Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir húseigendur að auka gæði húsbygginga á Íslandi og draga þar með úr göllum og viðhaldskostnaði, enda má áætla að heildarverðmæti bygginga á Íslandi nemi um 5.000 milljörðum króna, segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.
Með nýjum lögum um mannvirki og nýrri byggingarreglugerð er ætlunin að stuðla að auknum gæðum í mannvirkjagerð, segir Björn. Fjölmargar breytingar eru í nýju reglugerðinni, en þær eru ekki afturvirkar og gilda aðeins fyrir nýjar byggingar.
Meðal þess sem á að tryggja með nýju byggingarreglugerðinni er betra aðgengi fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir, heyrnarskertir og sjónskertir.
Björn segir einnig auknar kröfur gerðar til húsa um orkunýtingu. Þó að orka til húshitunar sé fremur ódýr hér á landi verði að hafa í huga að húsnæði sé byggt til langs tíma, og flest bendi til þess að orkuverð hér á landi muni hækka umtalsvert í framtíðinni. Þá er markmiðið einnig að auka sjálfbærni með því að huga vel að því hvaða efni fara í byggingarnar og hvernig þeim verði fargað þegar þær eru rifnar, segir Björn. - bj
Verðmæti húsa 5.000 milljarðar

Mest lesið

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent

Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent


Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins
Viðskipti innlent


„Þetta er framar okkar björtustu vonum“
Viðskipti innlent


Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent