Aukning þorskafla hefur jákvæð áhrif Steingrímur J. Sigfússon skrifar 18. apríl 2012 06:00 Stofnvísitala þorsks hækkar Samkvæmt upplýsingum Hafró hefur stofnvísitala þorsks hækkað fimmta árið í röð og þar með ekki verið hærri frá 1985. Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár. Fyrsta mat á 2011 árgangi þorsks bendir til að hann sé á meðal stærstu árganga frá 1985. Hann kemur í kjölfar lítils árgangs frá 2010, en árgangarnir frá 2008 og 2009 hafa mælst yfir meðallagi. Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur farið hækkandi undanfarin ár og er nú um og yfir meðaltali hjá flestum aldurshópum. Gott holdafar þorsksins undanfarin ár er í samræmi við það að meira hefur fengist af loðnu í þorskmögum og var loðna langmikilvægasta bráð þorsksins eins og títt er á þessum árstíma.Langtímasýn og ábyrgðar veiðar Margt og mikið hefur verið skrifað um það hvernig hámörkun auðlindar sjávar, fiskistofnanna okkar, sé best tryggð. Að mínu mati eru sjónarmið langtímahagsmuna lykilatriði. Annars vegar vegna sjálfbærni fiskistofnanna, vaxtar og viðgangs, þeirra en hins vegar vegna framtíðarhagsældar okkar samfélags. Samþætting efnahagslegra sjónarmiða annars vegar og verndarsjónarmiða hins vegar er í þessu samhengi áhugavert viðfangsefni. Of oft er að mínu viti litið svo á að hér sé um andstæða póla að ræða. Ég held að efnahagsleg- og verndarsjónarmið geti farið vel saman eins og nú sést á uppbyggingu þorskstofnsins.Betri aflabrögð – minni sóknarkostnaður Borðleggjandi er að við hóflega nýtingu nást efnahagsleg og rekstrarleg markmið betur en ef stofnar eru veiddir of stíft. Það helgast af því að þannig verða sveiflur í afla minni og þar með búa útgerð og vinnsla við meiri stöðugleika en ella. Með hóflegri sókn í þorskveiðum undanfarin ár hefur nú fengist mikill efnahagslegur ávinningur í lægri útgerðarkostnaði, ekki síst minni eldsneytiskostnaði, sem sannarlega hefur farið vaxandi á síðustu árum. Minni fyrirhöfn við veiðar á þorski hefur komið sér vel fyrir atvinnugreinina undanfarið. Nýtingarstefna sú sem mörkuð hefur verið fyrir þorskveiðar við Ísland miðast við að nýta stofninn með því veiðiálagi sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið og vera jafnframt í samræmi við alþjóðlegar kröfur um varúðarsjónarmið. Því er mikilvægt að fylgja vel fyrirfram markaðri stefnu í okkar þorskveiðum og huga að svipaðri stefnumótun í öðrum fiskistofnum þar sem því verður við komið. Skynsöm nýtingarstefna er forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur blómstrar og samstaða um þá stefnu tryggir hagsæld þjóðar. Aukinn afli í þorski mun hafa jákvæð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á þeim tíma þegar mikið liggur við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Stofnvísitala þorsks hækkar Samkvæmt upplýsingum Hafró hefur stofnvísitala þorsks hækkað fimmta árið í röð og þar með ekki verið hærri frá 1985. Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár. Fyrsta mat á 2011 árgangi þorsks bendir til að hann sé á meðal stærstu árganga frá 1985. Hann kemur í kjölfar lítils árgangs frá 2010, en árgangarnir frá 2008 og 2009 hafa mælst yfir meðallagi. Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur farið hækkandi undanfarin ár og er nú um og yfir meðaltali hjá flestum aldurshópum. Gott holdafar þorsksins undanfarin ár er í samræmi við það að meira hefur fengist af loðnu í þorskmögum og var loðna langmikilvægasta bráð þorsksins eins og títt er á þessum árstíma.Langtímasýn og ábyrgðar veiðar Margt og mikið hefur verið skrifað um það hvernig hámörkun auðlindar sjávar, fiskistofnanna okkar, sé best tryggð. Að mínu mati eru sjónarmið langtímahagsmuna lykilatriði. Annars vegar vegna sjálfbærni fiskistofnanna, vaxtar og viðgangs, þeirra en hins vegar vegna framtíðarhagsældar okkar samfélags. Samþætting efnahagslegra sjónarmiða annars vegar og verndarsjónarmiða hins vegar er í þessu samhengi áhugavert viðfangsefni. Of oft er að mínu viti litið svo á að hér sé um andstæða póla að ræða. Ég held að efnahagsleg- og verndarsjónarmið geti farið vel saman eins og nú sést á uppbyggingu þorskstofnsins.Betri aflabrögð – minni sóknarkostnaður Borðleggjandi er að við hóflega nýtingu nást efnahagsleg og rekstrarleg markmið betur en ef stofnar eru veiddir of stíft. Það helgast af því að þannig verða sveiflur í afla minni og þar með búa útgerð og vinnsla við meiri stöðugleika en ella. Með hóflegri sókn í þorskveiðum undanfarin ár hefur nú fengist mikill efnahagslegur ávinningur í lægri útgerðarkostnaði, ekki síst minni eldsneytiskostnaði, sem sannarlega hefur farið vaxandi á síðustu árum. Minni fyrirhöfn við veiðar á þorski hefur komið sér vel fyrir atvinnugreinina undanfarið. Nýtingarstefna sú sem mörkuð hefur verið fyrir þorskveiðar við Ísland miðast við að nýta stofninn með því veiðiálagi sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið og vera jafnframt í samræmi við alþjóðlegar kröfur um varúðarsjónarmið. Því er mikilvægt að fylgja vel fyrirfram markaðri stefnu í okkar þorskveiðum og huga að svipaðri stefnumótun í öðrum fiskistofnum þar sem því verður við komið. Skynsöm nýtingarstefna er forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur blómstrar og samstaða um þá stefnu tryggir hagsæld þjóðar. Aukinn afli í þorski mun hafa jákvæð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á þeim tíma þegar mikið liggur við.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun