Þungavigtarmaður í fagráði fyrir RFF 23. janúar 2012 11:00 Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF, og Ellen Loftsdóttir, listrænn stjórnandi, eru byrjaðar á fullu í undirbúningi hátíðarinnar. fréttablaðið/stefan Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár. Þar ber hæst nafn Geraldo Conceicao. Hann er fatahönnuður sem hefur unnið sem listrænn stjórnandi hjá tískuhúsunum Miu Miu og Yves Saint Laurent. „Að hafa þetta nafn í fagráði gefur hátíðinni óneitanlega mikla vigt og sýnir að í ár verður meiri pressa á hönnuði að standa sig,“ segir Ellen. „Hann hefur komið hingað áður og verið prófdómari hjá Listaháskólanum svo hann kannast við íslenska fatahönnun og var meira en til í að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Ellen og bætir við að hann sé kunningi Lindu Bjargar Árnadóttir, fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ sem einnig situr í fagráði. Aðrir sem skipa fagráðið eru Dorrit Moussaieff forsetafrú, Edda Guðmundsdóttir, stílisti og ráðgjafi, Anna Clausen stílisti og Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Mode Operandi ásamt Ellen. „Með því að hafa fólk úr ólíkum áttum í fagráðinu erum við að reyna að gæta hlutleysis. Það er til dæmis mjög gott að fá Dorrit með okkur í lið því hún er ekki bara smekkkona heldur hefur hún reynst íslenskri fatahönnun mjög vel.“ -áp RFF Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár. Þar ber hæst nafn Geraldo Conceicao. Hann er fatahönnuður sem hefur unnið sem listrænn stjórnandi hjá tískuhúsunum Miu Miu og Yves Saint Laurent. „Að hafa þetta nafn í fagráði gefur hátíðinni óneitanlega mikla vigt og sýnir að í ár verður meiri pressa á hönnuði að standa sig,“ segir Ellen. „Hann hefur komið hingað áður og verið prófdómari hjá Listaháskólanum svo hann kannast við íslenska fatahönnun og var meira en til í að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Ellen og bætir við að hann sé kunningi Lindu Bjargar Árnadóttir, fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ sem einnig situr í fagráði. Aðrir sem skipa fagráðið eru Dorrit Moussaieff forsetafrú, Edda Guðmundsdóttir, stílisti og ráðgjafi, Anna Clausen stílisti og Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Mode Operandi ásamt Ellen. „Með því að hafa fólk úr ólíkum áttum í fagráðinu erum við að reyna að gæta hlutleysis. Það er til dæmis mjög gott að fá Dorrit með okkur í lið því hún er ekki bara smekkkona heldur hefur hún reynst íslenskri fatahönnun mjög vel.“ -áp
RFF Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira