Fjör á fjöllum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. febrúar 2012 12:00 Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja á ný í The Grey. Bíó. The Grey. Leikstjórn: Joe Carnahan. Leikarar: Liam Neeson, Frank Grillo, Dermot Mulroney, Dallas Roberts, Joe Anderson, Nonso Anozie, James Badge Dale. Úlfaveiðimaðurinn Ottway (Liam Neeson) er á barmi sjálfsvígs þegar hann lendir í flugslysi í snævi þöktum fjöllum Alaska. Hann kemst þó lifandi úr brakinu og tekst að bjarga sex öðrum, en enginn veit hvar þeir eru staddir og hungraðir úlfar sitja um sjömenningana. Það er vissulega kaldhæðnislegt að fylgjast með manni í sjálfsvígshugleiðingum berjast fyrir lífi sínu og reynir myndin að segja manni sitthvað um lífið og dauðann. Joe Carnahan er ágætur leikstjóri og skapar hér margar eftirminnilegar senur. Sjálft flugslysið er frábærlega sviðsett og atriðið þar sem mennirnir hanga yfir þverhnípi á samanhnýttum fatapjötlum er ógleymanlegt. Úlfarnir eru mis-raunverulegir en sleppa fyrir horn. Tónlist er notuð sparlega og kemur það vel út að sleppa henni, eins og gert er í sumum af æsilegri atriðunum. Líkt og margar aðrar myndir af svipuðum toga reynir The Grey að tvinna saman hrollvekjandi spennu og listræna dramatík. Sem spennumynd virkar hún fullkomlega. Grimmileg veðráttan, gólandi úlfarnir og glæfraleg hengiflug halda áhorfandanum í heljargreipum og Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja enn á ný. Dramatíkin er hins vegar klaufaleg á köflum og yfirlýstar dagdraumasenurnar þar sem kona Ottways hvíslar til hans valda flissi frekar en að vekja forvitni. Niðurstaða: Hörkuspennandi fjallatryllir sem nær þó litlu dramatísku flugi. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Bíó. The Grey. Leikstjórn: Joe Carnahan. Leikarar: Liam Neeson, Frank Grillo, Dermot Mulroney, Dallas Roberts, Joe Anderson, Nonso Anozie, James Badge Dale. Úlfaveiðimaðurinn Ottway (Liam Neeson) er á barmi sjálfsvígs þegar hann lendir í flugslysi í snævi þöktum fjöllum Alaska. Hann kemst þó lifandi úr brakinu og tekst að bjarga sex öðrum, en enginn veit hvar þeir eru staddir og hungraðir úlfar sitja um sjömenningana. Það er vissulega kaldhæðnislegt að fylgjast með manni í sjálfsvígshugleiðingum berjast fyrir lífi sínu og reynir myndin að segja manni sitthvað um lífið og dauðann. Joe Carnahan er ágætur leikstjóri og skapar hér margar eftirminnilegar senur. Sjálft flugslysið er frábærlega sviðsett og atriðið þar sem mennirnir hanga yfir þverhnípi á samanhnýttum fatapjötlum er ógleymanlegt. Úlfarnir eru mis-raunverulegir en sleppa fyrir horn. Tónlist er notuð sparlega og kemur það vel út að sleppa henni, eins og gert er í sumum af æsilegri atriðunum. Líkt og margar aðrar myndir af svipuðum toga reynir The Grey að tvinna saman hrollvekjandi spennu og listræna dramatík. Sem spennumynd virkar hún fullkomlega. Grimmileg veðráttan, gólandi úlfarnir og glæfraleg hengiflug halda áhorfandanum í heljargreipum og Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja enn á ný. Dramatíkin er hins vegar klaufaleg á köflum og yfirlýstar dagdraumasenurnar þar sem kona Ottways hvíslar til hans valda flissi frekar en að vekja forvitni. Niðurstaða: Hörkuspennandi fjallatryllir sem nær þó litlu dramatísku flugi.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira