Þvingaður til að flytja efnið inn Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. apríl 2012 11:00 Myndin er úr safni. Vísir/GVA Þrír menn hafa verið dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir smygl á tæpu kílói af mjög hreinu kókaíni. Þá var maður á áttræðisaldri dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja efnið til landsins. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn sem hlaut þyngstan dóminn heitir Andri Þór Eyjólfsson og er 25 ára gamall. Hann hefur áður hlotið fjölda refsidóma fyrir margvísleg brot. Hinir tveir, Ágúst Jón Óskarsson og Hafþór Logi Hlynsson, hlutu báðir tveggja ára dóm fyrir smyglið. Ágúst Jón verður þrítugur á árinu en Hafþór 25 ára. Fram kemur í dómnum að kókaínið var af miklum styrkleika og hefði mátt drýgja þannig að úr yrðu rúm þrjú kíló í sölu. Maðurinn sem flutti efnin til landsins er fæddur árið 1941. Hann var handtekinn í febrúar 2010 þegar hann kom til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Efnið var falið í ferðatösku. Við yfirheyrslur hjá lögreglu bar maðurinn að hann hefði verið þvingaður til þess að flytja efnið til landsins, meðal annars með líflátshótunum. Hann varð tvísaga um hvort hann hefði vitað að um kókaín væri að ræða. Fram kemur í dómnum að við uppkvaðningu refsingar yfir manninum sem flutti efnin til landsins hafi verið litið til þess að hann upplýsti lögreglu um málið auk þess sem tekið hafi verið tillit til aldurs mannsins. Ekkert benti til annars en að maðurinn hefði verið burðardýr, þótt framburður hans hefði verið mjög reikull. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þrír menn hafa verið dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir smygl á tæpu kílói af mjög hreinu kókaíni. Þá var maður á áttræðisaldri dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja efnið til landsins. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn sem hlaut þyngstan dóminn heitir Andri Þór Eyjólfsson og er 25 ára gamall. Hann hefur áður hlotið fjölda refsidóma fyrir margvísleg brot. Hinir tveir, Ágúst Jón Óskarsson og Hafþór Logi Hlynsson, hlutu báðir tveggja ára dóm fyrir smyglið. Ágúst Jón verður þrítugur á árinu en Hafþór 25 ára. Fram kemur í dómnum að kókaínið var af miklum styrkleika og hefði mátt drýgja þannig að úr yrðu rúm þrjú kíló í sölu. Maðurinn sem flutti efnin til landsins er fæddur árið 1941. Hann var handtekinn í febrúar 2010 þegar hann kom til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Efnið var falið í ferðatösku. Við yfirheyrslur hjá lögreglu bar maðurinn að hann hefði verið þvingaður til þess að flytja efnið til landsins, meðal annars með líflátshótunum. Hann varð tvísaga um hvort hann hefði vitað að um kókaín væri að ræða. Fram kemur í dómnum að við uppkvaðningu refsingar yfir manninum sem flutti efnin til landsins hafi verið litið til þess að hann upplýsti lögreglu um málið auk þess sem tekið hafi verið tillit til aldurs mannsins. Ekkert benti til annars en að maðurinn hefði verið burðardýr, þótt framburður hans hefði verið mjög reikull.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira