Keppnisskapið skilaði sér inn í hönnunina 7. mars 2012 07:00 Lukka „Svona er það þegar maður eyðir öllum vinnudeginum saman, þá kvikna allskonar hugmyndir," segir Elsa Nielsen grafískur hönnuður sem hannaði klukkuna Lukku ásamt Þorbjörgu Helgu Ólafsdóttur. Hönnunin vann til verðlauna í umbúðarsamkeppni á vegum prentsmiðjunnar Odda og Félagi íslenskra teiknara og hlutu þær 150.000 króna inneign í prentsmiðjunni að launum. Elsa og Þorbjörg starfa báðar sem grafískir hönnuðir á auglýsingastofunni Ennemm þar sem hugmyndin að klukkunni kviknaði. Lukka nefnist klukkan sem er úr umhverfisvænum pappa og lítur út eins og lítill pappakassi sem eigandinn setur sjálfur saman ásamt klukkuverki og litaspjöldum í mörgum litum. „Okkur langaði að hanna umbúðir sem væru jafnframt varan sjálf en ég verð að gefa manninum mínum Páli Ásgeiri Guðmundssyni hrós en það var hann sem stakk upp á því að við hönnuðum klukku," segir Elsa en klukkan hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að vera ekki komin í framleiðslu ennþá. „Við höfum verið að fá fyrirspurnir og margir sem vilja til dæmis athuga með fermingargjafir. Við erum mjög ánægðar með sigurinn og stoltar." Elsa Nielsen er helst þekkt fyrir að hafa látið til sín taka á badmintonvellinum þar sem hún er margfaldur Íslandsmeistari en hún er langt frá því að vera búin að leggja spaðann á hilluna. „Ég er ennþá að spila með gamla genginu enda hálf ofvirk og á erfitt með að hætta. Ég er með mikið keppnisskap og ætli það hafi ekki skilað sér inn í hönnunarheiminn líka." áp Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Svona er það þegar maður eyðir öllum vinnudeginum saman, þá kvikna allskonar hugmyndir," segir Elsa Nielsen grafískur hönnuður sem hannaði klukkuna Lukku ásamt Þorbjörgu Helgu Ólafsdóttur. Hönnunin vann til verðlauna í umbúðarsamkeppni á vegum prentsmiðjunnar Odda og Félagi íslenskra teiknara og hlutu þær 150.000 króna inneign í prentsmiðjunni að launum. Elsa og Þorbjörg starfa báðar sem grafískir hönnuðir á auglýsingastofunni Ennemm þar sem hugmyndin að klukkunni kviknaði. Lukka nefnist klukkan sem er úr umhverfisvænum pappa og lítur út eins og lítill pappakassi sem eigandinn setur sjálfur saman ásamt klukkuverki og litaspjöldum í mörgum litum. „Okkur langaði að hanna umbúðir sem væru jafnframt varan sjálf en ég verð að gefa manninum mínum Páli Ásgeiri Guðmundssyni hrós en það var hann sem stakk upp á því að við hönnuðum klukku," segir Elsa en klukkan hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að vera ekki komin í framleiðslu ennþá. „Við höfum verið að fá fyrirspurnir og margir sem vilja til dæmis athuga með fermingargjafir. Við erum mjög ánægðar með sigurinn og stoltar." Elsa Nielsen er helst þekkt fyrir að hafa látið til sín taka á badmintonvellinum þar sem hún er margfaldur Íslandsmeistari en hún er langt frá því að vera búin að leggja spaðann á hilluna. „Ég er ennþá að spila með gamla genginu enda hálf ofvirk og á erfitt með að hætta. Ég er með mikið keppnisskap og ætli það hafi ekki skilað sér inn í hönnunarheiminn líka." áp
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira