Stærsta einkavæðing Íslands 22. febrúar 2012 06:00 Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Auk Horns er gert ráð fyrir að sex önnur félög muni óska eftir skráningu á markað á síðari hluta þessa árs eða á fyrri hluta þess næsta. Þau eru öll, beint eða óbeint, að hluta til eða öllu leyti í eigu Landsbankans. Landsbankinn er í 81 prósents eigu íslenska ríkisins. Virði eigna þessara félaga hleypur á hundruðum milljarða króna. Ljóst er að gangi öll söluáformin eftir mun verða um að ræða stærstu sölu eigna í eigu ríkisins sem farið hefur fram í Íslandssögunni. Horn er að fullu í eigu Landsbankans. Félagið á meðal annars um helmingshlut í Promens, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða, og 12,5 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels. Búist er við því að næsta félag á eftir Horni til að skrá sig á markað verði Eimskip og að það muni gerast í lok september eða byrjun október. Horn á 3,95 prósenta hlut í Eimskipi. Á meðal annarra fyrirtækja sem hafa tilkynnt um skráningaráform eru Reginn, fasteignafélag í 100 prósenta eigu Landsbankans, og Reitir, fasteignafélag sem Landsbankinn á 29,6 prósenta hlut í. Þá hefur verið greint frá því opinberlega að eigendur Advania og olíurisans N1 hafi hug á því að skrá þau félög á markað. Búist er við því að það geti gerst seint í haust eða á fyrri hluta ársins 2013. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) á 79 prósenta hlut í Advania og um 55 prósenta hlut í N1. Stærsti einstaki eigandi FSÍ er Landsbankinn. Þá lýstu bæði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, því opinberlega yfir í lok síðasta árs að vilji væri til þess að skrá bankann á markað. Steinþór sagði í viðtali við Klinkið á Vísi.is í desember síðastliðnum að hann teldi það geta gerst á árinu 2012. - þsj Fréttir Klinkið Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Auk Horns er gert ráð fyrir að sex önnur félög muni óska eftir skráningu á markað á síðari hluta þessa árs eða á fyrri hluta þess næsta. Þau eru öll, beint eða óbeint, að hluta til eða öllu leyti í eigu Landsbankans. Landsbankinn er í 81 prósents eigu íslenska ríkisins. Virði eigna þessara félaga hleypur á hundruðum milljarða króna. Ljóst er að gangi öll söluáformin eftir mun verða um að ræða stærstu sölu eigna í eigu ríkisins sem farið hefur fram í Íslandssögunni. Horn er að fullu í eigu Landsbankans. Félagið á meðal annars um helmingshlut í Promens, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða, og 12,5 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels. Búist er við því að næsta félag á eftir Horni til að skrá sig á markað verði Eimskip og að það muni gerast í lok september eða byrjun október. Horn á 3,95 prósenta hlut í Eimskipi. Á meðal annarra fyrirtækja sem hafa tilkynnt um skráningaráform eru Reginn, fasteignafélag í 100 prósenta eigu Landsbankans, og Reitir, fasteignafélag sem Landsbankinn á 29,6 prósenta hlut í. Þá hefur verið greint frá því opinberlega að eigendur Advania og olíurisans N1 hafi hug á því að skrá þau félög á markað. Búist er við því að það geti gerst seint í haust eða á fyrri hluta ársins 2013. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) á 79 prósenta hlut í Advania og um 55 prósenta hlut í N1. Stærsti einstaki eigandi FSÍ er Landsbankinn. Þá lýstu bæði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, því opinberlega yfir í lok síðasta árs að vilji væri til þess að skrá bankann á markað. Steinþór sagði í viðtali við Klinkið á Vísi.is í desember síðastliðnum að hann teldi það geta gerst á árinu 2012. - þsj
Fréttir Klinkið Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira