Konur og samkeppnishæfni Evrópu Níu forsætisráðherrar frá Bretlandi og Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum skrifa 7. febrúar 2012 13:00 Efnahagssamdráttur, einkum í Evrópu, hefur verið efst á baugi nær allra alþjóðlegra funda á síðustu tveimur árum. Á fundum þessum höfum við einkum lagt áherslu á að ræða hvernig takast eigi á við efnahagsleg viðfangsefni, svo sem skuldsetningu banka og vaxandi fjárlagahalla. Sjaldan gefst tími til að horfa fram á veginn og ræða hvernig samfélögin geti búið sig undir viðfangsefni komandi tíma eða hvers konar langtíma stefnu við ættum að tileinka okkur til að tryggja börnum og barnabörnum okkar atvinnu, velsæld og sjálfbæran vöxt. Á leiðtogafundi um framtíðarverkefni í norðanverðri Evrópu í Stokkhólmi dagana 8. og 9. febrúar næstkomandi bindum við vonir við að geta breytt þessu. Níu forsætisráðherrar frá Bretlandi, Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum hittast þar ásamt leiðandi sérfræðingum á nýrri tegund leiðtogafundar þar sem fylgt verður eftir fyrsta fundinum sem haldinn var í London fyrir ári. Með því að skiptast á hugmyndum og læra af reynslu hvers annars í kappsamlegum og frjálst flæðandi umræðum ætlum við að ræða hvernig endurheimta megi samkeppnishæfni landa okkar, tryggja atvinnu og þann hagvöxt sem velsæld okkar í framtíðinni hvílir á. Ekki aðeins sameinar landfræðileg lega okkur heldur einnig trú okkar á framtak, nýsköpun og hagvöxt. Það á einnig við það starf sem skilar okkur sameiginlegum markaði, viðskiptasamningum við þá hluta heimsins þar sem vöxturinn er hvað mestur. Jafnframt gildir þetta um viðleitni okkar til að draga úr íþyngjandi regluverki. En við höfum ekki árangur sem erfiði ef mikilvægur hluti þeirra sem geta unnið hafa ekki tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum. Af þeim sökum beinum við sjónum okkar á leiðtogafundinum í þessari viku sérstaklega að tveimur lykilverkefnum sem tryggt geta langtíma hagvöxt og samkeppnishæfni í löndum okkar: Annars vegar hvernig fá megi konur í ríkari mæli til að stofna eigin fyrirtæki og gegna stjórnunarstöðum í fyrirtækjum. Hins vegar hvernig unnt verði að fá eldra fólk til að taka lengur þátt á vinnumarkaðnum í ljósi þeirra áskorana sem samfélög okkar standa frammi fyrir vegna breytinga á aldurssamsetningu. Það var fremur undantekning en regla að konur væru á vinnumarkaði þótt ekki sé horft lengra en eina kynslóð til baka. En síðan hefur hljóðlát bylting átt sér stað. Konur eru nálægt helmingur vinnuaflsins í Evrópusambandinu og eru einnig í vaxandi mæli að verða betur menntaðar en karlar. Nálægt 60% háskólamenntaðs fólks í Bandaríkjunum og Evrópu eru konur. Þrátt fyrir þessa þróun fer því fjarri að hæfileikar kvenna séu að fullu virkjaðir. Konur eru aðeins 31% atvinnurekenda í Evrópu. Enn eru þær í minnihluta í hærri stjórnunarstöðum. Samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er aðeins einn af hverjum tíu stjórnarmönnum í stærstu fyrirtækjunum kona. Þetta á við um fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllum aðildarríkja ESB. Misræmið er mest í æðstu störfunum en meðal þeirra sem slíkum störfum gegna eru aðeins þrjú prósent konur. Hér miðar hægt jafnvel þó að rannsóknir sýni að meiri fjöldi kvenna í stjórnunarstöðum og góður árangur fyrirtækja fylgist að. Á fundi okkar í Stokkhólmi ætlum við hlýða á reynslu hvers annars og ræða mismunandi leiðir að því marki að fleiri konur fáist til atvinnurekstrar og í leiðandi stöður. Svo mikið er víst að ef við leggðum okkur betur fram við að virkja að fullu möguleika kvenna á vinnumarkaði ykist þjóðarframleiðslan verulega um alla Evrópu. Skoðun okkar er skýr: Við höfum ekki efni á að láta slíkt framhjá okkur fara. Annað viðfangsefni okkar í umræðunum í Stokkhólmi snýr að mikilvægum lýðfræðilegum umskiptum í samfélögum okkar og afleiðingum þeirra. Árið 1950 voru lífslíkur á heimsvísu um 46 ár. Nú hafa þær hækkað að meðaltali í 70 ár og nærri því 80 ár innan Evrópusambandsins. Hér er um ótrúlega þróun að ræða. Hún tryggir einstaklingnum lengri og ríkulegri ævidaga. Hún leggur hins vegar þungar byrðar á ríkisvaldið þegar saman fara lág fæðingartíðni og lífeyriskerfi sem þarfnast endurbóta. Æ færri af yngri kynslóðinni, sem stundar atvinnu og greiðir skatta, þurfa að bera uppi vaxandi fjölda eldri borgara. Reynslan sýnir að í stað þess að hækka lífeyrisaldur megi hvetja eldra fólk til að vera lengur úti á vinnumarkaðinum. Margir eldri borgarar fagna þessu, sér í lagi þar eð margir þeirra búa við góða heilsu, jafnvel á áttræðisaldri. Málið snýst í raun frekar um að breyta viðhorfum og viðmiðum annarra aldurshópa í samfélaginu. Til að mynda mætti einnig athuga hvernig breyta má menntun og starfsframakerfum til að auðvelda fólki að hefja störf á nýjum vettvangi. Laga má vinnuskilyrði að þessu og gera vinnutímann sveigjanlegri. Á leiðtogafundinum um framtíðarverkefni í norðanverðri Evrópu ætlum við að ræða öll þessi álitaefni í því skyni að stuðla að atorkusemi eldri borgara og samfélagi fyrir allar kynslóðir. Af hálfu leiðtogafundar um framtíðarverkefni í norðanverðri Evrópu ætlum við að varpa ljósi á umrædd viðfangsefni, deila reynslu okkar og beina sjónum að tilraunum til að brjóta niður þá múra sem hamla því allt of oft enn þá að konur og eldra fólk fái svalað metnaði sínum í störfum sínum. Þetta eru viðfangsefni sem allt of sjaldan gefst tími til að ræða á alþjóðlegum samkomum. Þetta eru viðfangsefni sem leiðtogafundur um framtíðarverkefni í norðanverðri Evrópu tekur til athugunar með einstæðum hætti. Boðskapur okkar er skýr – svörin skipta sköpum fyrir þann vöxt og samkeppnishæfni sem Evrópa þarf svo sárlega á að halda.Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar,Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur,Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands,Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands,Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands,Andrius Kubilius, forsætisráðherra Litháens,Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs,David Cameron, forsætisráðherra Bretlands,Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Efnahagssamdráttur, einkum í Evrópu, hefur verið efst á baugi nær allra alþjóðlegra funda á síðustu tveimur árum. Á fundum þessum höfum við einkum lagt áherslu á að ræða hvernig takast eigi á við efnahagsleg viðfangsefni, svo sem skuldsetningu banka og vaxandi fjárlagahalla. Sjaldan gefst tími til að horfa fram á veginn og ræða hvernig samfélögin geti búið sig undir viðfangsefni komandi tíma eða hvers konar langtíma stefnu við ættum að tileinka okkur til að tryggja börnum og barnabörnum okkar atvinnu, velsæld og sjálfbæran vöxt. Á leiðtogafundi um framtíðarverkefni í norðanverðri Evrópu í Stokkhólmi dagana 8. og 9. febrúar næstkomandi bindum við vonir við að geta breytt þessu. Níu forsætisráðherrar frá Bretlandi, Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum hittast þar ásamt leiðandi sérfræðingum á nýrri tegund leiðtogafundar þar sem fylgt verður eftir fyrsta fundinum sem haldinn var í London fyrir ári. Með því að skiptast á hugmyndum og læra af reynslu hvers annars í kappsamlegum og frjálst flæðandi umræðum ætlum við að ræða hvernig endurheimta megi samkeppnishæfni landa okkar, tryggja atvinnu og þann hagvöxt sem velsæld okkar í framtíðinni hvílir á. Ekki aðeins sameinar landfræðileg lega okkur heldur einnig trú okkar á framtak, nýsköpun og hagvöxt. Það á einnig við það starf sem skilar okkur sameiginlegum markaði, viðskiptasamningum við þá hluta heimsins þar sem vöxturinn er hvað mestur. Jafnframt gildir þetta um viðleitni okkar til að draga úr íþyngjandi regluverki. En við höfum ekki árangur sem erfiði ef mikilvægur hluti þeirra sem geta unnið hafa ekki tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum. Af þeim sökum beinum við sjónum okkar á leiðtogafundinum í þessari viku sérstaklega að tveimur lykilverkefnum sem tryggt geta langtíma hagvöxt og samkeppnishæfni í löndum okkar: Annars vegar hvernig fá megi konur í ríkari mæli til að stofna eigin fyrirtæki og gegna stjórnunarstöðum í fyrirtækjum. Hins vegar hvernig unnt verði að fá eldra fólk til að taka lengur þátt á vinnumarkaðnum í ljósi þeirra áskorana sem samfélög okkar standa frammi fyrir vegna breytinga á aldurssamsetningu. Það var fremur undantekning en regla að konur væru á vinnumarkaði þótt ekki sé horft lengra en eina kynslóð til baka. En síðan hefur hljóðlát bylting átt sér stað. Konur eru nálægt helmingur vinnuaflsins í Evrópusambandinu og eru einnig í vaxandi mæli að verða betur menntaðar en karlar. Nálægt 60% háskólamenntaðs fólks í Bandaríkjunum og Evrópu eru konur. Þrátt fyrir þessa þróun fer því fjarri að hæfileikar kvenna séu að fullu virkjaðir. Konur eru aðeins 31% atvinnurekenda í Evrópu. Enn eru þær í minnihluta í hærri stjórnunarstöðum. Samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er aðeins einn af hverjum tíu stjórnarmönnum í stærstu fyrirtækjunum kona. Þetta á við um fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllum aðildarríkja ESB. Misræmið er mest í æðstu störfunum en meðal þeirra sem slíkum störfum gegna eru aðeins þrjú prósent konur. Hér miðar hægt jafnvel þó að rannsóknir sýni að meiri fjöldi kvenna í stjórnunarstöðum og góður árangur fyrirtækja fylgist að. Á fundi okkar í Stokkhólmi ætlum við hlýða á reynslu hvers annars og ræða mismunandi leiðir að því marki að fleiri konur fáist til atvinnurekstrar og í leiðandi stöður. Svo mikið er víst að ef við leggðum okkur betur fram við að virkja að fullu möguleika kvenna á vinnumarkaði ykist þjóðarframleiðslan verulega um alla Evrópu. Skoðun okkar er skýr: Við höfum ekki efni á að láta slíkt framhjá okkur fara. Annað viðfangsefni okkar í umræðunum í Stokkhólmi snýr að mikilvægum lýðfræðilegum umskiptum í samfélögum okkar og afleiðingum þeirra. Árið 1950 voru lífslíkur á heimsvísu um 46 ár. Nú hafa þær hækkað að meðaltali í 70 ár og nærri því 80 ár innan Evrópusambandsins. Hér er um ótrúlega þróun að ræða. Hún tryggir einstaklingnum lengri og ríkulegri ævidaga. Hún leggur hins vegar þungar byrðar á ríkisvaldið þegar saman fara lág fæðingartíðni og lífeyriskerfi sem þarfnast endurbóta. Æ færri af yngri kynslóðinni, sem stundar atvinnu og greiðir skatta, þurfa að bera uppi vaxandi fjölda eldri borgara. Reynslan sýnir að í stað þess að hækka lífeyrisaldur megi hvetja eldra fólk til að vera lengur úti á vinnumarkaðinum. Margir eldri borgarar fagna þessu, sér í lagi þar eð margir þeirra búa við góða heilsu, jafnvel á áttræðisaldri. Málið snýst í raun frekar um að breyta viðhorfum og viðmiðum annarra aldurshópa í samfélaginu. Til að mynda mætti einnig athuga hvernig breyta má menntun og starfsframakerfum til að auðvelda fólki að hefja störf á nýjum vettvangi. Laga má vinnuskilyrði að þessu og gera vinnutímann sveigjanlegri. Á leiðtogafundinum um framtíðarverkefni í norðanverðri Evrópu ætlum við að ræða öll þessi álitaefni í því skyni að stuðla að atorkusemi eldri borgara og samfélagi fyrir allar kynslóðir. Af hálfu leiðtogafundar um framtíðarverkefni í norðanverðri Evrópu ætlum við að varpa ljósi á umrædd viðfangsefni, deila reynslu okkar og beina sjónum að tilraunum til að brjóta niður þá múra sem hamla því allt of oft enn þá að konur og eldra fólk fái svalað metnaði sínum í störfum sínum. Þetta eru viðfangsefni sem allt of sjaldan gefst tími til að ræða á alþjóðlegum samkomum. Þetta eru viðfangsefni sem leiðtogafundur um framtíðarverkefni í norðanverðri Evrópu tekur til athugunar með einstæðum hætti. Boðskapur okkar er skýr – svörin skipta sköpum fyrir þann vöxt og samkeppnishæfni sem Evrópa þarf svo sárlega á að halda.Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar,Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur,Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands,Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands,Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands,Andrius Kubilius, forsætisráðherra Litháens,Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs,David Cameron, forsætisráðherra Bretlands,Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun