Gunnar Nelson: Nýt mín ekki í hringnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. mars 2012 08:00 Andstæðingar Gunnars eiga sér sjaldan umkomuleið þegar hann er búinn að ná þeim niður í búrinu. Það fékk Butenko að reyna fyrir viku.mynd/páll bergmann „Það er ekki það skemmtilegasta við þetta sport að vera í hringnum. Ég get ekki sagt að ég njóti mín eitthvað sérstaklega þar," sagði bardagakappinn Gunnar Nelson sem var í ítarlegu viðtali í íþróttaþættinum á X-inu 977 í gær. Í viðtalinu fór Gunnar yfir víðan völl og viðurkenndi meðal annars að hann nyti sín ekki í hringnum. Gunnar hefur unnið níu bardaga í röð í blönduðum bardagaíþróttum eftir að hafa gert jafntefli í sínum fyrsta. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér og hef æft með mörgum þeim bestu í heiminum. Ég hef því reynslu hvað það varðar," sagði Gunnar en hann vildi ekki leggja mat á það hvar hann væri staddur á meðal þeirra bestu í heiminum. Gunnar var einnig spurður út í hvort það væri eitthvað líkt með blönduðum bardagaíþróttum og hnefaleikum að því leyti að menn veldu sér andstæðinga. „Það er eflaust allur gangur á því. Það þarf að vera verðugur andstæðingur en það getur verið erfitt að velja. Hvað getur maður sagt um hver sé verðugur og hver ekki? Mér hefur fundist erfitt að velja mér andstæðing. Ef það er einhver sem hefur svipaða reynslu og gert það gott og talinn almennt sterkur verður það að nægja mér. Ég hef verið að mæta mönnum sem hafa aldrei tapað og unnið fleiri bardaga en ég." Gunnar keppti í sínum fyrsta bardaga um síðustu helgi eftir 17 mánaða hlé. Honum líkar betur að æfa en að keppa. „Ég æfi svona 3-4 tíma á dag eiginlega alla daga. Öll æfing er reynsla og lærdómur," sagði Gunnar en hann hefur líka vakið athygli fyrir að æfa á skýlunni einni fata. „Ég byrjaði að prófa það. Fannst það mjög þægilegt og svo er ég vanafastur. Ég er samt líka í stuttbuxum stundum. Mér finnst samt best að vera í skýlunni." Undirbúningur Gunnars fyrir keppni er ekki óhefðbundinn á neinn hátt en hann notar samt ekki tónlist né er hann hjátrúarfullur. „Ég er ekki með neina tónlist í gangi. Byrja að hita mig upp 40 mínútum fyrir bardaga. Þá liðkar maður sig og byrjar að finna flæðið. Svo fæ ég einn á móti mér og við tuskumst aðeins til. Svo fimm mínútum fyrir bardaga þá byrja ég að slaka á." Blandaðar bardagaíþróttir eða MMA er mjög gróft sport þar sem ansi margt er leyft. Mörgum finnst að Gunnar sé stundum of drenglyndur í hringnum og nýti ekki alla þá möguleika sem hann hefur til þess að meiða andstæðinginn og draga þar með úr honum mátt. „Sportið gengur ekki út á að meiða mikið. Hver velur sinn tilgang þarna eins og í lífinu. Ef tilgangurinn er að meiða er það ekki jákvætt. Minn tilgangur er að ég hef áhuga á að læra að verja sjálfan mig. Þar held ég að áhuginn spretti fyrst upp. Það er sjálfsvarnaráhugi. Auðvitað vita báðir einstaklingarnir í hringnum að þeir geta meitt sig og þetta getur verið sárt. Auðvitað er þetta „brútal" sport en við erum að læra að verjast." Gunnar hefur einnig verið að keppa í brasilísku jiu jitsu og hann er ekki hættur þar. „Ég á pottþétt eftir að keppa á Abu Dhabi-mótinu aftur. Það var mjög skemmtileg keppni. Hún verður vonandi í Japan næst því mig hefur alltaf langað að fara til Asíu," sagði Gunnar sem hefur einnig keppt í júdó. „Mér finnst júdóið mjög skemmtilegt. Það er gaman að mæta júdómönnum því þeir hafa öðruvísi orku og tækni. Ég hef tapað þar og hef oft tapað," sagði Gunnar léttur en hann hefur ekki spáð í því að taka þátt í Íslandsglímunni. Innlendar Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
„Það er ekki það skemmtilegasta við þetta sport að vera í hringnum. Ég get ekki sagt að ég njóti mín eitthvað sérstaklega þar," sagði bardagakappinn Gunnar Nelson sem var í ítarlegu viðtali í íþróttaþættinum á X-inu 977 í gær. Í viðtalinu fór Gunnar yfir víðan völl og viðurkenndi meðal annars að hann nyti sín ekki í hringnum. Gunnar hefur unnið níu bardaga í röð í blönduðum bardagaíþróttum eftir að hafa gert jafntefli í sínum fyrsta. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér og hef æft með mörgum þeim bestu í heiminum. Ég hef því reynslu hvað það varðar," sagði Gunnar en hann vildi ekki leggja mat á það hvar hann væri staddur á meðal þeirra bestu í heiminum. Gunnar var einnig spurður út í hvort það væri eitthvað líkt með blönduðum bardagaíþróttum og hnefaleikum að því leyti að menn veldu sér andstæðinga. „Það er eflaust allur gangur á því. Það þarf að vera verðugur andstæðingur en það getur verið erfitt að velja. Hvað getur maður sagt um hver sé verðugur og hver ekki? Mér hefur fundist erfitt að velja mér andstæðing. Ef það er einhver sem hefur svipaða reynslu og gert það gott og talinn almennt sterkur verður það að nægja mér. Ég hef verið að mæta mönnum sem hafa aldrei tapað og unnið fleiri bardaga en ég." Gunnar keppti í sínum fyrsta bardaga um síðustu helgi eftir 17 mánaða hlé. Honum líkar betur að æfa en að keppa. „Ég æfi svona 3-4 tíma á dag eiginlega alla daga. Öll æfing er reynsla og lærdómur," sagði Gunnar en hann hefur líka vakið athygli fyrir að æfa á skýlunni einni fata. „Ég byrjaði að prófa það. Fannst það mjög þægilegt og svo er ég vanafastur. Ég er samt líka í stuttbuxum stundum. Mér finnst samt best að vera í skýlunni." Undirbúningur Gunnars fyrir keppni er ekki óhefðbundinn á neinn hátt en hann notar samt ekki tónlist né er hann hjátrúarfullur. „Ég er ekki með neina tónlist í gangi. Byrja að hita mig upp 40 mínútum fyrir bardaga. Þá liðkar maður sig og byrjar að finna flæðið. Svo fæ ég einn á móti mér og við tuskumst aðeins til. Svo fimm mínútum fyrir bardaga þá byrja ég að slaka á." Blandaðar bardagaíþróttir eða MMA er mjög gróft sport þar sem ansi margt er leyft. Mörgum finnst að Gunnar sé stundum of drenglyndur í hringnum og nýti ekki alla þá möguleika sem hann hefur til þess að meiða andstæðinginn og draga þar með úr honum mátt. „Sportið gengur ekki út á að meiða mikið. Hver velur sinn tilgang þarna eins og í lífinu. Ef tilgangurinn er að meiða er það ekki jákvætt. Minn tilgangur er að ég hef áhuga á að læra að verja sjálfan mig. Þar held ég að áhuginn spretti fyrst upp. Það er sjálfsvarnaráhugi. Auðvitað vita báðir einstaklingarnir í hringnum að þeir geta meitt sig og þetta getur verið sárt. Auðvitað er þetta „brútal" sport en við erum að læra að verjast." Gunnar hefur einnig verið að keppa í brasilísku jiu jitsu og hann er ekki hættur þar. „Ég á pottþétt eftir að keppa á Abu Dhabi-mótinu aftur. Það var mjög skemmtileg keppni. Hún verður vonandi í Japan næst því mig hefur alltaf langað að fara til Asíu," sagði Gunnar sem hefur einnig keppt í júdó. „Mér finnst júdóið mjög skemmtilegt. Það er gaman að mæta júdómönnum því þeir hafa öðruvísi orku og tækni. Ég hef tapað þar og hef oft tapað," sagði Gunnar léttur en hann hefur ekki spáð í því að taka þátt í Íslandsglímunni.
Innlendar Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira