Aukum hagvöxt Svana Helen Björnsdóttir skrifar 18. apríl 2012 06:00 Öll viljum við að hagvöxtur aukist á Íslandi. Aðeins með auknum þjóðartekjum og góðum hagvexti munum við sem þjóð ná að bæta lífskjör almennings hér á landi. Ýmsir hafa réttilega bent á að stórframkvæmdir og fjárfestingar erlendra aðila séu nauðsynlegar til að auka hagvöxtinn. Um leið varpa menn gjarnan ábyrgðinni alfarið á stjórnvöld og bíða eftir að þau eða aðrir leysi vandann í stað þess að líta sér nær og spyrja: „Hvað get ég gert til að auka hagvöxt á Íslandi?“ Vilji menn auka hagvöxt er best að líta fyrst til þeirrar verðmætasköpunar sem nú þegar á sér stað í landinu. Iðnaðurinn aflar um helmings útflutningstekna landsins og skapar að jafnaði tæplega fjórðung af landsframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Í iðnaði starfar ennfremur um fimmtungur þeirra sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækin í Samtökum iðnaðarins starfa í ýmsum atvinnugreinum, s.s. í byggingariðnaði, tækni- og hugverkagreinum, matvælaiðnaði, stóriðju, framleiðslu og fjölbreyttum hönnunar- og þjónustugreinum. Ef litið er til vaxtarmöguleika atvinnugreina, er ljóst að tækni- og hugverkaiðnaður er sú tegund iðnaðar sem á hvað mesta vaxtarmöguleika hér á landi. Það er m.a. sérhæfð matvæla- og efnavinnsla til útflutnings, heilbrigðisþjónusta, hönnun og sköpun ýmis konar auk verkfræði, m.a. á sviði orku- og umhverfismála. Það gefur auga leið að skynsamlegt er að byggja á því sem þegar er til staðar og góð reynsla er af. Það liggur einnig beint við að ætla að þeir aðilar sem gerst þekkja til í rekstri fyrirtækja landsins séu færir um að taka rekstur sinn skrefinu lengra, auka nýsköpun og um leið verðmætasköpun með útflutning að markmiði. Betri sérfræðinga en þá sem nú starfa í fyrirtækjum landsins finnum við vart hér á landi. Það er miklu nærtækara að fela hæfu rekstrarfólki slík verkefni en ætlast til að eingöngu stjórnvöld og erlendar fjárfestingar skrifaðar í skýin leysi hagvaxtarvandann. Er ekki kominn tími til þess að huga að nýsköpun og verðmætasköpun sem nær út fyrir hefðbundnar starfsgreinar og um leið þvert yfir þær? Sílóin sem við höfum komið okkur upp og múrarnir sem við höfum byggt til varnar atvinnugreinum landsins eru e.t.v. hindrun í þeirri nýju sköpun sem hér þarf að eiga sér stað. Í Samtökum iðnaðarins eru menn reiðubúnir til að starfa saman að settu marki. Þar bíða menn ekki eftir stjórnvöldum, heldur láta verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Öll viljum við að hagvöxtur aukist á Íslandi. Aðeins með auknum þjóðartekjum og góðum hagvexti munum við sem þjóð ná að bæta lífskjör almennings hér á landi. Ýmsir hafa réttilega bent á að stórframkvæmdir og fjárfestingar erlendra aðila séu nauðsynlegar til að auka hagvöxtinn. Um leið varpa menn gjarnan ábyrgðinni alfarið á stjórnvöld og bíða eftir að þau eða aðrir leysi vandann í stað þess að líta sér nær og spyrja: „Hvað get ég gert til að auka hagvöxt á Íslandi?“ Vilji menn auka hagvöxt er best að líta fyrst til þeirrar verðmætasköpunar sem nú þegar á sér stað í landinu. Iðnaðurinn aflar um helmings útflutningstekna landsins og skapar að jafnaði tæplega fjórðung af landsframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Í iðnaði starfar ennfremur um fimmtungur þeirra sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækin í Samtökum iðnaðarins starfa í ýmsum atvinnugreinum, s.s. í byggingariðnaði, tækni- og hugverkagreinum, matvælaiðnaði, stóriðju, framleiðslu og fjölbreyttum hönnunar- og þjónustugreinum. Ef litið er til vaxtarmöguleika atvinnugreina, er ljóst að tækni- og hugverkaiðnaður er sú tegund iðnaðar sem á hvað mesta vaxtarmöguleika hér á landi. Það er m.a. sérhæfð matvæla- og efnavinnsla til útflutnings, heilbrigðisþjónusta, hönnun og sköpun ýmis konar auk verkfræði, m.a. á sviði orku- og umhverfismála. Það gefur auga leið að skynsamlegt er að byggja á því sem þegar er til staðar og góð reynsla er af. Það liggur einnig beint við að ætla að þeir aðilar sem gerst þekkja til í rekstri fyrirtækja landsins séu færir um að taka rekstur sinn skrefinu lengra, auka nýsköpun og um leið verðmætasköpun með útflutning að markmiði. Betri sérfræðinga en þá sem nú starfa í fyrirtækjum landsins finnum við vart hér á landi. Það er miklu nærtækara að fela hæfu rekstrarfólki slík verkefni en ætlast til að eingöngu stjórnvöld og erlendar fjárfestingar skrifaðar í skýin leysi hagvaxtarvandann. Er ekki kominn tími til þess að huga að nýsköpun og verðmætasköpun sem nær út fyrir hefðbundnar starfsgreinar og um leið þvert yfir þær? Sílóin sem við höfum komið okkur upp og múrarnir sem við höfum byggt til varnar atvinnugreinum landsins eru e.t.v. hindrun í þeirri nýju sköpun sem hér þarf að eiga sér stað. Í Samtökum iðnaðarins eru menn reiðubúnir til að starfa saman að settu marki. Þar bíða menn ekki eftir stjórnvöldum, heldur láta verkin tala.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar