Barist hart um olíu og landamæri 25. apríl 2012 02:00 Brunnin olíuvinnslustöð Súdanar skoða skemmdir í landamærabænum Hegling, þar sem helsta miðstöð olíuvinnslu landsins er.nordicphotos/AFP „Nágrannar okkar í Khartoum hafa lýst yfir stríði gegn lýðveldinu Suður-Súdan," sagði Salva Kiir, forseti Suður-Súdans, í Kína í gær á fundi sínum með Hu Jintao, forseta Kína. Formleg stríðsyfirlýsing hafði ekki verið gefin út, en Kiir sagði sprengjuárásir súdanska hersins undanfarna daga jafnast á við slíka yfirlýsingu. Á mánudag gerðu Súdanar sprengjuárásir á markaðstorg og olíuvinnslusvæði í Suður-Súdan. Sprengjuárásir héldu síðan áfram í fyrrinótt. Súdanar segja þessar loftárásir gerðar vegna þess að suður-súdanski herinn hafði farið yfir landamærin með skriðdreka og fjölmennt lið hermanna. Íbúar í Suður-Súdan lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á síðasta ári en eiga í deilum við nágranna sína í norðrinu um olíuauðlindir og landamæri. Eitt stærsta deilumálið snýst um afnot Suður-Súdana af olíuleiðslum í gegnum Súdan. Í síðasta mánuði slitnaði upp úr samningaviðræðum eftir að átök hófust á landamærunum. Suður-Súdanar réðust þá inn í landamærabæinn Hegling, sem þeir gera tilkall til. Suður-Súdanar hafa nú dregið allt herlið sitt burt frá Hegling, að eigin sögn vegna alþjóðlegs þrýstings. Súdanski herinn segist hins vegar hafa hrakið suður-súdanska herinn frá Hegling. Omar al-Bashir, forseti Súdans, hefur sagt að árásum á Suður-Súdan verði haldið áfram þangað til allt suður-súdanskt herlið er farið frá Súdan. Á föstudaginn var Bashir harðorður, kallaði Frelsisher Suður-Súdans „eitruð skorkvikindi" og sagði ekki koma til greina að semja. Hann muni aldrei leyfa Suður-Súdönum að flytja olíu í gegnum Súdan, „jafnvel ekki þótt þeir gefi okkur helminginn af afrakstrinum". Kiir, forseti Suður-Súdans, sagðist hafa farið til Kína þrátt fyrir það hve ástandið er viðkvæmt vegna þess að hann vill styrkja tengslin við Kínverja. Kínverjar hafa hins vegar reynt að tryggja góð tengsl við bæði Súdan og Suður-Súdan og hvetja ráðamenn ríkjanna til að komast að samkomulagi. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
„Nágrannar okkar í Khartoum hafa lýst yfir stríði gegn lýðveldinu Suður-Súdan," sagði Salva Kiir, forseti Suður-Súdans, í Kína í gær á fundi sínum með Hu Jintao, forseta Kína. Formleg stríðsyfirlýsing hafði ekki verið gefin út, en Kiir sagði sprengjuárásir súdanska hersins undanfarna daga jafnast á við slíka yfirlýsingu. Á mánudag gerðu Súdanar sprengjuárásir á markaðstorg og olíuvinnslusvæði í Suður-Súdan. Sprengjuárásir héldu síðan áfram í fyrrinótt. Súdanar segja þessar loftárásir gerðar vegna þess að suður-súdanski herinn hafði farið yfir landamærin með skriðdreka og fjölmennt lið hermanna. Íbúar í Suður-Súdan lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á síðasta ári en eiga í deilum við nágranna sína í norðrinu um olíuauðlindir og landamæri. Eitt stærsta deilumálið snýst um afnot Suður-Súdana af olíuleiðslum í gegnum Súdan. Í síðasta mánuði slitnaði upp úr samningaviðræðum eftir að átök hófust á landamærunum. Suður-Súdanar réðust þá inn í landamærabæinn Hegling, sem þeir gera tilkall til. Suður-Súdanar hafa nú dregið allt herlið sitt burt frá Hegling, að eigin sögn vegna alþjóðlegs þrýstings. Súdanski herinn segist hins vegar hafa hrakið suður-súdanska herinn frá Hegling. Omar al-Bashir, forseti Súdans, hefur sagt að árásum á Suður-Súdan verði haldið áfram þangað til allt suður-súdanskt herlið er farið frá Súdan. Á föstudaginn var Bashir harðorður, kallaði Frelsisher Suður-Súdans „eitruð skorkvikindi" og sagði ekki koma til greina að semja. Hann muni aldrei leyfa Suður-Súdönum að flytja olíu í gegnum Súdan, „jafnvel ekki þótt þeir gefi okkur helminginn af afrakstrinum". Kiir, forseti Suður-Súdans, sagðist hafa farið til Kína þrátt fyrir það hve ástandið er viðkvæmt vegna þess að hann vill styrkja tengslin við Kínverja. Kínverjar hafa hins vegar reynt að tryggja góð tengsl við bæði Súdan og Suður-Súdan og hvetja ráðamenn ríkjanna til að komast að samkomulagi. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira