Við þurfum menntun sem hentar 21. öldinni Ísak Rúnarsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Á löngum skóladögum undanfarin ár hef ég hugleitt hvað ég sé eiginlega að gera í skóla. Ég hef íhugað að hætta; íslenskutímar eru andlausir, samt hef ég gaman af bókmenntum; raungreinatímar eru vélrænir, samt finnst mér gaman að vita meira um verkan hluta í heiminum; erlend tungumál staglið uppmálað, samt finnst mér fátt skemmtilegra en að tala við útlendinga. Ég er heldur ekki sá eini sem líður svona því rannsóknir sýna að árið 2010 fannst um 30% drengja og 17% stúlkna leiðinlegt í skólanum. Ég tel að það hafi minna með nemendurna að gera en skólakerfið. Til þess að menntun geti skilað þeim árangri sem til er ætlast verður að mínu mati að beita nýrri aðferða- og hugmyndafræði. Virkni, sköpun og ábyrgð Ég trúi því að menntun eigi fyrst og fremst að stuðla að sterkri sjálfsmynd einstaklingsins, því að með sterkri sjálfsmynd fylgja bestu eiginleikar mannskepnunnar, s.s. ábyrgðartilfinning, siðgæði, frumleiki, sjálfstæð hugsun, sköpun, heiðarleiki, hugsjónir, auðmýkt, sjálfstraust, gjafmildi, sjálfsþekking og eldmóður. Með þessum kostum er þekking, leikni og hæfni ekki langt undan. Hvernig er best að gera þessa hugsjón að veruleika? Hvaða aðferðafræði á að beita? Þeirri sem þú telur að gagnist barninu þínu best. Brýnt er að breyta bæði námsefni og kennsluháttum. Í fyrsta lagi þarf að virkja nemendur, skipta út fyrirlestrum og tala við nemendur í stað þess að tala til þeirra. Það þarf að koma upp öflugu hópvinnukerfi sem og umræðutímum þar sem einblínt er á upplifun og reynslu nemenda af því efni sem til umfjöllunar er hverju sinni. Nemendur þurfa að vera þátttakendur í lærdómsferlinu en ekki áhorfendur. Þessi aðferð er í samræmi við þróun í menntakerfum heimsins en nokkrir af virtustu háskólum Bandaríkjanna, MIT, Harvard, USC o.fl., hafa tekið hana upp. Í öðru lagi þarf að efla sköpunarþáttinn. Þá er ég ekki aðeins að tala um sköpun í listum heldur í víðara samhengi því sköpun er í raun sá eiginleiki að geta hugsað út fyrir rammann. Þó að sköpun sé einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt núverandi aðalnámskrá virðist hafa gleymst að stimpla inn tvo fyrstu stafina því oftar er einblínt á öpun í stað sköpunar. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að menntakerfið í núverandi mynd hamli sköpunarkraftinum. Meðal þeirra er einn virtasti menntamálafrömuður heims, Sir Ken Robinson. Í núverandi kerfi þarf nemandinn ekki að sýna neina sjálfstæða hugsun sem heitið getur en það er þó grundvöllurinn fyrir því að verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi eins og okkar. Í þriðja lagi þarf að breyta öllu okkar viðhorfi til ábyrgðar og frelsis. Í menntakerfinu er yfirleitt ekki fjallað um annað en skyldur, kröfur, boð og bönn. Hins vegar er mjög mikilvægt fyrir þroska einstaklings að venjast því að hafa frelsi en afla sér samhliða reynslu af ábyrgðinni sem þarf til þess að höndla frelsið. Gott dæmi um það finnst mér vera mætingarskylda sem ég tel vænlegra að fella niður í núverandi formi í litlum skrefum frá og með 6.-7. bekk. Í því sambandi mætti hugsa sér að setja fyrir hópverkefni og krakkarnir sjálfir byggju til sína verkáætlun fyrir vikuna. Þeim yrði gefið frelsið til þess að skipuleggja sig, en kennarar og foreldrar hefðu eftirlit með því. Nemendur yrðu að mæta þegar þeir segðust ætla að mæta og vinna verkefnin sem þeir segðust ætla að vinna. Með árunum lærðu þeir að taka æ meiri ábyrgð á eigin námi og þegar í menntaskóla kæmi fengju þeir að velja sér áfanga og mætingarskylda yrði engin. Þetta myndi stórefla skilning ungs fólks á samspili ábyrgðar og frelsis. Óraunverulegt? Er þessi hugsjón í samræmi við raunveruleikann? gæti einhver spurt. Tengingin við raunveruleikann er einmitt mikilvægust af öllu vegna þess að námsefnið þarf að tengjast því sem er að gerast í samfélaginu. Það má bjóða fram alla heimsins vitneskju en ef hún tengist ekki veruleika viðtakandans, hefur hann ekki áhuga á henni og það er eitt helsta vandamál menntakerfisins í dag. Það er ekki í núinu, það er veruleikafirrt. Þegar iðnbyltingin gekk í garð á 18. öld og til stóð að bylta menntakerfinu svo að allir fengju grunnmenntun voru margar gagnrýnisraddir sem sögðu það óraunhæft, aldrei yrði hægt að kenna öllum, fátæka fólkið væri of heimskt. Þær efasemdaraddir voru kveðnar niður og nú hafa allir rétt á menntun, en í grundvallaratriðum hefur lítil sem engin framþróun orðið síðan þá og núna þurfum við að taka næsta stökk því annars er hætt við að ungt fólk missi smám saman áhugann á menntakerfi sem á rætur að rekja til iðnbyltingarinnar og tók mið af allt öðruvísi samfélagi. Síðan eru liðin 250 ár og nú er komið nóg, tíma hvers nemanda er sólundað í a.m.k. tíu ár. Enn átakanlegra er að sumu af því mikilvægasta sem við eigum hefur verið misþyrmt: fróðleiksfýsninni, sköpunarkraftinum og jafnvel framkvæmdagleðinni. Ég á mér þann draum að nýtt menntakerfi verði að veruleika, fyrir mig, þig og komandi kynslóðir. En allir þurfa að leggjast á eitt til þess að ná því fram. Við þurfum að láta vita af því að núverandi menntakerfi sé meingallað og ekki mönnum bjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á löngum skóladögum undanfarin ár hef ég hugleitt hvað ég sé eiginlega að gera í skóla. Ég hef íhugað að hætta; íslenskutímar eru andlausir, samt hef ég gaman af bókmenntum; raungreinatímar eru vélrænir, samt finnst mér gaman að vita meira um verkan hluta í heiminum; erlend tungumál staglið uppmálað, samt finnst mér fátt skemmtilegra en að tala við útlendinga. Ég er heldur ekki sá eini sem líður svona því rannsóknir sýna að árið 2010 fannst um 30% drengja og 17% stúlkna leiðinlegt í skólanum. Ég tel að það hafi minna með nemendurna að gera en skólakerfið. Til þess að menntun geti skilað þeim árangri sem til er ætlast verður að mínu mati að beita nýrri aðferða- og hugmyndafræði. Virkni, sköpun og ábyrgð Ég trúi því að menntun eigi fyrst og fremst að stuðla að sterkri sjálfsmynd einstaklingsins, því að með sterkri sjálfsmynd fylgja bestu eiginleikar mannskepnunnar, s.s. ábyrgðartilfinning, siðgæði, frumleiki, sjálfstæð hugsun, sköpun, heiðarleiki, hugsjónir, auðmýkt, sjálfstraust, gjafmildi, sjálfsþekking og eldmóður. Með þessum kostum er þekking, leikni og hæfni ekki langt undan. Hvernig er best að gera þessa hugsjón að veruleika? Hvaða aðferðafræði á að beita? Þeirri sem þú telur að gagnist barninu þínu best. Brýnt er að breyta bæði námsefni og kennsluháttum. Í fyrsta lagi þarf að virkja nemendur, skipta út fyrirlestrum og tala við nemendur í stað þess að tala til þeirra. Það þarf að koma upp öflugu hópvinnukerfi sem og umræðutímum þar sem einblínt er á upplifun og reynslu nemenda af því efni sem til umfjöllunar er hverju sinni. Nemendur þurfa að vera þátttakendur í lærdómsferlinu en ekki áhorfendur. Þessi aðferð er í samræmi við þróun í menntakerfum heimsins en nokkrir af virtustu háskólum Bandaríkjanna, MIT, Harvard, USC o.fl., hafa tekið hana upp. Í öðru lagi þarf að efla sköpunarþáttinn. Þá er ég ekki aðeins að tala um sköpun í listum heldur í víðara samhengi því sköpun er í raun sá eiginleiki að geta hugsað út fyrir rammann. Þó að sköpun sé einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt núverandi aðalnámskrá virðist hafa gleymst að stimpla inn tvo fyrstu stafina því oftar er einblínt á öpun í stað sköpunar. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að menntakerfið í núverandi mynd hamli sköpunarkraftinum. Meðal þeirra er einn virtasti menntamálafrömuður heims, Sir Ken Robinson. Í núverandi kerfi þarf nemandinn ekki að sýna neina sjálfstæða hugsun sem heitið getur en það er þó grundvöllurinn fyrir því að verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi eins og okkar. Í þriðja lagi þarf að breyta öllu okkar viðhorfi til ábyrgðar og frelsis. Í menntakerfinu er yfirleitt ekki fjallað um annað en skyldur, kröfur, boð og bönn. Hins vegar er mjög mikilvægt fyrir þroska einstaklings að venjast því að hafa frelsi en afla sér samhliða reynslu af ábyrgðinni sem þarf til þess að höndla frelsið. Gott dæmi um það finnst mér vera mætingarskylda sem ég tel vænlegra að fella niður í núverandi formi í litlum skrefum frá og með 6.-7. bekk. Í því sambandi mætti hugsa sér að setja fyrir hópverkefni og krakkarnir sjálfir byggju til sína verkáætlun fyrir vikuna. Þeim yrði gefið frelsið til þess að skipuleggja sig, en kennarar og foreldrar hefðu eftirlit með því. Nemendur yrðu að mæta þegar þeir segðust ætla að mæta og vinna verkefnin sem þeir segðust ætla að vinna. Með árunum lærðu þeir að taka æ meiri ábyrgð á eigin námi og þegar í menntaskóla kæmi fengju þeir að velja sér áfanga og mætingarskylda yrði engin. Þetta myndi stórefla skilning ungs fólks á samspili ábyrgðar og frelsis. Óraunverulegt? Er þessi hugsjón í samræmi við raunveruleikann? gæti einhver spurt. Tengingin við raunveruleikann er einmitt mikilvægust af öllu vegna þess að námsefnið þarf að tengjast því sem er að gerast í samfélaginu. Það má bjóða fram alla heimsins vitneskju en ef hún tengist ekki veruleika viðtakandans, hefur hann ekki áhuga á henni og það er eitt helsta vandamál menntakerfisins í dag. Það er ekki í núinu, það er veruleikafirrt. Þegar iðnbyltingin gekk í garð á 18. öld og til stóð að bylta menntakerfinu svo að allir fengju grunnmenntun voru margar gagnrýnisraddir sem sögðu það óraunhæft, aldrei yrði hægt að kenna öllum, fátæka fólkið væri of heimskt. Þær efasemdaraddir voru kveðnar niður og nú hafa allir rétt á menntun, en í grundvallaratriðum hefur lítil sem engin framþróun orðið síðan þá og núna þurfum við að taka næsta stökk því annars er hætt við að ungt fólk missi smám saman áhugann á menntakerfi sem á rætur að rekja til iðnbyltingarinnar og tók mið af allt öðruvísi samfélagi. Síðan eru liðin 250 ár og nú er komið nóg, tíma hvers nemanda er sólundað í a.m.k. tíu ár. Enn átakanlegra er að sumu af því mikilvægasta sem við eigum hefur verið misþyrmt: fróðleiksfýsninni, sköpunarkraftinum og jafnvel framkvæmdagleðinni. Ég á mér þann draum að nýtt menntakerfi verði að veruleika, fyrir mig, þig og komandi kynslóðir. En allir þurfa að leggjast á eitt til þess að ná því fram. Við þurfum að láta vita af því að núverandi menntakerfi sé meingallað og ekki mönnum bjóðandi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun