Flytja inn 500 gáma af vörum 24. febrúar 2012 05:00 Halldór Óskar Sigurðsson Í vikunni var hafist handa við uppsetningu innréttinga í stórhýsi byggingavöruverslunarinnar Bauhaus við Vesturlandsveg. Miðað við gang framkvæmda má ætla að verslunin, sem er um 21 þúsund fermetri að stærð, verði opnuð áður en vorverk hefjast fyrir alvöru. Ekki hefur þó enn verið gefin upp dagsetning opnunarinnar. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins sótti húsið heim í gær sagði hann upplifunina helst minna á atriðið þar sem Stuðmenn sækja heim lítið félagsheimili úti á landi í bíómyndinni Með allt á hreinu. Húsið væri miklu stærra að innan en utan. „Það segja þetta margir," segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. „Kassar eru oft þannig. Þegar maður er kominn inn þá sér maður hvað þetta er mikill geimur." Í svo stórt hús þarf líka töluvert magn af vörum. Halldór segir magnið raunar slíkt að samningurinn um flutning þess sé stærsti einstaki slíkur samningur sem Eimskip hefur hefur gert. „Í heildina erum við að tala um 500 fjörutíu feta gáma sem eru að koma hér með vörur í verslunina," segir Halldór, en vörurnar koma mestanpart frá aðallager fyrirtækisins í Danmörku. Annars segir Halldór góðan gang í undirbúningi opnunar. Búið er að skrifa undir ráðningarsamninga við rétt rúmlega 50 manns. „En í heildina ráðum við svona 80 til 90 manns. Svo styttist bara í opnun með rísandi sól." - óká Fréttir Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Sjá meira
Í vikunni var hafist handa við uppsetningu innréttinga í stórhýsi byggingavöruverslunarinnar Bauhaus við Vesturlandsveg. Miðað við gang framkvæmda má ætla að verslunin, sem er um 21 þúsund fermetri að stærð, verði opnuð áður en vorverk hefjast fyrir alvöru. Ekki hefur þó enn verið gefin upp dagsetning opnunarinnar. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins sótti húsið heim í gær sagði hann upplifunina helst minna á atriðið þar sem Stuðmenn sækja heim lítið félagsheimili úti á landi í bíómyndinni Með allt á hreinu. Húsið væri miklu stærra að innan en utan. „Það segja þetta margir," segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. „Kassar eru oft þannig. Þegar maður er kominn inn þá sér maður hvað þetta er mikill geimur." Í svo stórt hús þarf líka töluvert magn af vörum. Halldór segir magnið raunar slíkt að samningurinn um flutning þess sé stærsti einstaki slíkur samningur sem Eimskip hefur hefur gert. „Í heildina erum við að tala um 500 fjörutíu feta gáma sem eru að koma hér með vörur í verslunina," segir Halldór, en vörurnar koma mestanpart frá aðallager fyrirtækisins í Danmörku. Annars segir Halldór góðan gang í undirbúningi opnunar. Búið er að skrifa undir ráðningarsamninga við rétt rúmlega 50 manns. „En í heildina ráðum við svona 80 til 90 manns. Svo styttist bara í opnun með rísandi sól." - óká
Fréttir Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Sjá meira