Vel heppnaðir Reykjavíkurleikar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2012 06:30 Ungir dansarar í keppni á Reykjavíkurleikunum í gær. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurleikarnir fóru fram í fimmta sinn nú um helgina og tókst framkvæmdin vel. Tvö þúsund íslenskir keppendur tóku þátt og 400 erlendir keppendur frá 20 löndum. Samtals var keppt í sextán keppnisgreinum en þrjár nýjar greinar voru á leikunum í ár. „Það er búið að ganga ótrúlega vel og menn á öllum stöðum eru mjög sáttir við sitt," sagði Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, við Fréttablaðið í gærkvöldi en þá var í þann mund að hefjast lokahóf leikanna í Laugardalshöllinni. „Það var metfjöldi þátttakenda í ár og þrjár nýjar greinar; þríþraut, ólympískar lyftingar og skvass. Frábær árangur náðist í öllum greinum enda sterkir keppendur sem tóku þátt." Fjöldamörg Íslandsmet voru slegin um helgina í mörgum greinum. „Það voru slegin met í öllum greinum þar sem það var hægt," sagði Anna Lilja en til að mynda voru ellefu Íslandsmet sett í ólympískum lyftingum og tólf í sundi fatlaðra. Þá voru átta mótsmet slegin í frjálsum íþróttum og tvö Íslandsmet, þar af eitt í flokki fullorðinna. Það gerði Aníta Hinriksdóttir er hún sló 35 ára gamalt met Lilju Guðmundsdóttur í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:05,96 mínútum. Aníta er aðeins fimmtán ára gömul og ljóst að hún á framtíðina fyrir sér. Anna Lilja segir að Reykjavíkurleikarnir séu löngu búnir að festa sig í sessi. „Það eru sífellt fleiri sem vilja komast að og ekki ólíklegt að greinum verði fjölgað á næstu árum. Það er greinilegt að það þykir spennandi að fá að taka þátt í svo vel heppnuðu móti." Íþróttir Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira
Reykjavíkurleikarnir fóru fram í fimmta sinn nú um helgina og tókst framkvæmdin vel. Tvö þúsund íslenskir keppendur tóku þátt og 400 erlendir keppendur frá 20 löndum. Samtals var keppt í sextán keppnisgreinum en þrjár nýjar greinar voru á leikunum í ár. „Það er búið að ganga ótrúlega vel og menn á öllum stöðum eru mjög sáttir við sitt," sagði Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, við Fréttablaðið í gærkvöldi en þá var í þann mund að hefjast lokahóf leikanna í Laugardalshöllinni. „Það var metfjöldi þátttakenda í ár og þrjár nýjar greinar; þríþraut, ólympískar lyftingar og skvass. Frábær árangur náðist í öllum greinum enda sterkir keppendur sem tóku þátt." Fjöldamörg Íslandsmet voru slegin um helgina í mörgum greinum. „Það voru slegin met í öllum greinum þar sem það var hægt," sagði Anna Lilja en til að mynda voru ellefu Íslandsmet sett í ólympískum lyftingum og tólf í sundi fatlaðra. Þá voru átta mótsmet slegin í frjálsum íþróttum og tvö Íslandsmet, þar af eitt í flokki fullorðinna. Það gerði Aníta Hinriksdóttir er hún sló 35 ára gamalt met Lilju Guðmundsdóttur í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:05,96 mínútum. Aníta er aðeins fimmtán ára gömul og ljóst að hún á framtíðina fyrir sér. Anna Lilja segir að Reykjavíkurleikarnir séu löngu búnir að festa sig í sessi. „Það eru sífellt fleiri sem vilja komast að og ekki ólíklegt að greinum verði fjölgað á næstu árum. Það er greinilegt að það þykir spennandi að fá að taka þátt í svo vel heppnuðu móti."
Íþróttir Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira