Sameiginleg skylda Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Algjör breyting hefur orðið í forsjármálum barna á 20 árum. Árið 1992 varð fyrst möguleiki samkvæmt lögum að foreldrar færu sameiginlega með forsjá barns eftir skilnað eða sambúðarslit. Fjórtán árum síðar varð sameiginleg forsjá meginregla. Nú er svo komið að í 85% tilvika fara foreldrar sameiginlega með forsjá barna eftir skilnað. Þetta er í samræmi við breytt viðhorf; annars vegar um að uppeldi og umönnun barna sé samvinnuverkefni þar sem foreldrar bera jafna ábyrgð, og hins vegar um að hagur og réttur barnsins, þar á meðal til að njóta beggja foreldra sinna, sé í fyrirrúmi. Þetta er jákvæð þróun en breytir því ekki að enn eru til ljót dæmi um að menn annars vegar firri sig ábyrgð á börnunum sínum og að hins vegar sé foreldrum sem raunverulega vilja og geta sinnt börnunum sínum meinað að umgangast þau. Hvort tveggja felur í sér brot á rétti barnanna. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á barnalögum sem miðar að því að styrkja rétt bæði barna og foreldra í umgengnis- og forsjármálum. Þar eru ýmis mikilvæg nýmæli, ekki sízt um að foreldrum beri skylda til að leita sátta með aðstoð fagfólks áður en hægt er að krefjast úrskurðar eða höfða mál um tiltekin ágreiningsefni. Lagt er til að setja í lögin skýrari ákvæði um að í forsjármálum sé tekið tillit til þess ef annað hvort foreldrið hefur beitt fjölskylduna ofbeldi. Þá er hert á ýmsum ákvæðum sem eiga að tryggja að komið verði á umgengni milli foreldris og barns sem umgengnisréttur hefur verið brotinn á. Frumvarpið er því mikil réttarbót. Hins vegar hefur verið gagnrýnt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi fella úr því tillögu nefndarinnar sem samdi það; að dómari skuli hafa heimild til að úrskurða að foreldrar skuli fara sameiginlega með forsjá barns. Eins og Karvel A. Jónsson, stjórnarmaður í Félagi um foreldrajafnrétti, benti á í grein hér í blaðinu í gær er slík heimild í lögum í hinum norrænu ríkjunum og stendur ekki til að breyta því. Í greinargerð með frumvarpinu er raunar ýtarlegur rökstuðningur fyrir kostum þess fyrirkomulags. Vísað er til þess að slík heimild dómara geti haft jákvæð áhrif á samstarfsvilja foreldra og sporni jafnvel gegn því að annað þeirra heimti að fá eitt forsjá vegna tilfallandi deilumála. Heimildin geti þannig aukið mikilvægi og gagnsemi ráðgjafar og sáttaumleitana í forsjárdeilum. Oft er það því miður svo að fólk leyfir sér að láta forsjárdeilur snúast um eitthvað allt annað en það sem snýr að hagsmunum barnsins – jafnvel ágætlega upplýst og skynsamt fólk að öðru leyti. Í tilvikum þar sem báðir foreldrar eru á annað borð metnir hæfir til að fara með forsjá barns og sinna þörfum þess er í raun nauðsynlegt að dómari hafi heimild til að höggva á hnútinn og segja: Hættið þessari vitleysu og sinnið foreldraskyldum ykkar í sameiningu. Rökin fyrir því að fella þetta ákvæði út úr frumvarpinu eru furðulega rýr í greinargerðinni. Um málið eru sagðar „skiptar skoðanir" og talið rétt að „stíga varlega til jarðar". Því sé rétt að fá reynslu á hin nýju úrræði um sáttameðferð áður en lagðar séu til breytingar því hvernig stofnað skuli til sameiginlegrar forsjár. Alþingi ætti að íhuga að setja aftur inn í frumvarpið upphaflega tillögu, einmitt til að styrkja ákvæðin um sáttameðferð. Eða fara að minnsta kosti fram á skárri rökstuðning frá ráðherranum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Algjör breyting hefur orðið í forsjármálum barna á 20 árum. Árið 1992 varð fyrst möguleiki samkvæmt lögum að foreldrar færu sameiginlega með forsjá barns eftir skilnað eða sambúðarslit. Fjórtán árum síðar varð sameiginleg forsjá meginregla. Nú er svo komið að í 85% tilvika fara foreldrar sameiginlega með forsjá barna eftir skilnað. Þetta er í samræmi við breytt viðhorf; annars vegar um að uppeldi og umönnun barna sé samvinnuverkefni þar sem foreldrar bera jafna ábyrgð, og hins vegar um að hagur og réttur barnsins, þar á meðal til að njóta beggja foreldra sinna, sé í fyrirrúmi. Þetta er jákvæð þróun en breytir því ekki að enn eru til ljót dæmi um að menn annars vegar firri sig ábyrgð á börnunum sínum og að hins vegar sé foreldrum sem raunverulega vilja og geta sinnt börnunum sínum meinað að umgangast þau. Hvort tveggja felur í sér brot á rétti barnanna. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á barnalögum sem miðar að því að styrkja rétt bæði barna og foreldra í umgengnis- og forsjármálum. Þar eru ýmis mikilvæg nýmæli, ekki sízt um að foreldrum beri skylda til að leita sátta með aðstoð fagfólks áður en hægt er að krefjast úrskurðar eða höfða mál um tiltekin ágreiningsefni. Lagt er til að setja í lögin skýrari ákvæði um að í forsjármálum sé tekið tillit til þess ef annað hvort foreldrið hefur beitt fjölskylduna ofbeldi. Þá er hert á ýmsum ákvæðum sem eiga að tryggja að komið verði á umgengni milli foreldris og barns sem umgengnisréttur hefur verið brotinn á. Frumvarpið er því mikil réttarbót. Hins vegar hefur verið gagnrýnt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi fella úr því tillögu nefndarinnar sem samdi það; að dómari skuli hafa heimild til að úrskurða að foreldrar skuli fara sameiginlega með forsjá barns. Eins og Karvel A. Jónsson, stjórnarmaður í Félagi um foreldrajafnrétti, benti á í grein hér í blaðinu í gær er slík heimild í lögum í hinum norrænu ríkjunum og stendur ekki til að breyta því. Í greinargerð með frumvarpinu er raunar ýtarlegur rökstuðningur fyrir kostum þess fyrirkomulags. Vísað er til þess að slík heimild dómara geti haft jákvæð áhrif á samstarfsvilja foreldra og sporni jafnvel gegn því að annað þeirra heimti að fá eitt forsjá vegna tilfallandi deilumála. Heimildin geti þannig aukið mikilvægi og gagnsemi ráðgjafar og sáttaumleitana í forsjárdeilum. Oft er það því miður svo að fólk leyfir sér að láta forsjárdeilur snúast um eitthvað allt annað en það sem snýr að hagsmunum barnsins – jafnvel ágætlega upplýst og skynsamt fólk að öðru leyti. Í tilvikum þar sem báðir foreldrar eru á annað borð metnir hæfir til að fara með forsjá barns og sinna þörfum þess er í raun nauðsynlegt að dómari hafi heimild til að höggva á hnútinn og segja: Hættið þessari vitleysu og sinnið foreldraskyldum ykkar í sameiningu. Rökin fyrir því að fella þetta ákvæði út úr frumvarpinu eru furðulega rýr í greinargerðinni. Um málið eru sagðar „skiptar skoðanir" og talið rétt að „stíga varlega til jarðar". Því sé rétt að fá reynslu á hin nýju úrræði um sáttameðferð áður en lagðar séu til breytingar því hvernig stofnað skuli til sameiginlegrar forsjár. Alþingi ætti að íhuga að setja aftur inn í frumvarpið upphaflega tillögu, einmitt til að styrkja ákvæðin um sáttameðferð. Eða fara að minnsta kosti fram á skárri rökstuðning frá ráðherranum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun