Geri ekki upp á milli íþróttanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2012 07:00 Marín Laufey hefur æft körfubolta í 6 ár og glímu í fjögur ár. Marín Laufey Davíðsdóttir úr Héraðssambandinu Skarphéðni sigraði í opnum flokki á Bikarmóti Íslands í glímu á laugardaginn. Hún hafði ekki langan tíma til að fagna sigrinum því síðar um daginn var hún í eldlínunni með Hamri sem sigraði Fjölni í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Dagurinn byrjaði reyndar ekkert sérstaklega fyrir Marín sem varð að sætta sig við 4. sætið í sínum þyngdarflokki, 65+ kg flokki. Hún sagðist ekki hafa mætt nógu ákveðin til leiks en það átti eftir að breytast þegar kom að opna flokknum síðar um daginn. Þar lagði hún alla andstæðinga sína að velli og sigraði Guðbjörtu Lóu Þorgrímsdóttur úr Glímufélagi Dalamanna í úrslitum með klofbragði. „Vegna hæðarinnar á ég auðveldara með hábrögðin og klofbragðið hefur verið að nýtast mér mjög vel," sagði Marín sem er hávaxnari en stöllur hennar í glímunni. Í klofbragðinu er önnur löppin á milli fóta andstæðingsins, honum lyft upp og komið úr jafnvægi áður en hann lendir á gólfinu. Að úrslitaglímunni lokinni var brunað í Grafarvoginn þangað sem Hamarskonur sóttu Fjölni heim. „Það kom mér á óvart hvað ég var lítið þreytt eftir glímuna. En um kvöldið var ég svo örmagna," sagði Marín sem skoraði 12 stig og tók 11 fráköst í 81-76 útisigri Hvergerðinga. Marín, sem verður 17 ára í maí, segir íþróttirnar eiga ýmislegt sameiginlegt. Þannig nýtist sprengikrafturinn og snerpan í báðum íþróttum. „Í glímunni skiptir maður allt í einu úr stíganda yfir í bragð þar sem þarf mikinn kraft. Hið sama er uppi á teningnum í körfunni þegar maður þarf að spretta upp völlinn eftir að hafa staðið vaktina í vörninni," segir Marín. Sunnlendingurinn hefur í nógu að snúast. Auk þess að sinna glímunni og körfuboltanum er hún í hestamennsku á sumrin. Hún segist reyna að sinna öllu sem hún geri vel en körfuboltinn fái þó heilt á litið mesta athygli. „Eftir því sem maður verður eldri eykst pressan að velja þá íþrótt sem maður vill einblína á. Ég er samt ekki komin á þann stað ennþá," segir Marín sem á greinilega framtíðina fyrir sér á fleiri sviðum en einu. Pétur Eyþórsson úr Glímufélaginu Ármanni vann sigur í opnum flokki karla eftir úrslitaglímur við frænda sinn og Mývetninginn Bjarna Þór Gunnarsson. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Sjá meira
Marín Laufey Davíðsdóttir úr Héraðssambandinu Skarphéðni sigraði í opnum flokki á Bikarmóti Íslands í glímu á laugardaginn. Hún hafði ekki langan tíma til að fagna sigrinum því síðar um daginn var hún í eldlínunni með Hamri sem sigraði Fjölni í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Dagurinn byrjaði reyndar ekkert sérstaklega fyrir Marín sem varð að sætta sig við 4. sætið í sínum þyngdarflokki, 65+ kg flokki. Hún sagðist ekki hafa mætt nógu ákveðin til leiks en það átti eftir að breytast þegar kom að opna flokknum síðar um daginn. Þar lagði hún alla andstæðinga sína að velli og sigraði Guðbjörtu Lóu Þorgrímsdóttur úr Glímufélagi Dalamanna í úrslitum með klofbragði. „Vegna hæðarinnar á ég auðveldara með hábrögðin og klofbragðið hefur verið að nýtast mér mjög vel," sagði Marín sem er hávaxnari en stöllur hennar í glímunni. Í klofbragðinu er önnur löppin á milli fóta andstæðingsins, honum lyft upp og komið úr jafnvægi áður en hann lendir á gólfinu. Að úrslitaglímunni lokinni var brunað í Grafarvoginn þangað sem Hamarskonur sóttu Fjölni heim. „Það kom mér á óvart hvað ég var lítið þreytt eftir glímuna. En um kvöldið var ég svo örmagna," sagði Marín sem skoraði 12 stig og tók 11 fráköst í 81-76 útisigri Hvergerðinga. Marín, sem verður 17 ára í maí, segir íþróttirnar eiga ýmislegt sameiginlegt. Þannig nýtist sprengikrafturinn og snerpan í báðum íþróttum. „Í glímunni skiptir maður allt í einu úr stíganda yfir í bragð þar sem þarf mikinn kraft. Hið sama er uppi á teningnum í körfunni þegar maður þarf að spretta upp völlinn eftir að hafa staðið vaktina í vörninni," segir Marín. Sunnlendingurinn hefur í nógu að snúast. Auk þess að sinna glímunni og körfuboltanum er hún í hestamennsku á sumrin. Hún segist reyna að sinna öllu sem hún geri vel en körfuboltinn fái þó heilt á litið mesta athygli. „Eftir því sem maður verður eldri eykst pressan að velja þá íþrótt sem maður vill einblína á. Ég er samt ekki komin á þann stað ennþá," segir Marín sem á greinilega framtíðina fyrir sér á fleiri sviðum en einu. Pétur Eyþórsson úr Glímufélaginu Ármanni vann sigur í opnum flokki karla eftir úrslitaglímur við frænda sinn og Mývetninginn Bjarna Þór Gunnarsson.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti