Fjöldamorðingi talinn hafa myndað ódæðið 20. mars 2012 23:30 Til Ísrael Lík þriggja barna og föður tveggja þeirra, sem voru skotin til bana við skóla gyðinga á mánudag, voru flutt til Ísrael í gær þar sem þau verða jarðsett.Fréttablaðið/AP Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. Mínútu þögn var haldin í skólum í Frakklandi í gær til að minnast þriggja skólabarna og kennara þeirra sem létust í árásinni. Lík þeirra voru í gær flutt til Ísrael þar sem þau verða grafin. Lögregla hefur staðfest að sama skotvopnið hafi verið notað í tveimur árásum nýverið. Þá er talið að maðurinn hafi notað sömu svörtu vespuna í öllum tilvikum. Í árás sem gerð var 11. mars var óeinkennisklæddur hermaður skotinn til bana. Síðasta fimmtudag voru þrír hermenn skotnir við hraðbanka í bæ skammt frá Toulouse. Tveir létust og einn er alvarlega særður. Hermennirnir voru ættaðir frá Norður-Afríku og Karíbahafinu. Lögreglan hreinsaði í gær þrjá fyrrverandi hermenn af grun um aðild að ódæðunum. Þeir voru í sömu hersveit og hermennirnir sem skotnir voru á fimmtudag, og höfðu verið reknir úr hernum vegna kynþáttafordóma. Myndavélin sem morðinginn bar gæti gefið lögreglu mikilvægar vísbendingar um manninn, sagði Claude Gueant, innanríkisráðherra Frakklands í gær. Hann sagði morðingjann augljóslega „afar kaldrifjaðan" og sagði hann hafa „augljósan brotavilja" og vera „grimmlyndan". Ekkert benti til þess í gærkvöldi að lögreglan væri nærri því að handsama morðingjann. Morðinginn virðist kunna að meðhöndla skotvopn, og vinnur lögreglan meðal annars út frá því að hann gæti verið fyrrverandi lögreglumaður eða hermaður með geðræn vandamál og mikla kynþáttafordóma. „Þessi börn voru nákvæmlega eins og þið," sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í gær þegar hann var viðstaddur minningarathöfn í skóla í París. „Þetta hefði getað gerst hér." Óvenjufáir voru á ferli í gær í Toulouse, sem er fjórða stærsta borg Frakklands. Lögreglumenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum stóðu vörð við skóla gyðinga, neðanjarðarlestarstöðvar borgarinnar og á fjölförnum torgum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. Mínútu þögn var haldin í skólum í Frakklandi í gær til að minnast þriggja skólabarna og kennara þeirra sem létust í árásinni. Lík þeirra voru í gær flutt til Ísrael þar sem þau verða grafin. Lögregla hefur staðfest að sama skotvopnið hafi verið notað í tveimur árásum nýverið. Þá er talið að maðurinn hafi notað sömu svörtu vespuna í öllum tilvikum. Í árás sem gerð var 11. mars var óeinkennisklæddur hermaður skotinn til bana. Síðasta fimmtudag voru þrír hermenn skotnir við hraðbanka í bæ skammt frá Toulouse. Tveir létust og einn er alvarlega særður. Hermennirnir voru ættaðir frá Norður-Afríku og Karíbahafinu. Lögreglan hreinsaði í gær þrjá fyrrverandi hermenn af grun um aðild að ódæðunum. Þeir voru í sömu hersveit og hermennirnir sem skotnir voru á fimmtudag, og höfðu verið reknir úr hernum vegna kynþáttafordóma. Myndavélin sem morðinginn bar gæti gefið lögreglu mikilvægar vísbendingar um manninn, sagði Claude Gueant, innanríkisráðherra Frakklands í gær. Hann sagði morðingjann augljóslega „afar kaldrifjaðan" og sagði hann hafa „augljósan brotavilja" og vera „grimmlyndan". Ekkert benti til þess í gærkvöldi að lögreglan væri nærri því að handsama morðingjann. Morðinginn virðist kunna að meðhöndla skotvopn, og vinnur lögreglan meðal annars út frá því að hann gæti verið fyrrverandi lögreglumaður eða hermaður með geðræn vandamál og mikla kynþáttafordóma. „Þessi börn voru nákvæmlega eins og þið," sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í gær þegar hann var viðstaddur minningarathöfn í skóla í París. „Þetta hefði getað gerst hér." Óvenjufáir voru á ferli í gær í Toulouse, sem er fjórða stærsta borg Frakklands. Lögreglumenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum stóðu vörð við skóla gyðinga, neðanjarðarlestarstöðvar borgarinnar og á fjölförnum torgum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira