Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja langt komin! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 17. apríl 2012 06:00 Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins er fróðleg samantekt um fyrirtækjaumhverfið á Íslandi. Hún staðfestir sem betur fer að umtalsverð breyting til batnaðar hefur orðið nú síðustu misserin við endurskipulagningu 120 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi. Þannig voru bankarnir með ráðandi stöðu í 27% af þessum fyrirtækjum nú í ársbyrjun 2012 samanborið við 68% árið 2009 og 46% í upphafi árs 2011. Mikið hefur því gerst á tiltölulega stuttum tíma og það er gleðilegt. Enn er þó vitaskuld talsvert óunnið í þessum efnum. Með sama áframhaldi ætti þetta hlutfall þó að verða komið enn neðar í lok ársins og við að nálgast hreint borð. Bein ítök bankanna minnka þá enn frekar án þess að með því sé sagt að lánardrottnar þeirra eigi ekki áfram að veita þeim aðhald. Þótt jákvætt sé að ítök bankanna séu að minnka bendir Samkeppniseftirlitið réttilega á að skuldsetning fyrirtækjanna sé að meðaltali enn há í alþjóðlegum samanburði. Skuldamargfaldarar eru þó nokkuð mismunandi eftir atvinnugreinum eins og gengur. Of mikil skuldsetning getur dregið kraftinn úr fyrirtækjunum og gert þau viðkvæmari fyrir áföllum. Það er því mikilvægt fyrir bankana að útskrifa ekki fyrirtækin eftir endurskipulagningu óhóflega skuldsett. Slíkt gæti reynst skammgóður vermir, skaðað bankana sjálfa til lengdar og orðið dragbítur á hagvöxt.Lykilfyrirtæki standa mörg sterkt Sem betur fer eru mörg burðarfyrirtæki í mikilvægum atvinnugreinum að ná vopnum sínum og að komast í þá stöðu að geta fjárfest og vaxið. Því fylgir að þau þessara fyrirtækja sem á því þurfa að halda geta betur fjármagnað sig hjá erlendum bönkum. Slíkt er nauðsynlegt fyrir stór útflutnings- og framleiðslufyrirtæki með alþjóðlega starfsemi. Mörg þekkingar- og sprotafyrirtæki eru á mikilli siglingu og hafa nýtt sér vel lágt gengi krónunnar og meira olnbogarými en á árunum fyrir hrun. Ljóst er að fjárhagsstaða margra stærstu og almennt vel rekinna sjávarútvegsfyrirtækja hefur batnað til mikilla muna síðustu þrjú árin. Hvað mestur er þó krafturinn í ferðaþjónustutengdum greinum nú um stundir. Fjölmörg önnur mikilvæg fyrirtæki í verslun, þjónustu og iðnaði hafa einnig farið í gegnum endurskipulagningu og eru að komast í rekstrarhæft form á nýjan leik. Almennt miðar því í rétta átt í þessum efnum og aukinn skriðþungi hefur komist á fjárhagslega endurskipulagningu atvinnulífsins sl. ár. Mjög fróðlegt væri að fá greiningu af svipuðum toga frá Samkeppniseftirlitinu hvað snertir skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og árangrinum af „beinu brautinni" svokölluðu. Ekki svo að skilja að standi á Samkeppniseftirlitinu í þeim efnum ef fjármunir væru til staðar.Litlar breytingar á skipulagi markaða áhyggjuefni Innan við 10% af 120 stærstu fyrirtækjunum hafa farið í gegnum gjaldþrot eða nauðasamninga samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt kemur fram að einungis eitt fyrirtæki af þessum 120 er ekki lengur til sem slíkt í dag. Það er athyglisverð staðreynd í ljósi hrunsins 2008 og þess hversu skelfilega laskaður fjárhagur velflestra fyrirtækjanna þá var. Áhersla bankanna hefur því augljóslega verið á að endurskipuleggja fjárhagslega þau fyrirtæki sem lentu í kröggum frekar en að setja þau í þrot. Á þessu geta verið ýmsar hliðar sé horft til samkeppnissjónarmiða, en enginn vafi er á því í huga undirritaðs að með þessu hafa bjargast mikil verðmæti og ófá störf. Í ljósi þess að íslenskt viðskiptalíf hefur lengi einkennst af fákeppni á mörgum sviðum er þó ástæða til að slá ýmsa varnagla. Auðvitað skýrist það meðal annars af fámenninu, landfræðilegum aðstæðum o.fl. en breytir ekki um eðli við það. Tengsl stórfyrirtækja, sérhagsmunahópa og stjórnmála hafa auk þess verið of mikil á síðustu árum og áratugum og hollt að minnast þess hvert slíkt getur leitt, sbr. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Í því ljósi m.a. hefur það ýmsa kosti að erlend fyrirtæki hasli sér frekari völl hér á landi til að efla samkeppni og slá á kunningja- og hagsmunatengslin. Þetta sjáum við tekið að gerast eins og dæmin um Bauhaus, Bygma, MP banka og EasyJet sanna. Í sama anda gæti það verið áhugavert ef t.d. einn af stóru bönkunum kæmist í eignatengsl við traust erlent fjármálafyrirtæki á næstunni. Að öllu samanlögðu má því segja að ferskari vindar séu teknir að blása um efnahagslífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins er fróðleg samantekt um fyrirtækjaumhverfið á Íslandi. Hún staðfestir sem betur fer að umtalsverð breyting til batnaðar hefur orðið nú síðustu misserin við endurskipulagningu 120 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi. Þannig voru bankarnir með ráðandi stöðu í 27% af þessum fyrirtækjum nú í ársbyrjun 2012 samanborið við 68% árið 2009 og 46% í upphafi árs 2011. Mikið hefur því gerst á tiltölulega stuttum tíma og það er gleðilegt. Enn er þó vitaskuld talsvert óunnið í þessum efnum. Með sama áframhaldi ætti þetta hlutfall þó að verða komið enn neðar í lok ársins og við að nálgast hreint borð. Bein ítök bankanna minnka þá enn frekar án þess að með því sé sagt að lánardrottnar þeirra eigi ekki áfram að veita þeim aðhald. Þótt jákvætt sé að ítök bankanna séu að minnka bendir Samkeppniseftirlitið réttilega á að skuldsetning fyrirtækjanna sé að meðaltali enn há í alþjóðlegum samanburði. Skuldamargfaldarar eru þó nokkuð mismunandi eftir atvinnugreinum eins og gengur. Of mikil skuldsetning getur dregið kraftinn úr fyrirtækjunum og gert þau viðkvæmari fyrir áföllum. Það er því mikilvægt fyrir bankana að útskrifa ekki fyrirtækin eftir endurskipulagningu óhóflega skuldsett. Slíkt gæti reynst skammgóður vermir, skaðað bankana sjálfa til lengdar og orðið dragbítur á hagvöxt.Lykilfyrirtæki standa mörg sterkt Sem betur fer eru mörg burðarfyrirtæki í mikilvægum atvinnugreinum að ná vopnum sínum og að komast í þá stöðu að geta fjárfest og vaxið. Því fylgir að þau þessara fyrirtækja sem á því þurfa að halda geta betur fjármagnað sig hjá erlendum bönkum. Slíkt er nauðsynlegt fyrir stór útflutnings- og framleiðslufyrirtæki með alþjóðlega starfsemi. Mörg þekkingar- og sprotafyrirtæki eru á mikilli siglingu og hafa nýtt sér vel lágt gengi krónunnar og meira olnbogarými en á árunum fyrir hrun. Ljóst er að fjárhagsstaða margra stærstu og almennt vel rekinna sjávarútvegsfyrirtækja hefur batnað til mikilla muna síðustu þrjú árin. Hvað mestur er þó krafturinn í ferðaþjónustutengdum greinum nú um stundir. Fjölmörg önnur mikilvæg fyrirtæki í verslun, þjónustu og iðnaði hafa einnig farið í gegnum endurskipulagningu og eru að komast í rekstrarhæft form á nýjan leik. Almennt miðar því í rétta átt í þessum efnum og aukinn skriðþungi hefur komist á fjárhagslega endurskipulagningu atvinnulífsins sl. ár. Mjög fróðlegt væri að fá greiningu af svipuðum toga frá Samkeppniseftirlitinu hvað snertir skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og árangrinum af „beinu brautinni" svokölluðu. Ekki svo að skilja að standi á Samkeppniseftirlitinu í þeim efnum ef fjármunir væru til staðar.Litlar breytingar á skipulagi markaða áhyggjuefni Innan við 10% af 120 stærstu fyrirtækjunum hafa farið í gegnum gjaldþrot eða nauðasamninga samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt kemur fram að einungis eitt fyrirtæki af þessum 120 er ekki lengur til sem slíkt í dag. Það er athyglisverð staðreynd í ljósi hrunsins 2008 og þess hversu skelfilega laskaður fjárhagur velflestra fyrirtækjanna þá var. Áhersla bankanna hefur því augljóslega verið á að endurskipuleggja fjárhagslega þau fyrirtæki sem lentu í kröggum frekar en að setja þau í þrot. Á þessu geta verið ýmsar hliðar sé horft til samkeppnissjónarmiða, en enginn vafi er á því í huga undirritaðs að með þessu hafa bjargast mikil verðmæti og ófá störf. Í ljósi þess að íslenskt viðskiptalíf hefur lengi einkennst af fákeppni á mörgum sviðum er þó ástæða til að slá ýmsa varnagla. Auðvitað skýrist það meðal annars af fámenninu, landfræðilegum aðstæðum o.fl. en breytir ekki um eðli við það. Tengsl stórfyrirtækja, sérhagsmunahópa og stjórnmála hafa auk þess verið of mikil á síðustu árum og áratugum og hollt að minnast þess hvert slíkt getur leitt, sbr. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Í því ljósi m.a. hefur það ýmsa kosti að erlend fyrirtæki hasli sér frekari völl hér á landi til að efla samkeppni og slá á kunningja- og hagsmunatengslin. Þetta sjáum við tekið að gerast eins og dæmin um Bauhaus, Bygma, MP banka og EasyJet sanna. Í sama anda gæti það verið áhugavert ef t.d. einn af stóru bönkunum kæmist í eignatengsl við traust erlent fjármálafyrirtæki á næstunni. Að öllu samanlögðu má því segja að ferskari vindar séu teknir að blása um efnahagslífið.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun