Rokkarar ætla að drekka í friði 7. mars 2012 10:00 „Við ákváðum að halda þetta kvöld til að sýna fram á að það sé hægt að hlusta á Motörhead og drekka Motörhead rauðvín, án þess að hljóta skaða af," segir Franz Gunnarsson, en hann og félagar hans á Gamla Gauknum standa fyrir rokkarakvöldi þar sem hægt verður að fá hið umdeilda Motörhead Shiraz rauðvín og Black Death bjór. ÁTVR hefur bannað sölu á þessum vörum, og ýmsum öðrum, og segir Franz þær litlu útskýringar sem fengist hafa á þeirri ákvörðun vera grátbroslegar. „Það er alltaf gott að hafa reglugerðir og eftirlit með hlutunum, en þetta er alveg fáránlegt," segir Franz. Tilganginn með kvöldinu er að halda umræðunni um þessa ákvörðun gangandi. „Við erum ekki beint í neinum mótmælendahugleiðingum, heldur viljum við bara benda á fáránleikann í þessu, hlusta á góða tónlist og drekka í friði," segir Franz og vísar þar til áletrunarinnar Drink in Peace, eða drekkist í friði, sem er að finna á flöskum Black Death bjórsins og er ástæðan fyrir því að ÁTVR hefur bannað sölu á honum. Rokkarakvöldið verður haldið á Gamla Gauknum í kvöld og hefst klukkan 21.00. „Við erum búnir að setja saman í flotta rokkhljómsveit með meðlimum úr HAM, Sólstöfum, Skálmöld og Dr.Spock og ætlum að bjóða uppá fría tónleika með Motörhead-lögum þar sem rokkarar geta verslað sér sitt rauðvín og smakkað á sínum bjór," segir Franz og hvetur alla alvöru rokkara til að klæða sig upp fyrir kvöldið, þar sem vegleg verðlaun verða veitt fyrir þann sem líkist mest Lemmy Kilmister, söngvara Motörhead. - trs Tónlist Tengdar fréttir Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. 9. febrúar 2012 08:30 Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. 9. febrúar 2012 00:01 Amfetamín, óábyrgt kynlíf og stríð Motörhead er hættuleg hljómsveit. Í 37 ár hefur boðskapurinn sem Lemmy Kilmister og félagar predika breiðst hratt um heimsbyggðina og í raun verið hornsteinn hnignunar mannkyns. Óábyrgt kynlíf, stríð, spilafíkn og fíkniefnaneysla er aðeins hluti af því sem meðlimir Motörhead hafa á samviskunni og sem íbúar þessa heims getum við aðeins vonað að Guð þyrmi sálum okkar þegar stóri dagurinn rennur upp — við leyfðum þeim að vaða uppi og fyrir það skulum við gjalda. 11. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við ákváðum að halda þetta kvöld til að sýna fram á að það sé hægt að hlusta á Motörhead og drekka Motörhead rauðvín, án þess að hljóta skaða af," segir Franz Gunnarsson, en hann og félagar hans á Gamla Gauknum standa fyrir rokkarakvöldi þar sem hægt verður að fá hið umdeilda Motörhead Shiraz rauðvín og Black Death bjór. ÁTVR hefur bannað sölu á þessum vörum, og ýmsum öðrum, og segir Franz þær litlu útskýringar sem fengist hafa á þeirri ákvörðun vera grátbroslegar. „Það er alltaf gott að hafa reglugerðir og eftirlit með hlutunum, en þetta er alveg fáránlegt," segir Franz. Tilganginn með kvöldinu er að halda umræðunni um þessa ákvörðun gangandi. „Við erum ekki beint í neinum mótmælendahugleiðingum, heldur viljum við bara benda á fáránleikann í þessu, hlusta á góða tónlist og drekka í friði," segir Franz og vísar þar til áletrunarinnar Drink in Peace, eða drekkist í friði, sem er að finna á flöskum Black Death bjórsins og er ástæðan fyrir því að ÁTVR hefur bannað sölu á honum. Rokkarakvöldið verður haldið á Gamla Gauknum í kvöld og hefst klukkan 21.00. „Við erum búnir að setja saman í flotta rokkhljómsveit með meðlimum úr HAM, Sólstöfum, Skálmöld og Dr.Spock og ætlum að bjóða uppá fría tónleika með Motörhead-lögum þar sem rokkarar geta verslað sér sitt rauðvín og smakkað á sínum bjór," segir Franz og hvetur alla alvöru rokkara til að klæða sig upp fyrir kvöldið, þar sem vegleg verðlaun verða veitt fyrir þann sem líkist mest Lemmy Kilmister, söngvara Motörhead. - trs
Tónlist Tengdar fréttir Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. 9. febrúar 2012 08:30 Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. 9. febrúar 2012 00:01 Amfetamín, óábyrgt kynlíf og stríð Motörhead er hættuleg hljómsveit. Í 37 ár hefur boðskapurinn sem Lemmy Kilmister og félagar predika breiðst hratt um heimsbyggðina og í raun verið hornsteinn hnignunar mannkyns. Óábyrgt kynlíf, stríð, spilafíkn og fíkniefnaneysla er aðeins hluti af því sem meðlimir Motörhead hafa á samviskunni og sem íbúar þessa heims getum við aðeins vonað að Guð þyrmi sálum okkar þegar stóri dagurinn rennur upp — við leyfðum þeim að vaða uppi og fyrir það skulum við gjalda. 11. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. 9. febrúar 2012 08:30
Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. 9. febrúar 2012 00:01
Amfetamín, óábyrgt kynlíf og stríð Motörhead er hættuleg hljómsveit. Í 37 ár hefur boðskapurinn sem Lemmy Kilmister og félagar predika breiðst hratt um heimsbyggðina og í raun verið hornsteinn hnignunar mannkyns. Óábyrgt kynlíf, stríð, spilafíkn og fíkniefnaneysla er aðeins hluti af því sem meðlimir Motörhead hafa á samviskunni og sem íbúar þessa heims getum við aðeins vonað að Guð þyrmi sálum okkar þegar stóri dagurinn rennur upp — við leyfðum þeim að vaða uppi og fyrir það skulum við gjalda. 11. febrúar 2012 06:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp