550 sílíkonaðgerðir á ári 24. janúar 2012 07:00 Árlega láta að minnsta kosti 550 konur hér á landi stækka á sér brjóstin eða endurnýja gamlar sílíkonfyllingar. Er þessi fjöldi miðaður við síðustu þrjú ár. Hlutfall endurnýjana getur verið allt að fjórðungur af heildartölunni, en oftast er mælst til þess að púðar séu endurnýjaðir á fimm til tíu ára fresti. Brjóstastækkun kostar á bilinu 400 til rúmlega 520 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur innflutningur á sílíkonpúðum til fegrunaraðgerða stóraukist á síðustu árum. Sala á púðum til lýtalækna tók stökk árið 2010, þegar rúmlega 550 pör voru flutt til landsins. Árin áður voru að minnsta kosti um 350 pör flutt inn. Er þetta fyrir utan hina umdeildu PIP-púða, sem lýtalæknirinn Jens Kjartansson flutti inn á árunum 2000 til 2010 og setti í brjóst um 440 kvenna. Þessar 550 stækkanir eru fyrir utan brjóstauppbyggingar eftir krabbamein, en samkvæmt nýjustu tölum frá Landlæknisembættinu voru gerðar 126 brjóstnámsaðgerðir árið 2009. Eins og greint hefur verið frá að undanförnu hefur landlæknir óskað eftir upplýsingum frá tólf lýtalæknum sem reka stofur hér á landi. Frestur til svara rann út fyrir viku, en einungis helmingurinn hefur svarað formlega. Af þessum tólf hefur einn sent inn skriflegar upplýsingar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir ári að engar opinberar tölur væru til hér á landi um fjölda brjóstastækkana eða fegrunaraðgerða almennt. Þó kveður á um slíkt í lögum frá árinu 2007; það er að Landlæknisembættið eigi að halda utan um upplýsingar er varða allar læknisfræðilegar aðgerðir sem framkvæmdar eru hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu hefur sú vinna verið í gangi undanfarin misseri að safna þessum upplýsingum, en það hafi gengið hægt. - sv Lýtalækningar PIP-brjóstapúðar Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Árlega láta að minnsta kosti 550 konur hér á landi stækka á sér brjóstin eða endurnýja gamlar sílíkonfyllingar. Er þessi fjöldi miðaður við síðustu þrjú ár. Hlutfall endurnýjana getur verið allt að fjórðungur af heildartölunni, en oftast er mælst til þess að púðar séu endurnýjaðir á fimm til tíu ára fresti. Brjóstastækkun kostar á bilinu 400 til rúmlega 520 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur innflutningur á sílíkonpúðum til fegrunaraðgerða stóraukist á síðustu árum. Sala á púðum til lýtalækna tók stökk árið 2010, þegar rúmlega 550 pör voru flutt til landsins. Árin áður voru að minnsta kosti um 350 pör flutt inn. Er þetta fyrir utan hina umdeildu PIP-púða, sem lýtalæknirinn Jens Kjartansson flutti inn á árunum 2000 til 2010 og setti í brjóst um 440 kvenna. Þessar 550 stækkanir eru fyrir utan brjóstauppbyggingar eftir krabbamein, en samkvæmt nýjustu tölum frá Landlæknisembættinu voru gerðar 126 brjóstnámsaðgerðir árið 2009. Eins og greint hefur verið frá að undanförnu hefur landlæknir óskað eftir upplýsingum frá tólf lýtalæknum sem reka stofur hér á landi. Frestur til svara rann út fyrir viku, en einungis helmingurinn hefur svarað formlega. Af þessum tólf hefur einn sent inn skriflegar upplýsingar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir ári að engar opinberar tölur væru til hér á landi um fjölda brjóstastækkana eða fegrunaraðgerða almennt. Þó kveður á um slíkt í lögum frá árinu 2007; það er að Landlæknisembættið eigi að halda utan um upplýsingar er varða allar læknisfræðilegar aðgerðir sem framkvæmdar eru hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu hefur sú vinna verið í gangi undanfarin misseri að safna þessum upplýsingum, en það hafi gengið hægt. - sv
Lýtalækningar PIP-brjóstapúðar Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira