munu eingöngu vistvænir strætisvagnar keyra um höfuðborgarsvæðið. Er það ekki frábær tilhugsun? Það er ekki nema von að fulltrúar Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgönguráði borgarinnar skyldu fagna þessu samkomulagi á síðasta fundi ráðsins. En jafnframt ítrekuðu þeir nauðsyn þess að borgaryfirvöld áskilji sér rétt til að taka upp málefni einstakra umferðamannvirkja sem ætlunin er að slá á frest við endurskoðun samningsins á tveggja ára fresti. Sveitarstjórnir allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt þennan merka samning einróma, nema í Reykjavík. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn greiddu atkvæði gegn honum. Þeir finna honum allt til foráttu. Ég á bágt með að skilja þá afstöðu. Mér finnst það ekki mjög trúverðugt þegar þeir segjast vilja efla almenningssamgöngur en vera alfarið á móti þessum samningi. Á síðasta kjörtímabili höfðu Sjálfstæðismenn næg tækifæri til að efla almenningssamgöngur í borginni. Það er varla hægt að segja að þeir hafi nýtt þau tækifæri mjög vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu munu eflast verulega næstu misseri. Í áætlunum Strætó bs. er meðal annars gert ráð fyrir að tíðni vagna á annatímum yfir daginn muni aukast mikið. Sama er að segja um kvöldin og um helgar. Þjónustutími margra leiða mun einnig lengjast þannig að vagnarnir keyra til klukkan eitt eftir miðnætti. Áætlunin tekur gildi strax næsta haust. Ein ástæðan fyrir þessum tíðindum er samkomulag sveitarstjórnanna á höfuðborgarsvæðinu um að auka fjárframlög til Strætó um 155 milljónir árið 2012. Það gerir fyrirtækinu kleift að láta allar leiðir aka klukkustund lengur á kvöldin og hefja akstur tveimur tímum fyrr á laugardagsmorgnum. Þar með gengur til baka niðurskurður á þjónustu Strætó sem sveitarfélögin töldu sig knúin að grípa til í febrúar 2011. Stóru fréttirnar eru þó þær að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldið hafa gert með sér tímamótasamning. Hann felur í sér að ríkisvaldið skuldbindur sig til að setja verulega fjármuni í almenningssamgöngur á hverju ári næstu tíu árin. Sveitarstjórnirnar hafa óskað eftir slíkum stuðningi árum og jafnvel áratugum saman. Þær hafa bent á að ríkisvaldið styður dyggilega almenningssamgöngur á landsbyggðinni. En á höfuðborgarsvæðinu hefur ekkert gengið fyrr en nú. Varla þarf að taka fram að slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Þeir sem hafa unnið að þessu merkilega samkomulagi af hálfu ríkisins og sveitarstjórnanna undir stjórn Dags B. Eggertssonar eiga hrós skilið. Samningurinn kveður á um að fyrir hönd ríkisins greiði Vegagerðin 900 milljónir á ári til höfuðborgarsvæðisins og að auki 100 milljónir á ári í rekstur almenningssamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og áhrifasvæða þess, eins og það er orðað. Samanlagt gerir það einn milljarð á ári í tíu ár. Til frádráttar kemur að ríkið hættir að endurgreiða olíugjald til Strætó, 140 milljónir á ári. Það er þó engin ástæða til að gráta endurgreiðsluna. Hún felur í sér hvata fyrir strætó að keyra sem mest á olíu. Það er umhverfislega og þjóðhagslega hagkvæmt að losna við slíka olíuhvata sem leynast allt of víða í umferðarkerfi okkar. Markmið samningsins er að tvöfalda, að minnsta kosti, hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu. Að stuðla að lækkun á samgöngukostnaði heimila. Að auka umferðaröryggi. Að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Samkomulagið gerir um leið borginni og ríkisvaldinu kleift að fresta því að ráðast í mjög dýr samgöngumannvirki á stofnbrautarkerfinu, svo sem mislæg gatnamót og stokkalausnir, sem þjóna nær eingöngu umferð einkabíla. Hugsanlega leiðir samningstíminn í ljós að það er ekki þörf fyrir fleiri slík mannvirki á höfuðborgarsvæðinu. Erlendir gestir sem hingað koma hafa stundum á orði að umferðarmannvirkin hér séu eins og í milljónaborgum. Óhætt er að fullyrða að ávinningurinn af þessu samkomulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, og raunar þjóðfélagið allt, er mikill. Minnkandi samgöngukostnaður fyrir heimilin, borgina og fyrir ríkisvaldið er allra hagur. Sveitarstjórnirnar og ríkisvaldið eru jafnframt sammála um að veita strætó aukinn forgang í umferðinni og bæta aðstæður fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi. Samkomulagið er mikilvægur liður í því að að ferðaþörf fólks á höfuðborgarsvæðinu verði í auknum mæli uppfyllt með hagkvæmari og vistvænni ferðamátum en einkabíl. Rétt er að halda því til haga að losun gróðurhúsalofttegunda er hlutfallslega mjög há á Íslandi m.a. vegna hins stóra bílaflota og dreifðrar byggðar. Það er ein ástæðan fyrir því að Íslendingar skilja eftir sig stærra sótspor (e. carbon footprint) en flestar aðrar þjóðir. Samkomulagið mun gera Strætó bs., sem hingað til hefur þurft að reka sig með gömlum dísilvögnum, kleift að endurnýja strætóflotann algerlega þannig að í lok samningstímans munu eingöngu vistvænir strætisvagnar keyra um höfuðborgarsvæðið. Er það ekki frábær tilhugsun? Það er ekki nema von að fulltrúar Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgönguráði borgarinnar skyldu fagna þessu samkomulagi á síðasta fundi ráðsins. En jafnframt ítrekuðu þeir nauðsyn þess að borgaryfirvöld áskilji sér rétt til að taka upp málefni einstakra umferðamannvirkja sem ætlunin er að slá á frest við endurskoðun samningsins á tveggja ára fresti. Sveitarstjórnir allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt þennan merka samning einróma, nema í Reykjavík. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn greiddu atkvæði gegn honum. Þeir finna honum allt til foráttu. Ég á bágt með að skilja þá afstöðu. Mér finnst það ekki mjög trúverðugt þegar þeir segjast vilja efla almenningssamgöngur en vera alfarið á móti þessum samningi. Á síðasta kjörtímabili höfðu Sjálfstæðismenn næg tækifæri til að efla almenningssamgöngur í borginni. Það er varla hægt að segja að þeir hafi nýtt þau tækifæri mjög vel.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar