Stærir sig af fjöldamorðum 18. apríl 2012 13:00 Anders Behring Breivik gengur til vitnastúku og býr sig undir að lesa upp yfirlýsingu sína. nordicphotos/AFP Við upphaf fimm daga yfirheyrsla yfir Anders Behring Breivik fékk hann rúma klukkustund til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann reyndi að réttlæta voðaverk sín. Hann segist vera herskár þjóðernissinni og líkir sér við al Kaída. Aðstandendur fórnarlamba hans segja mikilvægt að réttarhöldin snúist um glæpina sem hann framdi en verði ekki vettvangur fyrir pólitískar yfirlýsingar. „Ég myndi gera þetta aftur," sagði Anders Behring Breivik á öðrum degi réttarhaldanna. Hann hefur samtals fimm daga til þess að gefa skýringar á því hvers vegna hann drap 77 manns í Ósló og á Úteyju síðastliðið sumar. „Árásirnar 22. júlí voru fyrirbyggjandi árásir," sagði hann. „Ég beitti nauðvörn í þágu þjóðar minnar, borgar minnar, lands míns." Dómstóllinn féllst á ósk hans um að hefja mál sitt á að lesa upp eins konar yfirlýsingu í réttarsalnum áður en yfirheyrslur yfir honum hófust. Wenche Elizabeth Arntzen, annar tveggja aðaldómara í málinu, greip ítrekað fram í fyrir honum og bað hann um að stytta mál sitt. Hann talaði í rúma klukkustund en var þá stöðvaður þótt hann segðist vera með „nokkra punkta" í viðbót. Aðstandendur hinna myrtu hafa lagt áherslu á að réttarhöldin snúist ekki upp í pólitíska réttlætingu Breiviks á morðunum í sumar. Þvert á móti eigi dómstóllinn að beina athygli sinni að voðaverkunum sjálfum, þeim skaða sem Breivik olli. „Ég tel mikilvægt að leggja áherslu á að við lítum ekki á Breivik sem stjórnmálamann í þessu máli. Hann er fjöldamorðingi," sagði Trond Henry Blattmann, faðir sautján ára pilts sem myrtur var á Úteyju í sumar. Í upphafi ræðu sinnar sagðist Breivik reyndar hafa ákveðið að „draga úr mælskutilþrifum" sínum af tillitssemi við fórnarlömb sín og aðstandendur þeirra. Síðar um daginn sagðist hann gera sér fulla grein fyrir því að fólk ætti erfitt. „Ég hef valdið óskiljanlega miklum þjáningum og vil ekki auka á þær enn frekar." Engu að síður stærði hann sig óspart af voðaverkum sínum, sagðist meðal annars hafa framið „stórkostlegustu árásir í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld". „Ég er herskár þjóðernissinni, svo einfalt er það," sagði hann og líkti voðaverkum sínum við hryðjuverk herskárra íslamista í samtökunum al Kaída. Hann segir að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi strax vakið hörð viðbrögð, einnig frá herskáum íslamistum sem sögðu í fyrstu árásirnar á New York og Washington hafa verið villimennsku. „En smám saman varð hugarfarsbreyting, stökk í þróuninni. Sjömílnaskref. Þetta hlaut meiri viðurkenningu eftir nokkur ár."Réttarhöldin yfir Breivik eru ráðandi á forsíðum dagblaðanna í Noregi þessa dagana.nordicphotos/AFPSama segir hann að hafi gerst í sumar. Allir hafi orðið fyrir áfalli í fyrstu en smám saman hafi orðið hugarfarsbreyting meðal herskárra þjóðernissinna í Evrópu: „Ég held að þröskuldurinn fyrir ofbeldisverk sé orðinn lægri." Hann sagði allt stefna í mikla borgarastyrjöld í Evrópu milli „þjóðernissinna og alþjóðasinna" í náinni framtíð og útskýrði enn og aftur hugmyndir sínar um böl fjölmenningarstefnunnar, sem ógni kristilegu samfélagi á Vesturlöndum. Hann notaði ræðu sína meðal annars til að bera lof á herskáa nýnasista í öðrum Evrópulöndum, meðal annars Peter Mangs, sænskan mann sem grunaður er um skotárásir á innflytjendur árið 2010, og þrjá Þjóðverja, þau Uwe Böhnhardt, Uwe Mundlos og Beate Zschäpe, sem talin eru hafa myrt tíu manns á árunum 2000 til 2007. Hann sagðist vera meðlimur í samtökum herskárra þjóðernissinna sem hann kallar Musterisriddarana. Saksóknarar í málinu telja þau samtök ekki vera til. Næstu daga halda yfirheyrslurnar yfir Breivik áfram og er vart við því að búast að hann fái fleiri tækifæri til að lesa upp pólitískar yfirlýsingar. Jafnvel verjendur hans telja litlar líkur á því að hann verði sýknaður á þeim forsendum, sem hann sjálfur vill. Þeirra meginmarkmið er að sannfæra dómarana um að Breivik sé sakhæfur og verði dæmdur, eins og hann reyndar sjálfur vill. gudsteinn@frettabladid.is Einn var ekki hæfur Thomas Indrebø.Thomas Indrebø, einn af þremur meðdómendum í málinu, þurfti að víkja úr dómnum í gær vegna ummæla sem hann hafði haft á Facebook-síðu sinni þann 22. júlí í sumar, daginn sem Breivik framdi hryðjuverkin, þar sem hann sagði að Breivik ætti ekkert annað en dauðarefsingu skilda. Fyrir vikið þykir hann nú óhæfur til að dæma í málinu en í staðinn fyrir hann tók Anne Wisloff sæti í dómnum. Meðdómendurnir eru ekki lærðir lögfræðingar heldur leikmenn, tilnefndir af sveitarfélögum til dómstarfa til fjögurra ára en valdir af handahófi úr hópi tilnefndra fyrir hvert dómsmál. Þeir taka þátt í dómsúrskurðum um sekt eða sýknu sakbornings og síðan refsiákvörðun til jafns við aðaldómara, sem eru tveir. Tilgangurinn er að tryggja þá reglu að dómar séu kveðnir upp af jafningjum sakbornings. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Við upphaf fimm daga yfirheyrsla yfir Anders Behring Breivik fékk hann rúma klukkustund til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann reyndi að réttlæta voðaverk sín. Hann segist vera herskár þjóðernissinni og líkir sér við al Kaída. Aðstandendur fórnarlamba hans segja mikilvægt að réttarhöldin snúist um glæpina sem hann framdi en verði ekki vettvangur fyrir pólitískar yfirlýsingar. „Ég myndi gera þetta aftur," sagði Anders Behring Breivik á öðrum degi réttarhaldanna. Hann hefur samtals fimm daga til þess að gefa skýringar á því hvers vegna hann drap 77 manns í Ósló og á Úteyju síðastliðið sumar. „Árásirnar 22. júlí voru fyrirbyggjandi árásir," sagði hann. „Ég beitti nauðvörn í þágu þjóðar minnar, borgar minnar, lands míns." Dómstóllinn féllst á ósk hans um að hefja mál sitt á að lesa upp eins konar yfirlýsingu í réttarsalnum áður en yfirheyrslur yfir honum hófust. Wenche Elizabeth Arntzen, annar tveggja aðaldómara í málinu, greip ítrekað fram í fyrir honum og bað hann um að stytta mál sitt. Hann talaði í rúma klukkustund en var þá stöðvaður þótt hann segðist vera með „nokkra punkta" í viðbót. Aðstandendur hinna myrtu hafa lagt áherslu á að réttarhöldin snúist ekki upp í pólitíska réttlætingu Breiviks á morðunum í sumar. Þvert á móti eigi dómstóllinn að beina athygli sinni að voðaverkunum sjálfum, þeim skaða sem Breivik olli. „Ég tel mikilvægt að leggja áherslu á að við lítum ekki á Breivik sem stjórnmálamann í þessu máli. Hann er fjöldamorðingi," sagði Trond Henry Blattmann, faðir sautján ára pilts sem myrtur var á Úteyju í sumar. Í upphafi ræðu sinnar sagðist Breivik reyndar hafa ákveðið að „draga úr mælskutilþrifum" sínum af tillitssemi við fórnarlömb sín og aðstandendur þeirra. Síðar um daginn sagðist hann gera sér fulla grein fyrir því að fólk ætti erfitt. „Ég hef valdið óskiljanlega miklum þjáningum og vil ekki auka á þær enn frekar." Engu að síður stærði hann sig óspart af voðaverkum sínum, sagðist meðal annars hafa framið „stórkostlegustu árásir í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld". „Ég er herskár þjóðernissinni, svo einfalt er það," sagði hann og líkti voðaverkum sínum við hryðjuverk herskárra íslamista í samtökunum al Kaída. Hann segir að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi strax vakið hörð viðbrögð, einnig frá herskáum íslamistum sem sögðu í fyrstu árásirnar á New York og Washington hafa verið villimennsku. „En smám saman varð hugarfarsbreyting, stökk í þróuninni. Sjömílnaskref. Þetta hlaut meiri viðurkenningu eftir nokkur ár."Réttarhöldin yfir Breivik eru ráðandi á forsíðum dagblaðanna í Noregi þessa dagana.nordicphotos/AFPSama segir hann að hafi gerst í sumar. Allir hafi orðið fyrir áfalli í fyrstu en smám saman hafi orðið hugarfarsbreyting meðal herskárra þjóðernissinna í Evrópu: „Ég held að þröskuldurinn fyrir ofbeldisverk sé orðinn lægri." Hann sagði allt stefna í mikla borgarastyrjöld í Evrópu milli „þjóðernissinna og alþjóðasinna" í náinni framtíð og útskýrði enn og aftur hugmyndir sínar um böl fjölmenningarstefnunnar, sem ógni kristilegu samfélagi á Vesturlöndum. Hann notaði ræðu sína meðal annars til að bera lof á herskáa nýnasista í öðrum Evrópulöndum, meðal annars Peter Mangs, sænskan mann sem grunaður er um skotárásir á innflytjendur árið 2010, og þrjá Þjóðverja, þau Uwe Böhnhardt, Uwe Mundlos og Beate Zschäpe, sem talin eru hafa myrt tíu manns á árunum 2000 til 2007. Hann sagðist vera meðlimur í samtökum herskárra þjóðernissinna sem hann kallar Musterisriddarana. Saksóknarar í málinu telja þau samtök ekki vera til. Næstu daga halda yfirheyrslurnar yfir Breivik áfram og er vart við því að búast að hann fái fleiri tækifæri til að lesa upp pólitískar yfirlýsingar. Jafnvel verjendur hans telja litlar líkur á því að hann verði sýknaður á þeim forsendum, sem hann sjálfur vill. Þeirra meginmarkmið er að sannfæra dómarana um að Breivik sé sakhæfur og verði dæmdur, eins og hann reyndar sjálfur vill. gudsteinn@frettabladid.is Einn var ekki hæfur Thomas Indrebø.Thomas Indrebø, einn af þremur meðdómendum í málinu, þurfti að víkja úr dómnum í gær vegna ummæla sem hann hafði haft á Facebook-síðu sinni þann 22. júlí í sumar, daginn sem Breivik framdi hryðjuverkin, þar sem hann sagði að Breivik ætti ekkert annað en dauðarefsingu skilda. Fyrir vikið þykir hann nú óhæfur til að dæma í málinu en í staðinn fyrir hann tók Anne Wisloff sæti í dómnum. Meðdómendurnir eru ekki lærðir lögfræðingar heldur leikmenn, tilnefndir af sveitarfélögum til dómstarfa til fjögurra ára en valdir af handahófi úr hópi tilnefndra fyrir hvert dómsmál. Þeir taka þátt í dómsúrskurðum um sekt eða sýknu sakbornings og síðan refsiákvörðun til jafns við aðaldómara, sem eru tveir. Tilgangurinn er að tryggja þá reglu að dómar séu kveðnir upp af jafningjum sakbornings.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira