Aska fær góða dóma vestanhafs 24. mars 2012 10:00 góðir dómar Aska eftir Yrsu Sigurðardóttur hefur fengið mjög góða dóma í Bandaríkjunum. „Þetta eru blöðin sem bóksalar byggja á þegar þeir panta sínar bækur. Þetta hjálpar rosalega mikið til við forsöluna á bókinni," segir Pétur Már Ólafsson hjá Bjarti og Veröld. Spennusagan Aska, eða Ashes to Dust, eftir Yrsu Sigurðardóttur kemur út í Bandaríkjunum á þriðjudag hjá risaforlaginu Macmillan, sem er einnig búið að tryggja sér útgáfuréttinn á þremur öðrum bókum Yrsu, Horfðu á mig, Ég man þig og Brakið. Dómar eru farnir að birtast í fagtímaritum bóksala og eru þeir á eina lund. Gagnrýnandi Publishers Weekly segir að bókin sé frábær og ætti að afla Yrsu nýrra aðdáenda. „Jafnvel þeir sem vita ekkert um þessa eldfjallaeyju munu heillast." Í umsögn Kirkus Review segir: „Undir eldfjallaösku, villusporum og ásökunum liggur ráðgáta sem Stieg Larsson væri fullsæmdur af vægðarlausri lausninni á." Þá sagði Fresh Fiction um Ösku að bókin væri uppfull af óvenjulegum persónum og fléttan kæmi stöðugt á óvart. Ekki skemmir fyrir að á kápu bókarinnar eru ummæli frá metsöluhöfundinum James Patterson þar sem hann hrósar Yrsu. Yrsa verður í New York þegar bókin kemur út og verður útgáfuhóf haldið í norrænu miðstöðinni Scandinavian House þar í borg. Aska er þriðja bók Yrsu sem kemur út í Bandaríkjunum. Áður komu þar út Sér grefur gröf og Þriðja táknið sem fengu fína dóma og seldust þokkalega. „Þetta er hrikalega erfiður markaður. Það sem hefur gerst í millitíðinni er að Stieg Larsson hefur verið að ryðja brautina. Núna er jarðvegurinn mjög frjór og við erum mjög bjartsýn á þetta," segir Pétur. -fb Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta eru blöðin sem bóksalar byggja á þegar þeir panta sínar bækur. Þetta hjálpar rosalega mikið til við forsöluna á bókinni," segir Pétur Már Ólafsson hjá Bjarti og Veröld. Spennusagan Aska, eða Ashes to Dust, eftir Yrsu Sigurðardóttur kemur út í Bandaríkjunum á þriðjudag hjá risaforlaginu Macmillan, sem er einnig búið að tryggja sér útgáfuréttinn á þremur öðrum bókum Yrsu, Horfðu á mig, Ég man þig og Brakið. Dómar eru farnir að birtast í fagtímaritum bóksala og eru þeir á eina lund. Gagnrýnandi Publishers Weekly segir að bókin sé frábær og ætti að afla Yrsu nýrra aðdáenda. „Jafnvel þeir sem vita ekkert um þessa eldfjallaeyju munu heillast." Í umsögn Kirkus Review segir: „Undir eldfjallaösku, villusporum og ásökunum liggur ráðgáta sem Stieg Larsson væri fullsæmdur af vægðarlausri lausninni á." Þá sagði Fresh Fiction um Ösku að bókin væri uppfull af óvenjulegum persónum og fléttan kæmi stöðugt á óvart. Ekki skemmir fyrir að á kápu bókarinnar eru ummæli frá metsöluhöfundinum James Patterson þar sem hann hrósar Yrsu. Yrsa verður í New York þegar bókin kemur út og verður útgáfuhóf haldið í norrænu miðstöðinni Scandinavian House þar í borg. Aska er þriðja bók Yrsu sem kemur út í Bandaríkjunum. Áður komu þar út Sér grefur gröf og Þriðja táknið sem fengu fína dóma og seldust þokkalega. „Þetta er hrikalega erfiður markaður. Það sem hefur gerst í millitíðinni er að Stieg Larsson hefur verið að ryðja brautina. Núna er jarðvegurinn mjög frjór og við erum mjög bjartsýn á þetta," segir Pétur. -fb
Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira