Sjötíu laga ofurpakki Valgeirs Trausti Júlíusson skrifar 21. janúar 2012 17:00 Sjötíu lög eru á nýrri safnplötu Valgeirs Guðjónssonar. Tónlist. Spilaðu lag fyrir mig. Valgeir Guðjónsson. Á Spilaðu lag fyrir mig eru sjötíu lög sem Valgeir Guðjónsson samdi, einn eða í félagi við aðra, á þeim ríflega fjörutíu árum sem eru liðin síðan hann byrjaði í poppbransanum. Platan er gefin út í tilefni af sextíu ára afmæli Valgeirs sem hann fagnar einnig með tónleikum í Hörpu. Mörg þeirra laga og texta sem hér er að finna voru samin með félögum Valgeirs í Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, en eins og Valgeir tekur fram á plötuumslaginu, þá eiga þau það sammerkt að þar hefur hans hlutur verið stærri en hinna höfundanna. Auk laga sem samin voru fyrir fyrrnefndar sveitir eru á Spilaðu lag fyrir mig meðal annars lög af plötum Hrekkjusvína og Jollí og Kóla og lög af sólóplötum Valgeirs. Um það bil helmingur laganna í þessum þrefalda pakka eru með Stuðmönnum og Spilverkinu. Valgeir er mjög góður laga- og textasmiður eins og heyrist vel hér. Mörg laganna hafa náð miklum vinsældum og flest þeirra hafa líka elst vel. Þarna eru meðal annarra Popplag í G-dúr, Blindfullur, Íslenskir karlmenn, Slá í gegn, Bíólagið, Gestir út um allt og Gerum okkar besta. Flest laganna eru með upprunalegum flytjendum, en í nokkrum tilfellum eru aðrir flytjendur, t.d. Todmobile (Haustið 75), Matti Matt (Ekki bíl), Hjálmar (Ólína og ég) og Helgi Björns (Kramið hjarta). Þá eru einhver lög flutt af Valgeiri sem áður voru með hljómsveitunum hans, t.d. Hrekkjusvínalagið Gestir út um allt og Stuðmannalagið ÚFÓ. Engin þessara síðari tíma útgáfa er betri en frumútgáfan, en sú ákvörðun að hafa þær með kemur samt vel út og eykur fjölbreytnina. Það virðist engri sérstakri reglu fylgt varðandi niðuröðun laganna, enda hefði það kannski verið snúið. Tímaröð, sem oft virkar vel, hefði til dæmis ekki komið vel út í þessu tilfelli. Á heildina litið er Spilaðu lag fyrir mig næsta pottþéttur sjötíu laga popppakki. Það eru líkur á því að margir Spilverks- og Stuðmannaaðdáendur eigi flest þessara laga fyrir einhvers staðar í fórum sínum, en það er gott að fá úrval lagasmíða Valgeirs Guðjónssonar á einn stað. Þessi pakki er ekki jafn bráðnauðsynlegur og heildarútgáfa Spilverksins sem kom út fyrir rúmu ári, en fínn engu að síður. Niðurstaða: Öll þekktustu lög Valgeirs Guðjónssonar í þreföldum afmælispakka. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist. Spilaðu lag fyrir mig. Valgeir Guðjónsson. Á Spilaðu lag fyrir mig eru sjötíu lög sem Valgeir Guðjónsson samdi, einn eða í félagi við aðra, á þeim ríflega fjörutíu árum sem eru liðin síðan hann byrjaði í poppbransanum. Platan er gefin út í tilefni af sextíu ára afmæli Valgeirs sem hann fagnar einnig með tónleikum í Hörpu. Mörg þeirra laga og texta sem hér er að finna voru samin með félögum Valgeirs í Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, en eins og Valgeir tekur fram á plötuumslaginu, þá eiga þau það sammerkt að þar hefur hans hlutur verið stærri en hinna höfundanna. Auk laga sem samin voru fyrir fyrrnefndar sveitir eru á Spilaðu lag fyrir mig meðal annars lög af plötum Hrekkjusvína og Jollí og Kóla og lög af sólóplötum Valgeirs. Um það bil helmingur laganna í þessum þrefalda pakka eru með Stuðmönnum og Spilverkinu. Valgeir er mjög góður laga- og textasmiður eins og heyrist vel hér. Mörg laganna hafa náð miklum vinsældum og flest þeirra hafa líka elst vel. Þarna eru meðal annarra Popplag í G-dúr, Blindfullur, Íslenskir karlmenn, Slá í gegn, Bíólagið, Gestir út um allt og Gerum okkar besta. Flest laganna eru með upprunalegum flytjendum, en í nokkrum tilfellum eru aðrir flytjendur, t.d. Todmobile (Haustið 75), Matti Matt (Ekki bíl), Hjálmar (Ólína og ég) og Helgi Björns (Kramið hjarta). Þá eru einhver lög flutt af Valgeiri sem áður voru með hljómsveitunum hans, t.d. Hrekkjusvínalagið Gestir út um allt og Stuðmannalagið ÚFÓ. Engin þessara síðari tíma útgáfa er betri en frumútgáfan, en sú ákvörðun að hafa þær með kemur samt vel út og eykur fjölbreytnina. Það virðist engri sérstakri reglu fylgt varðandi niðuröðun laganna, enda hefði það kannski verið snúið. Tímaröð, sem oft virkar vel, hefði til dæmis ekki komið vel út í þessu tilfelli. Á heildina litið er Spilaðu lag fyrir mig næsta pottþéttur sjötíu laga popppakki. Það eru líkur á því að margir Spilverks- og Stuðmannaaðdáendur eigi flest þessara laga fyrir einhvers staðar í fórum sínum, en það er gott að fá úrval lagasmíða Valgeirs Guðjónssonar á einn stað. Þessi pakki er ekki jafn bráðnauðsynlegur og heildarútgáfa Spilverksins sem kom út fyrir rúmu ári, en fínn engu að síður. Niðurstaða: Öll þekktustu lög Valgeirs Guðjónssonar í þreföldum afmælispakka.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira