Gengst við mistökum 16. mars 2012 07:00 Lögreglan kynnti innri rannsókn sína fyrir fjölmiðlum í gær. Lögreglustjórinn Øystein Mæland baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar. nordicphotos/afp Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins. Norska lögreglan hefur gengist við því að hafa ekki brugðist nógu hratt við þegar fréttir bárust af drápunum í Útey í fyrrasumar þar sem Anders Behring Breivik myrti 69 manns. Niðurstöður innri rannsóknar lögreglunnar leiddu í ljós að galli í samskiptaferlum hefði orsakað tafir á viðbrögðum. Einnig hefði ofhleðsla á hraðbáti á leið út í eyjuna með sérsveitarmenn tafið málin, en alls voru tiltekin 54 atriði þar sem betur hefði mátt fara. Breivik náði að athafna sig á Útey í eina klukkustund og tuttugu mínútur áður en lögregla handtók hann. Tuttugu manns hið minnsta eru taldir hafa fallið í valinn á Útey síðasta stundarfjórðunginn áður en Breivik var stöðvaður. Øystein Mæland, lögreglustjóri í Ósló, sagðist á blaðamannafundi harma að lögregla skyldi ekki hafa náð að stöðva Breivik fyrr en raunin varð. Hann baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar að Breivik náðist ekki fyrr og sagði ljóst að lögreglan hefði ekki verið undir hryðjuverkin búin á þessum tíma. „Hver mínúta var einni mínútu of mikið,“ sagði hann. „Hefðum við getað brugðist hraðar við? Svarið er já. Ef báturinn hefði ekki verið ofhlaðinn hefðum við komist fyrr út í Útey. Við vitum ekki hvort það hefði leitt til betri niðurstöðu, en það er ekki útilokað. Og það er sárt að hugsa sér að við hefðum getað bjargað mannslífum ef við hefðum yfirbugað gerandann fyrr.“ Lögregla hefur hingað til verið treg til að viðurkenna að eitthvað annað hafi verið hægt að gera til að bregðast við árás Breiviks. Grete Faremo dómsmálaráðherra tók undir afsökunarbeiðni lögreglunnar, en margir aðstandenda hinna látnu hafa lýst yfir ánægju með afsökunarbeiðni lögreglu. Faremo sagði einnig að innri rannsóknin hefði verið mikilvæg, gott væri að fá staðreyndirnar upp á borðið. Breivik sjálfur er enn til rannsóknar hjá geðlæknum til að skera úr um sakhæfi hans.thorgils@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins. Norska lögreglan hefur gengist við því að hafa ekki brugðist nógu hratt við þegar fréttir bárust af drápunum í Útey í fyrrasumar þar sem Anders Behring Breivik myrti 69 manns. Niðurstöður innri rannsóknar lögreglunnar leiddu í ljós að galli í samskiptaferlum hefði orsakað tafir á viðbrögðum. Einnig hefði ofhleðsla á hraðbáti á leið út í eyjuna með sérsveitarmenn tafið málin, en alls voru tiltekin 54 atriði þar sem betur hefði mátt fara. Breivik náði að athafna sig á Útey í eina klukkustund og tuttugu mínútur áður en lögregla handtók hann. Tuttugu manns hið minnsta eru taldir hafa fallið í valinn á Útey síðasta stundarfjórðunginn áður en Breivik var stöðvaður. Øystein Mæland, lögreglustjóri í Ósló, sagðist á blaðamannafundi harma að lögregla skyldi ekki hafa náð að stöðva Breivik fyrr en raunin varð. Hann baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar að Breivik náðist ekki fyrr og sagði ljóst að lögreglan hefði ekki verið undir hryðjuverkin búin á þessum tíma. „Hver mínúta var einni mínútu of mikið,“ sagði hann. „Hefðum við getað brugðist hraðar við? Svarið er já. Ef báturinn hefði ekki verið ofhlaðinn hefðum við komist fyrr út í Útey. Við vitum ekki hvort það hefði leitt til betri niðurstöðu, en það er ekki útilokað. Og það er sárt að hugsa sér að við hefðum getað bjargað mannslífum ef við hefðum yfirbugað gerandann fyrr.“ Lögregla hefur hingað til verið treg til að viðurkenna að eitthvað annað hafi verið hægt að gera til að bregðast við árás Breiviks. Grete Faremo dómsmálaráðherra tók undir afsökunarbeiðni lögreglunnar, en margir aðstandenda hinna látnu hafa lýst yfir ánægju með afsökunarbeiðni lögreglu. Faremo sagði einnig að innri rannsóknin hefði verið mikilvæg, gott væri að fá staðreyndirnar upp á borðið. Breivik sjálfur er enn til rannsóknar hjá geðlæknum til að skera úr um sakhæfi hans.thorgils@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira