Í orði en ekki á borði Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 30. janúar 2012 06:00 Borgaryfirvöld sæta harðri gagnrýni um þessar mundir fyrir hvernig staðið er að sameiningu skóla í Grafarvogi og foreldrar í Hvassaleitisskóla eru æfir yfir skorti á samráði. Upplýsingaflæðið er slakt og foreldrar fá ekki svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Þetta skapar óvissu sem leiðir af sér óöryggi og kvíða fyrir því sem koma skal. Hér er um framtíð barna að ræða og því eðlilegt að foreldrar vilji skýrari svör og einhvers konar staðfestingu á því að gæði skólastarfsins verði ekki skert. Frá því að tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í mars 2011 hefur talsverður titringur verið í kringum sameiningarferlið. Vissulega skapa breytingar alltaf ákveðna óvissu en ítrekað er rætt um að þá skipti sköpum að víðtækt samráð sé viðhaft og allur undirbúningur vel ígrundaður. Formaður foreldrafélags Hamraskóla í Grafarvogi sem sat í stýrihópi borgaryfirvalda um sameiningu unglingadeilda í þremur grunnskólum í borgarhlutanum hefur nú sagt sig úr hópnum. Ástæðan var skortur á samráði. Spurningum hennar var ekki svarað og þeim vísað frá umræðu þar sem þetta þótti ekki rétti vettvangurinn. Hvaða vettvang átti fulltrúi foreldra þá að nota? Sameiningunni var mótmælt á fjölmennum fundi þar sem um 200 foreldrar komu saman og gagnrýndu slælegan undirbúning og sýndarsamráð. Enginn fulltrúi skólayfirvalda var á svæðinu. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar fundar sem haldinn var 24. janúar síðastliðinn með skólastjórnendum og skólayfirvöldum. Þar mótmæltu foreldrar þeim áformum að skólayfirvöld ætli að hýsa stóran hluta nemenda Breiðagerðisskóla í Hvassaleitisskóla næsta vetur meðan byggingarframkvæmdir standa yfir í Breiðagerðisskóla. Stjórn foreldrafélagsins segir þetta gert án lögbundins samráðs við foreldra og skólaráð. Á sama tíma standi yfir viðkvæmt og umdeilt sameiningarferli í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Þarf þetta að vera svona? Hvers vegna er ekki hægt að virða lög og reglur um virkt samráð? Hér er ekki einungis um rétt foreldra að ræða heldur einnig auknar líkur á farsælli niðurstöðu. Reynslan sýnir að virkt samráð tryggir betri lausn. Ekki er um raunverulegt samráð að ræða ef foreldrum er ekki veittur raunhæfur frestur og tækifæri til að kynna sér breytingar og hafa áhrif á þær. Formaður Heimilis og skóla, Ketill B. Magnússon, kynnti áskorun til sveitarfélaga og skólayfirvalda á skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember 2011 þar sem óskað var eftir samráði við foreldra (sjá heimasíðu samtakanna http://heimiliogskoli.is). Þar kom m.a. fram að kynning á niðurstöðum án möguleika til áhrifa, eins og einhver sveitarfélög hafa gert að undanförnu, sé sýndarsamráð og Heimili og skóli fordæma slík vinnubrögð. Til eru dæmi um gott samráð við fulltrúa foreldra um skólamálefni þar sem hlustað er á og tekið tillit til sjónarmiða foreldra. Hvernig væri að fylgja góðu fordæmi? Þegar foreldrar láta í sér heyra og eru augljóslega ósáttir við stöðu mála þá væri heillavænlegast fyrir skólayfirvöld og borgarfulltrúa að láta það eiga sig að stökkva í hinar pólitísku skotgrafir. Þær eru til þess gerðar að fresta því að viðunandi lausn náist, líkt og tíðkast hefur með raunverulegar skotgrafir. Ræðum saman og finnum góða lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Borgaryfirvöld sæta harðri gagnrýni um þessar mundir fyrir hvernig staðið er að sameiningu skóla í Grafarvogi og foreldrar í Hvassaleitisskóla eru æfir yfir skorti á samráði. Upplýsingaflæðið er slakt og foreldrar fá ekki svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Þetta skapar óvissu sem leiðir af sér óöryggi og kvíða fyrir því sem koma skal. Hér er um framtíð barna að ræða og því eðlilegt að foreldrar vilji skýrari svör og einhvers konar staðfestingu á því að gæði skólastarfsins verði ekki skert. Frá því að tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í mars 2011 hefur talsverður titringur verið í kringum sameiningarferlið. Vissulega skapa breytingar alltaf ákveðna óvissu en ítrekað er rætt um að þá skipti sköpum að víðtækt samráð sé viðhaft og allur undirbúningur vel ígrundaður. Formaður foreldrafélags Hamraskóla í Grafarvogi sem sat í stýrihópi borgaryfirvalda um sameiningu unglingadeilda í þremur grunnskólum í borgarhlutanum hefur nú sagt sig úr hópnum. Ástæðan var skortur á samráði. Spurningum hennar var ekki svarað og þeim vísað frá umræðu þar sem þetta þótti ekki rétti vettvangurinn. Hvaða vettvang átti fulltrúi foreldra þá að nota? Sameiningunni var mótmælt á fjölmennum fundi þar sem um 200 foreldrar komu saman og gagnrýndu slælegan undirbúning og sýndarsamráð. Enginn fulltrúi skólayfirvalda var á svæðinu. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar fundar sem haldinn var 24. janúar síðastliðinn með skólastjórnendum og skólayfirvöldum. Þar mótmæltu foreldrar þeim áformum að skólayfirvöld ætli að hýsa stóran hluta nemenda Breiðagerðisskóla í Hvassaleitisskóla næsta vetur meðan byggingarframkvæmdir standa yfir í Breiðagerðisskóla. Stjórn foreldrafélagsins segir þetta gert án lögbundins samráðs við foreldra og skólaráð. Á sama tíma standi yfir viðkvæmt og umdeilt sameiningarferli í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Þarf þetta að vera svona? Hvers vegna er ekki hægt að virða lög og reglur um virkt samráð? Hér er ekki einungis um rétt foreldra að ræða heldur einnig auknar líkur á farsælli niðurstöðu. Reynslan sýnir að virkt samráð tryggir betri lausn. Ekki er um raunverulegt samráð að ræða ef foreldrum er ekki veittur raunhæfur frestur og tækifæri til að kynna sér breytingar og hafa áhrif á þær. Formaður Heimilis og skóla, Ketill B. Magnússon, kynnti áskorun til sveitarfélaga og skólayfirvalda á skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember 2011 þar sem óskað var eftir samráði við foreldra (sjá heimasíðu samtakanna http://heimiliogskoli.is). Þar kom m.a. fram að kynning á niðurstöðum án möguleika til áhrifa, eins og einhver sveitarfélög hafa gert að undanförnu, sé sýndarsamráð og Heimili og skóli fordæma slík vinnubrögð. Til eru dæmi um gott samráð við fulltrúa foreldra um skólamálefni þar sem hlustað er á og tekið tillit til sjónarmiða foreldra. Hvernig væri að fylgja góðu fordæmi? Þegar foreldrar láta í sér heyra og eru augljóslega ósáttir við stöðu mála þá væri heillavænlegast fyrir skólayfirvöld og borgarfulltrúa að láta það eiga sig að stökkva í hinar pólitísku skotgrafir. Þær eru til þess gerðar að fresta því að viðunandi lausn náist, líkt og tíðkast hefur með raunverulegar skotgrafir. Ræðum saman og finnum góða lausn.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar