Keppnisskapið skilaði sér inn í hönnunina 7. mars 2012 07:00 Lukka „Svona er það þegar maður eyðir öllum vinnudeginum saman, þá kvikna allskonar hugmyndir," segir Elsa Nielsen grafískur hönnuður sem hannaði klukkuna Lukku ásamt Þorbjörgu Helgu Ólafsdóttur. Hönnunin vann til verðlauna í umbúðarsamkeppni á vegum prentsmiðjunnar Odda og Félagi íslenskra teiknara og hlutu þær 150.000 króna inneign í prentsmiðjunni að launum. Elsa og Þorbjörg starfa báðar sem grafískir hönnuðir á auglýsingastofunni Ennemm þar sem hugmyndin að klukkunni kviknaði. Lukka nefnist klukkan sem er úr umhverfisvænum pappa og lítur út eins og lítill pappakassi sem eigandinn setur sjálfur saman ásamt klukkuverki og litaspjöldum í mörgum litum. „Okkur langaði að hanna umbúðir sem væru jafnframt varan sjálf en ég verð að gefa manninum mínum Páli Ásgeiri Guðmundssyni hrós en það var hann sem stakk upp á því að við hönnuðum klukku," segir Elsa en klukkan hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að vera ekki komin í framleiðslu ennþá. „Við höfum verið að fá fyrirspurnir og margir sem vilja til dæmis athuga með fermingargjafir. Við erum mjög ánægðar með sigurinn og stoltar." Elsa Nielsen er helst þekkt fyrir að hafa látið til sín taka á badmintonvellinum þar sem hún er margfaldur Íslandsmeistari en hún er langt frá því að vera búin að leggja spaðann á hilluna. „Ég er ennþá að spila með gamla genginu enda hálf ofvirk og á erfitt með að hætta. Ég er með mikið keppnisskap og ætli það hafi ekki skilað sér inn í hönnunarheiminn líka." áp Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Svona er það þegar maður eyðir öllum vinnudeginum saman, þá kvikna allskonar hugmyndir," segir Elsa Nielsen grafískur hönnuður sem hannaði klukkuna Lukku ásamt Þorbjörgu Helgu Ólafsdóttur. Hönnunin vann til verðlauna í umbúðarsamkeppni á vegum prentsmiðjunnar Odda og Félagi íslenskra teiknara og hlutu þær 150.000 króna inneign í prentsmiðjunni að launum. Elsa og Þorbjörg starfa báðar sem grafískir hönnuðir á auglýsingastofunni Ennemm þar sem hugmyndin að klukkunni kviknaði. Lukka nefnist klukkan sem er úr umhverfisvænum pappa og lítur út eins og lítill pappakassi sem eigandinn setur sjálfur saman ásamt klukkuverki og litaspjöldum í mörgum litum. „Okkur langaði að hanna umbúðir sem væru jafnframt varan sjálf en ég verð að gefa manninum mínum Páli Ásgeiri Guðmundssyni hrós en það var hann sem stakk upp á því að við hönnuðum klukku," segir Elsa en klukkan hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að vera ekki komin í framleiðslu ennþá. „Við höfum verið að fá fyrirspurnir og margir sem vilja til dæmis athuga með fermingargjafir. Við erum mjög ánægðar með sigurinn og stoltar." Elsa Nielsen er helst þekkt fyrir að hafa látið til sín taka á badmintonvellinum þar sem hún er margfaldur Íslandsmeistari en hún er langt frá því að vera búin að leggja spaðann á hilluna. „Ég er ennþá að spila með gamla genginu enda hálf ofvirk og á erfitt með að hætta. Ég er með mikið keppnisskap og ætli það hafi ekki skilað sér inn í hönnunarheiminn líka." áp
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira