Hin bandaríska Nina Simone er einn helsti áhrifavaldur Emeli Sandé. Simone var söngkona, píanisti og lagahöfundur sem var þekktust fyrir djassstandarda sína. Auk þess barðist hún fyrir mannréttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Meðal þekktustu laga sem hún flutti á ferli sínum voru Don"t Let Me Be Misunderstood, Feeling Good, My Baby Just Cares For Me, I Put a Spell on You, Ne Me Quitte Pas og Wild is the Wind. Simone lést árið 2003, sjötug að aldri.
Áhrifavaldurinn Nina Simone
