Þetta sem helst nú varast vann… Einar K. Guðfinnsson skrifar 25. apríl 2012 06:00 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar grein í Fréttablaðið um upplifun sína af umræðum um fiskveiðistjórnarmálin upp á síðkastið. Höfundurinn varar við gífuryrðum og órökstuddum sleggjudómum. Það er gott og blessað. En hitt er auðvitað lakara að hann hittir sjálfan sig þar fyrir. Í greininni fellur Guðmundur nefnilega sjálfur ofan í forarpyttina með sleggjudómum og órökstuddum fullyrðingum. „Þetta sem helst nú varast vann varð samt að koma yfir hann." Guðmundur Andri segir til dæmis: „Sjálfstæðismenn tala eins og það jafngildi vist í Gúlaginu að fá ekki lengur að græða peninga á hvaða hátt sem er." Þetta er vitaskuld fráleit fullyrðing og gjörsamlega út í hött, enda gerir hann enga tilraun til þess að styðja þessi orð sín dæmum eða rökum. Við sjálfstæðismenn höfum varað mjög við afleiðingum frumvarpa ríkisstjórnarinnar um sjávarútvegsmál. Það höfum við reynt að gera með rökum, eins og mikil efna standa til. Sjónarmið okkar eru ekki óumdeild, langt því frá. En það er ekki eins og við höfum staðið einir í þessum málflutningi. Þvert á móti. Sjávarútvegsfrumvörpin hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum. Sjómenn, útgerðarmenn, trillukarlar, fiskverkendur, fræðimenn, fulltrúar fjármálafyrirtækjanna, ASÍ, verkalýðsfélög, sveitarfélög og fleiri og fleiri hafa varað við. Því miður hafa viðbrögðin verið gamalkunnug. Það er reynt að vaða í manninn, en ekki boltann. Þeir sem vilja tileinka sér þannig umræðu vita vel að þá er það ágæt aðferð að kynda undir þekktum fordómum um útgerðarmenn; að þeir berji sífellt lóminn. Hrópi úlfur, úlfur og því sé réttast að taka sem minnst mark á þeim. Þetta var grunnstefið í grein Guðmundar Andra. Svona aðferð er kunnugleg. Var okkur ekki sagt fyrir hrun að ekkert væri að marka viðvörunarorð sem heyrðust frá Danmörku, af því að þar væru menn svo öfundsjúkir yfir velgengni manna úr gömlu nýlendunni? Og fleiri álíka orð féllu þá í þessa veru, sem við ættum að læra af, en forðast að tileinka okkur þau vinnubrögð. Það er þess vegna stórháskalegt að drepa niður réttmætar viðvaranir með því að freista þess að ófrægja þá sem setja þær fram. Skipulag fiskveiða er nefnilega gríðarlega þýðingarmikið mál og varðar hag okkar allra. En til þess að þjóðin geti notið arðs af þeirri atvinnustarfsemi, þarf að gæta þess að fyrirtækin geti dafnað. Og er það einmitt mergurinn málsins? Sjónarmið okkar sjálfstæðismanna hafa verið að með nýju sjávarútvegsfrumvörpunum sé þessum sjálfsögðu sannindum einmitt varpað fyrir borð. Og það eru ekki bara sjómennirnir, útgerðarmennirnir, fiskvinnslufólkið, fiskverkendurnir sem tapa á því háttalagi. Heldur líka við hin, hvort sem við fáumst við stjórnmál eða orðsins listir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Skoðanir Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar grein í Fréttablaðið um upplifun sína af umræðum um fiskveiðistjórnarmálin upp á síðkastið. Höfundurinn varar við gífuryrðum og órökstuddum sleggjudómum. Það er gott og blessað. En hitt er auðvitað lakara að hann hittir sjálfan sig þar fyrir. Í greininni fellur Guðmundur nefnilega sjálfur ofan í forarpyttina með sleggjudómum og órökstuddum fullyrðingum. „Þetta sem helst nú varast vann varð samt að koma yfir hann." Guðmundur Andri segir til dæmis: „Sjálfstæðismenn tala eins og það jafngildi vist í Gúlaginu að fá ekki lengur að græða peninga á hvaða hátt sem er." Þetta er vitaskuld fráleit fullyrðing og gjörsamlega út í hött, enda gerir hann enga tilraun til þess að styðja þessi orð sín dæmum eða rökum. Við sjálfstæðismenn höfum varað mjög við afleiðingum frumvarpa ríkisstjórnarinnar um sjávarútvegsmál. Það höfum við reynt að gera með rökum, eins og mikil efna standa til. Sjónarmið okkar eru ekki óumdeild, langt því frá. En það er ekki eins og við höfum staðið einir í þessum málflutningi. Þvert á móti. Sjávarútvegsfrumvörpin hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum. Sjómenn, útgerðarmenn, trillukarlar, fiskverkendur, fræðimenn, fulltrúar fjármálafyrirtækjanna, ASÍ, verkalýðsfélög, sveitarfélög og fleiri og fleiri hafa varað við. Því miður hafa viðbrögðin verið gamalkunnug. Það er reynt að vaða í manninn, en ekki boltann. Þeir sem vilja tileinka sér þannig umræðu vita vel að þá er það ágæt aðferð að kynda undir þekktum fordómum um útgerðarmenn; að þeir berji sífellt lóminn. Hrópi úlfur, úlfur og því sé réttast að taka sem minnst mark á þeim. Þetta var grunnstefið í grein Guðmundar Andra. Svona aðferð er kunnugleg. Var okkur ekki sagt fyrir hrun að ekkert væri að marka viðvörunarorð sem heyrðust frá Danmörku, af því að þar væru menn svo öfundsjúkir yfir velgengni manna úr gömlu nýlendunni? Og fleiri álíka orð féllu þá í þessa veru, sem við ættum að læra af, en forðast að tileinka okkur þau vinnubrögð. Það er þess vegna stórháskalegt að drepa niður réttmætar viðvaranir með því að freista þess að ófrægja þá sem setja þær fram. Skipulag fiskveiða er nefnilega gríðarlega þýðingarmikið mál og varðar hag okkar allra. En til þess að þjóðin geti notið arðs af þeirri atvinnustarfsemi, þarf að gæta þess að fyrirtækin geti dafnað. Og er það einmitt mergurinn málsins? Sjónarmið okkar sjálfstæðismanna hafa verið að með nýju sjávarútvegsfrumvörpunum sé þessum sjálfsögðu sannindum einmitt varpað fyrir borð. Og það eru ekki bara sjómennirnir, útgerðarmennirnir, fiskvinnslufólkið, fiskverkendurnir sem tapa á því háttalagi. Heldur líka við hin, hvort sem við fáumst við stjórnmál eða orðsins listir.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar