Verðbólgan og meint auðsöfnun innflytjenda erlendis 20. apríl 2012 09:30 Hún er lífseig sagan af innflytjendum sem hagnast á verðbólguumhverfi með því að hækka verð umfram kostnað. Nýlegt dæmi er að fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sagði í blaðagrein á dögunum að ýmislegt benti til að þráláta verðbólgu undanfarinna missera mætti meðal annars skýra með óeðlilegri hækkun innflutningsverðlags vegna þess að innflytjendur væru að safna fé á erlenda reikninga. Engin frekari skýring var gefin á þessari fullyrðingu í greininni. Fyrir þá sem vilja kynna sér staðreyndir um verðlagsþróun á Íslandi undanfarin misseri nefnum við hér tvö dæmi: Samkeppniseftirlitið gaf nýverið út skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í skýrslunni var verð á dagvöru á árabilinu 2006 til 2011 skoðað sérstaklega með því bera saman verðþróun dagvöru við heildsöluverð, gengisþróun, kostnaðarþætti og fleira. Undir yfirskriftinni „hækkandi verð á dagvöru skýrist af ytra umhverfi" segir m.a. í skýrslu eftirlitsins: „Niðurstöður þessa samanburðar gefa ekki vísbendingar um að verð á dagvöru hafi hækkað meira en gengisþróun og verðhækkun á sömu vöru og hráefnum frá erlendum birgjum gáfu tilefni til. Þá hefur vísitala innlendrar mat- og drykkjarvöru hækkað svipað og verð á sömu vöru í smásölu." Ekki styður þessi könnun Samkeppniseftirlitsins fullyrðingar um að innflytjendur eða smásalar hafi notað tækifærið til að hækka verð umfram kostnað."Verðbólgan er innlend“Vikuritið Vísbending birti síðan mjög áhugaverða grein þann 9. apríl sl. undir yfirskriftinni „Verðbólgan er innlend". Þar er verðbólga sl. 12 mánaða (frá mars 2011 til mars 2012) skoðuð sérstaklega með því að bera saman hækkanir einstakra undirliða vísitölunnar. Niðurstaðan er sú að helstu hækkunarliðirnir eru innlendir. Um verðþróun innfluttrar vöru segir m.a. í Vísbendingu: „Sérstaka athygli vekur að erlend mat- og drykkjarvara hefur ekki hækkað á undanförnum tólf mánuðum svo neinu nemi. Þetta þýðir að erlendir birgjar, innflytjendur og smásalar hafa tekið á sig þá 8-9% hækkun sem hefði átt að lenda hjá neytendum ef aðeins er litið á veikingu krónunnar og erlendar verðhækkanir." Við höfum hér nefnt tvö dæmi sem byggja á faglegri greiningu og staðreyndum. Bæði sýna með skýrum hætti að ekki er með nokkru móti hægt að sjá að innflutningsaðilar hafi notið góðs af þeirri verðlagshækkun sem orðið hefur undanfarin misseri. Hin bitri sannleikur er sá að allir tapa á núverandi ástandi! Lausnin felst í raunsærri langtímasýn á stjórnun efnahagsmála sem tryggir aukinn kaupmátt og stöðugra verðlag. Svo væri nú ekki verra að fá faglega opinbera umræðu í kaupbæti. Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hún er lífseig sagan af innflytjendum sem hagnast á verðbólguumhverfi með því að hækka verð umfram kostnað. Nýlegt dæmi er að fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sagði í blaðagrein á dögunum að ýmislegt benti til að þráláta verðbólgu undanfarinna missera mætti meðal annars skýra með óeðlilegri hækkun innflutningsverðlags vegna þess að innflytjendur væru að safna fé á erlenda reikninga. Engin frekari skýring var gefin á þessari fullyrðingu í greininni. Fyrir þá sem vilja kynna sér staðreyndir um verðlagsþróun á Íslandi undanfarin misseri nefnum við hér tvö dæmi: Samkeppniseftirlitið gaf nýverið út skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í skýrslunni var verð á dagvöru á árabilinu 2006 til 2011 skoðað sérstaklega með því bera saman verðþróun dagvöru við heildsöluverð, gengisþróun, kostnaðarþætti og fleira. Undir yfirskriftinni „hækkandi verð á dagvöru skýrist af ytra umhverfi" segir m.a. í skýrslu eftirlitsins: „Niðurstöður þessa samanburðar gefa ekki vísbendingar um að verð á dagvöru hafi hækkað meira en gengisþróun og verðhækkun á sömu vöru og hráefnum frá erlendum birgjum gáfu tilefni til. Þá hefur vísitala innlendrar mat- og drykkjarvöru hækkað svipað og verð á sömu vöru í smásölu." Ekki styður þessi könnun Samkeppniseftirlitsins fullyrðingar um að innflytjendur eða smásalar hafi notað tækifærið til að hækka verð umfram kostnað."Verðbólgan er innlend“Vikuritið Vísbending birti síðan mjög áhugaverða grein þann 9. apríl sl. undir yfirskriftinni „Verðbólgan er innlend". Þar er verðbólga sl. 12 mánaða (frá mars 2011 til mars 2012) skoðuð sérstaklega með því að bera saman hækkanir einstakra undirliða vísitölunnar. Niðurstaðan er sú að helstu hækkunarliðirnir eru innlendir. Um verðþróun innfluttrar vöru segir m.a. í Vísbendingu: „Sérstaka athygli vekur að erlend mat- og drykkjarvara hefur ekki hækkað á undanförnum tólf mánuðum svo neinu nemi. Þetta þýðir að erlendir birgjar, innflytjendur og smásalar hafa tekið á sig þá 8-9% hækkun sem hefði átt að lenda hjá neytendum ef aðeins er litið á veikingu krónunnar og erlendar verðhækkanir." Við höfum hér nefnt tvö dæmi sem byggja á faglegri greiningu og staðreyndum. Bæði sýna með skýrum hætti að ekki er með nokkru móti hægt að sjá að innflutningsaðilar hafi notið góðs af þeirri verðlagshækkun sem orðið hefur undanfarin misseri. Hin bitri sannleikur er sá að allir tapa á núverandi ástandi! Lausnin felst í raunsærri langtímasýn á stjórnun efnahagsmála sem tryggir aukinn kaupmátt og stöðugra verðlag. Svo væri nú ekki verra að fá faglega opinbera umræðu í kaupbæti. Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun