Réttur lánþega tryggður Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnar og Alþingis allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að verja heimili landsins fyrir þeim skelfilegu afleiðingum sem hrunið hafði í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Vegna bágrar stöðu ríkissjóðs og lagalegrar óvissu hefur ríkisvaldið ekki átt hægt um vik í þessum efnum. Engu að síður er óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafa stjórnvöld staðið fyrir jafn umfangsmiklum og víðtækum aðgerðum til að koma til móts við skuldug heimili. Samtals hefur nú um 260 milljörðum króna verið létt af skuldugum heimilum, ekki síst vegna endurútreiknings gengisbundinna lána. Með nýjum dómi Hæstaréttar er þeim lánþegum, sem tóku ólögleg gengisbundin lán fyrir hrun, tryggður enn frekari réttur til leiðréttinga en hingað til hefur legið fyrir. Því ber að fagna enda hefur dómurinn líklega í för með sér að skuldir heimila munu lækka um tugi milljarða króna til viðbótar og staða þeirra batna sem því nemur. Breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu vegna ólöglegra gengislána (Nr. 151/ 2010) voru ekki síst gerðar með það í huga að tryggja lánþegum í hvívetna þann rétt sem dómar Hæstaréttar gáfu leiðsögn um. Í þeim efnum hafa stjórnvöld gengið eins langt og þau hafa talið mögulegt, án þess að skapa ríkissjóði og þar með skattgreiðendum skaðabótaábyrgð. Með lögunum var stigið mikilvægt skref til að tryggja rétt tugþúsunda heimila sem voru með gengisbundin lán í ýmsum formum og óvíst var hvort Hæstiréttur teldi lögmæt eða ólögmæt. Þar var einnig lögð til grundvallar hröð meðferð og jafnræði og á grundvelli þeirra hafa skuldir lánþega verið lækkaðar um vel á annað hundrað milljarða króna á mjög skömmum tíma. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að alltaf lá skýrt fyrir og liggur í raun enn, að lög um þessi efni gátu aldrei og áttu aldrei að rýra rétt lánþega að neinu leyti. Lögin byggðu á fyrri leiðsögn Hæstaréttar um að reikna ætti lægstu vexti Seðlabankans í stað hinna erlendu vaxta allt frá upphafi lántöku. Hin nýja leiðsögn dómsins nú er hins vegar sú að ekki sé heimilt að krefjast hærri vaxta vegna þess sem liðið er hafi vextirnir verið greiddir og fullnaðarkvittun liggi fyrir. Um leið og ég fagna þeim aukna rétti og þeim bætta hag sem nýfallinn dómur Hæstaréttar færir þeim tugþúsundum heimila sem tekið höfðu ólögleg gengisbundin lán, kalla ég eftir samstöðu og yfirvegun allra við úrlausn málsins og álitaefna sem upp koma. Nú er mikilvægt að fjármálafyrirtækin og stjórnvöld sameinist um að leysa með sanngjörnum hætti úr málinu, til hagsbóta fyrir lánþega og heimili þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnar og Alþingis allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að verja heimili landsins fyrir þeim skelfilegu afleiðingum sem hrunið hafði í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Vegna bágrar stöðu ríkissjóðs og lagalegrar óvissu hefur ríkisvaldið ekki átt hægt um vik í þessum efnum. Engu að síður er óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafa stjórnvöld staðið fyrir jafn umfangsmiklum og víðtækum aðgerðum til að koma til móts við skuldug heimili. Samtals hefur nú um 260 milljörðum króna verið létt af skuldugum heimilum, ekki síst vegna endurútreiknings gengisbundinna lána. Með nýjum dómi Hæstaréttar er þeim lánþegum, sem tóku ólögleg gengisbundin lán fyrir hrun, tryggður enn frekari réttur til leiðréttinga en hingað til hefur legið fyrir. Því ber að fagna enda hefur dómurinn líklega í för með sér að skuldir heimila munu lækka um tugi milljarða króna til viðbótar og staða þeirra batna sem því nemur. Breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu vegna ólöglegra gengislána (Nr. 151/ 2010) voru ekki síst gerðar með það í huga að tryggja lánþegum í hvívetna þann rétt sem dómar Hæstaréttar gáfu leiðsögn um. Í þeim efnum hafa stjórnvöld gengið eins langt og þau hafa talið mögulegt, án þess að skapa ríkissjóði og þar með skattgreiðendum skaðabótaábyrgð. Með lögunum var stigið mikilvægt skref til að tryggja rétt tugþúsunda heimila sem voru með gengisbundin lán í ýmsum formum og óvíst var hvort Hæstiréttur teldi lögmæt eða ólögmæt. Þar var einnig lögð til grundvallar hröð meðferð og jafnræði og á grundvelli þeirra hafa skuldir lánþega verið lækkaðar um vel á annað hundrað milljarða króna á mjög skömmum tíma. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að alltaf lá skýrt fyrir og liggur í raun enn, að lög um þessi efni gátu aldrei og áttu aldrei að rýra rétt lánþega að neinu leyti. Lögin byggðu á fyrri leiðsögn Hæstaréttar um að reikna ætti lægstu vexti Seðlabankans í stað hinna erlendu vaxta allt frá upphafi lántöku. Hin nýja leiðsögn dómsins nú er hins vegar sú að ekki sé heimilt að krefjast hærri vaxta vegna þess sem liðið er hafi vextirnir verið greiddir og fullnaðarkvittun liggi fyrir. Um leið og ég fagna þeim aukna rétti og þeim bætta hag sem nýfallinn dómur Hæstaréttar færir þeim tugþúsundum heimila sem tekið höfðu ólögleg gengisbundin lán, kalla ég eftir samstöðu og yfirvegun allra við úrlausn málsins og álitaefna sem upp koma. Nú er mikilvægt að fjármálafyrirtækin og stjórnvöld sameinist um að leysa með sanngjörnum hætti úr málinu, til hagsbóta fyrir lánþega og heimili þessa lands.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun