Hefði vanalega tekið dramakast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2012 07:00 Helga Margrét með þjálfaranum Agne Bergvall. Mynd/Hans Uurike Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina. Helga Margrét fékk 4.298 stig en gamla metið var 4.205 stig. Helga Margrét tryggði sér metið með því að hlaupa 800 metrana á 2.12,97 mínútum sem er mun hraðari tími en þegar hún setti gamla metið. „Þetta var virkilega gaman. Það voru komin tvö ár síðan að ég setti þetta Íslandsmet þannig að þetta var kærkomið," sagði Helga Margrét sem gat lítið keppt á síðasta tímabili vegna meiðsla. „Þetta er að smella hægt og rólega hjá mér. Ég þarf bara að vera þolinmóð. Þessi meiðsli sem ég hef verið að glíma við setja sitt mark á þessa þraut. Ég hef ekki mikið getað hlaupið grindarhlaup eða stokkið langstökk á æfingum. Þetta eru þær greinar þar sem ég á mest inni í þessari þraut. Ég er samt farin að geta gert þetta allt saman verkjalaust og það er það besta við þetta," segir Helga Margrét en það vakti athygli að hún kom mjög sterk til baka eftir að hafa byrjað illa í 60 metra grindarhlaupinu. „Mesta bætingin hjá mér fyrir þessa þraut var í sjöttu greininni. Ég ákvað fyrir þrautina að sjötta greinin yrði hugarfarið hjá mér. Ég vissi að ég ætti mesti inni þar og það skilaði sér klárlega. Ég fékk áskorun á að finna alltaf eitthvað jákvætt eftir hvert stökk, hvert kast eða hvert hlaup hversu slæmt sem það var. Það var það sem mér fannst hjálpa mér mest," segir Helga og bætir við: „Ég náði mjög slæmum tíma í fyrstu grein og ég hefði vanalega farið í eitthvað dramakast og fundist heimurinn vera að farast. Núna hugsaði ég ekki um það og brosti bara. Maður finnur það núna hversu mikill léttir það er að maður gert ekki gert annað en að taka úrslitunum eins og þau eru," segir Helga en það eru spennandi hlutir fram undan hjá henni. „Eftir tvær vikur fer ég til Hollands eða Austurríkis og keppi þar í fimmtarþraut. Við reiknum þá með að innanhússtímabilinu sé lokið því við ætlum að hætta snemma í ár. Svo byrja ég utanhússtímabilið snemma því við förum til Ástralíu og ég keppni á opna ástralska mótinu í sjöþraut sem fer fram um miðjan apríl. Ég ætla að reyna að ná lágmarki á Ólympíuleikana sem fyrst," segir Helga sem er mjög spennt. „Ég fer fyrst í æfingabúðir í þrjár vikur og enda síðan á því að keppa í sjöþrautinni. Mér líst mjög vel á það plan. Þetta Íslandsmet er gott upphaf að leiðinni að því að ná lágmarkinu til London og það mun gefa mér aukakraft," segir Helga Margrét. Frjálsar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina. Helga Margrét fékk 4.298 stig en gamla metið var 4.205 stig. Helga Margrét tryggði sér metið með því að hlaupa 800 metrana á 2.12,97 mínútum sem er mun hraðari tími en þegar hún setti gamla metið. „Þetta var virkilega gaman. Það voru komin tvö ár síðan að ég setti þetta Íslandsmet þannig að þetta var kærkomið," sagði Helga Margrét sem gat lítið keppt á síðasta tímabili vegna meiðsla. „Þetta er að smella hægt og rólega hjá mér. Ég þarf bara að vera þolinmóð. Þessi meiðsli sem ég hef verið að glíma við setja sitt mark á þessa þraut. Ég hef ekki mikið getað hlaupið grindarhlaup eða stokkið langstökk á æfingum. Þetta eru þær greinar þar sem ég á mest inni í þessari þraut. Ég er samt farin að geta gert þetta allt saman verkjalaust og það er það besta við þetta," segir Helga Margrét en það vakti athygli að hún kom mjög sterk til baka eftir að hafa byrjað illa í 60 metra grindarhlaupinu. „Mesta bætingin hjá mér fyrir þessa þraut var í sjöttu greininni. Ég ákvað fyrir þrautina að sjötta greinin yrði hugarfarið hjá mér. Ég vissi að ég ætti mesti inni þar og það skilaði sér klárlega. Ég fékk áskorun á að finna alltaf eitthvað jákvætt eftir hvert stökk, hvert kast eða hvert hlaup hversu slæmt sem það var. Það var það sem mér fannst hjálpa mér mest," segir Helga og bætir við: „Ég náði mjög slæmum tíma í fyrstu grein og ég hefði vanalega farið í eitthvað dramakast og fundist heimurinn vera að farast. Núna hugsaði ég ekki um það og brosti bara. Maður finnur það núna hversu mikill léttir það er að maður gert ekki gert annað en að taka úrslitunum eins og þau eru," segir Helga en það eru spennandi hlutir fram undan hjá henni. „Eftir tvær vikur fer ég til Hollands eða Austurríkis og keppi þar í fimmtarþraut. Við reiknum þá með að innanhússtímabilinu sé lokið því við ætlum að hætta snemma í ár. Svo byrja ég utanhússtímabilið snemma því við förum til Ástralíu og ég keppni á opna ástralska mótinu í sjöþraut sem fer fram um miðjan apríl. Ég ætla að reyna að ná lágmarki á Ólympíuleikana sem fyrst," segir Helga sem er mjög spennt. „Ég fer fyrst í æfingabúðir í þrjár vikur og enda síðan á því að keppa í sjöþrautinni. Mér líst mjög vel á það plan. Þetta Íslandsmet er gott upphaf að leiðinni að því að ná lágmarkinu til London og það mun gefa mér aukakraft," segir Helga Margrét.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira