Verulegur ábati er af flugstarfsemi 24. febrúar 2012 05:30 Á morgunverðarfundi Sérfræðingur IATA, Alþjóðasamtaka flugfélaga, kynnti í gær nýja skýrslu Oxford Economics um áhrif flugstarfsemi á efnahagslífið. Fréttablaðið/GVA Flugrekstur leiðir af sér verulegan þjóðhagslegan ábata fyrir efnahag Íslands og íslenska borgara, auk þess sem sumir þættir flugrekstrarins eru þess eðlis að ekkert getur komið í þeirra stað og þeir eru algerlega ómissandi fyrir nútímahagkerfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar landsskýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fundi á Hótel Nordica í gærmorgun, þar sem sérfræðingur Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) fór yfir efni hennar. Meðal helstu niðurstaðna eru að hér á landi séu flugsamgöngur bæði betri og mikilvægari en í öðrum löndum og að flugsamgöngur hér væru betri en í ríflega 50 samanburðarlöndum. Þá væri efnahagslegt mikilvægi greinarinnar mun meira hér en á hinum Norðurlöndunum. Bent er á að efnahagslegur ábati sem leiðir af greininni felist í fleiri þáttum en þeim sem sjónum er venjulega beint að, sem eru þjóðhagsleg heildaráhrif sem metin eru út frá framlagi til vergrar landsframleiðslu, skatttekjum og fjölda starfa í greininni og aðfangakeðju hennar. „Aðalábatans nýtur viðskiptavinurinn, farþeginn eða farmsendandinn sem notar flugið." Þá eru tengingar milli borga og markaða sagðar fela í sér verðmætt samgöngukerfi, sem skapi ábata með því að greiða fyrir beinni erlendri fjárfestingu, starfsemi fyrirtækjaklasa, sérhæfingu og öðrum afleiddum áhrifum á framleiðslugetu hagkerfa. Bent er á að flugreksturinn skili 102,2 milljörðum króna, eða 6,6 prósentum, til vergrar landsframleiðslu. Þá standi hann undir 9.200 störfum, auk þess sem 11.400 manns starfi við afleidd störf í ferðaþjónustu. „Alls ferðaðist 2,1 milljón farþega árið 2010 til og frá Íslandi og 35.000 tonn af verðmætri flugfrakt voru flutt sömu leið. Árlega eru farnar 14.400 alþjóðlegar áætlunarferðir frá Íslandi til 56 flugvalla í 18 löndum. Sætaframboð í innanlandsflugi nemur meira en 547.000 sætum í 11.000 flugferðum til 5 flugvalla," að því er fram kemur í skýrslu Oxford Economics. Þá er flug sagt skipta sköpum í dreifingu varnings. „Þótt flutningur með flugfrakt nemi einungis 0,5 prósentum af heildarflutningi varnings í alþjóðaviðskiptum í tonnum talið nemur hann um 34,6 prósentum af heildinni að verðmæti." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Flugrekstur leiðir af sér verulegan þjóðhagslegan ábata fyrir efnahag Íslands og íslenska borgara, auk þess sem sumir þættir flugrekstrarins eru þess eðlis að ekkert getur komið í þeirra stað og þeir eru algerlega ómissandi fyrir nútímahagkerfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar landsskýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fundi á Hótel Nordica í gærmorgun, þar sem sérfræðingur Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) fór yfir efni hennar. Meðal helstu niðurstaðna eru að hér á landi séu flugsamgöngur bæði betri og mikilvægari en í öðrum löndum og að flugsamgöngur hér væru betri en í ríflega 50 samanburðarlöndum. Þá væri efnahagslegt mikilvægi greinarinnar mun meira hér en á hinum Norðurlöndunum. Bent er á að efnahagslegur ábati sem leiðir af greininni felist í fleiri þáttum en þeim sem sjónum er venjulega beint að, sem eru þjóðhagsleg heildaráhrif sem metin eru út frá framlagi til vergrar landsframleiðslu, skatttekjum og fjölda starfa í greininni og aðfangakeðju hennar. „Aðalábatans nýtur viðskiptavinurinn, farþeginn eða farmsendandinn sem notar flugið." Þá eru tengingar milli borga og markaða sagðar fela í sér verðmætt samgöngukerfi, sem skapi ábata með því að greiða fyrir beinni erlendri fjárfestingu, starfsemi fyrirtækjaklasa, sérhæfingu og öðrum afleiddum áhrifum á framleiðslugetu hagkerfa. Bent er á að flugreksturinn skili 102,2 milljörðum króna, eða 6,6 prósentum, til vergrar landsframleiðslu. Þá standi hann undir 9.200 störfum, auk þess sem 11.400 manns starfi við afleidd störf í ferðaþjónustu. „Alls ferðaðist 2,1 milljón farþega árið 2010 til og frá Íslandi og 35.000 tonn af verðmætri flugfrakt voru flutt sömu leið. Árlega eru farnar 14.400 alþjóðlegar áætlunarferðir frá Íslandi til 56 flugvalla í 18 löndum. Sætaframboð í innanlandsflugi nemur meira en 547.000 sætum í 11.000 flugferðum til 5 flugvalla," að því er fram kemur í skýrslu Oxford Economics. Þá er flug sagt skipta sköpum í dreifingu varnings. „Þótt flutningur með flugfrakt nemi einungis 0,5 prósentum af heildarflutningi varnings í alþjóðaviðskiptum í tonnum talið nemur hann um 34,6 prósentum af heildinni að verðmæti." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira