Réttlæti og raunsæi að leiðarljósi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifar 27. febrúar 2012 07:00 Drjúgur hluti þjóðfélagsumræðunnar hefur að undanförnu snúist um skuldavanda heimilanna. Það er skiljanlegt. Gengislánadómur Hæstaréttar um miðjan mánuðinn setti málið í nýjan farveg og vakti spurningar um leið og hann gaf fyrirheit um frekari niðurfærslu lána á kostnað bankanna. Samtímis er þess krafist að stjórnvöld beiti sér fyrir almennum afskriftum húsnæðislána að því marki að heimilin geti staðið í skilum og nái á ný jafnvægi og viðspyrnu. En allar aðgerðir verður að ígrunda og greina þarf aðstæður rétt. Góð eiginfjárstaða fjármálafyrirtækja hlýtur til dæmis að greiða fyrir því að dómi Hæstaréttar verði fullnægt og þúsundir lántakenda fái leiðréttingu sinna mála. Því miður er það svo að allar tillögur um flata niðurfærslu, færa ekki skuldir niður heldur færa þær til. Enda gufa skuldir ekki upp. Ýmist er verið að færa skuldir yfir á skattgreiðendur eða á börnin okkar og komandi kynslóðir. Þeir sem fara vilja leið flatrar niðurfærslu lána verða því að upplýsa hver eigi að borga brúsann. Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða. Skuldastaða heimilanna verður áfram eitt af stóru málunum á borði ríkisstjórnarinnar. Leitin að sanngirni og jöfnuði heldur áfram þar sem samfélagið léttir þeim róðurinn sem harðast voru leiknir í kreppunni. Í þessu sambandi má minna á þá staðreynd að meiri jöfnuður ríkir nú í íslenska þjóðfélaginu en árin fyrir hrun. Við kvikum hvergi frá því að finna lausnir jafnvel þótt erlendir álitsgjafar, eins og Lars Christensen, sérfræðingur hjá Danske Bank, telji víst að nú þegar sé Ísland „heimsmeistari í að færa niður skuldir heimilanna". Unnið að lausnSérstök ráðherranefnd vinnur að mótun úrræða fyrir þann hóp sem fór á mis við 110 prósenta leiðina vegna svonefndra lánsveða. Einnig er verið að kanna leiðir til að koma til móts við þá sem keyptu sína fyrstu eign þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum. Til athugunar er hvernig minnka megi umfang verðtryggðra lána. Ég vænti þess að breið samstaða náist í þinginu um niðurstöðu þess máls. Það tekur mig sárt að heyra af bágum kjörum og vonleysi þeirra sem reynt hafa sitt ítrasta til að standa í skilum, þrátt fyrir verulega aukna greiðslubyrði af völdum hrunsins. Erfiðust er glíma þeirra sem ekki hafa vinnu. Í mörgum slíkum tilvikum dugar fátt annað en sérsniðnar aðgerðir. En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár. Ýmislegt bendir til þess að umræðan um skuldavanda heimilanna sé raunsærri en áður. Með raunsæi, aðgát og samstöðu að leiðarljósi viljum við leita að farsælli og réttlátri lausn á skuldavanda þeirra sem enn eru í nauðum staddir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Drjúgur hluti þjóðfélagsumræðunnar hefur að undanförnu snúist um skuldavanda heimilanna. Það er skiljanlegt. Gengislánadómur Hæstaréttar um miðjan mánuðinn setti málið í nýjan farveg og vakti spurningar um leið og hann gaf fyrirheit um frekari niðurfærslu lána á kostnað bankanna. Samtímis er þess krafist að stjórnvöld beiti sér fyrir almennum afskriftum húsnæðislána að því marki að heimilin geti staðið í skilum og nái á ný jafnvægi og viðspyrnu. En allar aðgerðir verður að ígrunda og greina þarf aðstæður rétt. Góð eiginfjárstaða fjármálafyrirtækja hlýtur til dæmis að greiða fyrir því að dómi Hæstaréttar verði fullnægt og þúsundir lántakenda fái leiðréttingu sinna mála. Því miður er það svo að allar tillögur um flata niðurfærslu, færa ekki skuldir niður heldur færa þær til. Enda gufa skuldir ekki upp. Ýmist er verið að færa skuldir yfir á skattgreiðendur eða á börnin okkar og komandi kynslóðir. Þeir sem fara vilja leið flatrar niðurfærslu lána verða því að upplýsa hver eigi að borga brúsann. Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða. Skuldastaða heimilanna verður áfram eitt af stóru málunum á borði ríkisstjórnarinnar. Leitin að sanngirni og jöfnuði heldur áfram þar sem samfélagið léttir þeim róðurinn sem harðast voru leiknir í kreppunni. Í þessu sambandi má minna á þá staðreynd að meiri jöfnuður ríkir nú í íslenska þjóðfélaginu en árin fyrir hrun. Við kvikum hvergi frá því að finna lausnir jafnvel þótt erlendir álitsgjafar, eins og Lars Christensen, sérfræðingur hjá Danske Bank, telji víst að nú þegar sé Ísland „heimsmeistari í að færa niður skuldir heimilanna". Unnið að lausnSérstök ráðherranefnd vinnur að mótun úrræða fyrir þann hóp sem fór á mis við 110 prósenta leiðina vegna svonefndra lánsveða. Einnig er verið að kanna leiðir til að koma til móts við þá sem keyptu sína fyrstu eign þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum. Til athugunar er hvernig minnka megi umfang verðtryggðra lána. Ég vænti þess að breið samstaða náist í þinginu um niðurstöðu þess máls. Það tekur mig sárt að heyra af bágum kjörum og vonleysi þeirra sem reynt hafa sitt ítrasta til að standa í skilum, þrátt fyrir verulega aukna greiðslubyrði af völdum hrunsins. Erfiðust er glíma þeirra sem ekki hafa vinnu. Í mörgum slíkum tilvikum dugar fátt annað en sérsniðnar aðgerðir. En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár. Ýmislegt bendir til þess að umræðan um skuldavanda heimilanna sé raunsærri en áður. Með raunsæi, aðgát og samstöðu að leiðarljósi viljum við leita að farsælli og réttlátri lausn á skuldavanda þeirra sem enn eru í nauðum staddir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun