Fækkun ráðuneyta og efling Stjórnarráðsins Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2012 11:30 Ríkisstjórnin hefur á liðnu kjörtímabili staðið fyrir umfangsmestu breytingum á Stjórnarráði Íslands í lýðveldissögunni. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á slíkar breytingar og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er að finna metnaðarfull áform um fækkun ráðuneyta. Nýverið voru samþykkt ný heildarlög um Stjórnarráð Íslands í þessu skyni og þær breytingar sem gerðar voru á ráðherrahópi ríkisstjórnarinnar á síðasta degi liðins árs eru liður í síðasta stóra áfanganum til að uppfylla áform ríkisstjórnarinnar um gagngerar breytingar á skipulagi og starfsemi Stjórnarráðsins. Þrír forsætisráðherrar – fjórir utanríkisráðherrarNú þegar hefur ráðherrum ríkisstjórnarinnar verið fækkað í 9 og áformað er að ganga skrefinu lengra síðar á þessu ári. Þá verða ráðherrar orðnir 8, en voru 12 í upphafi kjörtímabilsins. Stjórnarandstaðan hefur reynt að setja þessar umfangsmiklu breytingar í neikvætt ljós og er því haldið fram að svo tíðar ráðherrabreytingar valdi óæskilegum óstöðugleika sem skaði Stjórnarráðið. Það hefur jafnvel verið gefið í skyn að hér sé um eitthvert einsdæmi að ræða. Vegna þessa er rétt að undirstrika að þrátt fyrir þessar miklu breytingar á umfangi og skipulagi Stjórnarráðsins eru ráðherrabreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar umtalsvert færri og umfangsminni en þær breytingar sem gerðar voru á kjörtímabilinu á árunum 2003-2007. Þá voru fimm sinnum gerðar breytingar á ríkisstjórnum, þrátt fyrir að ekki væri verið að vinna í mikilli fækkun ráðuneyta eins og nú. Þá gegndu fjórir einstaklingar embætti utanríkisráðherra og þrír einstaklingar embætti forsætisráðherra á einu og sama kjörtímabilinu. Fram til þessa hef ég ekki heyrt liðsmenn Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks eyða mörgum orðum á meintan óstöðugleika sem þessu hlýtur að hafa fylgt, ekki síst tíð skipti á forsætisráðherra, ef marka má orð þeirra núna. Sameining málaflokka og skýrari verkaskiptingHelsta breytingin sem nú er unnið að er stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis. Uppistaðan í því verða verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis en talið er skynsamlegt að skipan ráðuneyta sé óháð atvinnugreinum og eitt og sama ráðuneytið þjóni öllum atvinnugreinum en ekki bara sumum eins og er í dag. Stórar greinar eins og verslun og þjónusta og ferðaþjónustan hafa m.a. kvartað undan misvægi í skipan ráðuneyta að þessu leyti. Þessi breyting mun því efla og styrkja þjónustu stjórnvalda við atvinnulífið. Samhliða er gert ráð fyrir breyttu hlutverki umhverfisráðuneytisins og það verði umhverfis- og auðlindaráðuneyti en í dag er fyrirkomulag auðlindamála breytilegt eftir flokkum auðlinda og takmarkað samræmi í verkaskiptingu milli ráðuneyta á sviði auðlindamála. Jafnframt mun á vettvangi sérstakrar ráðherranefndar lagt faglegt mat á kosti og galla þess að gera breytingar á efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hér er um nýja hugmynd að ræða sem mikilvægt er að meta vandlega áður en í hana verður ráðist og tryggja að ábyrgðinni á stjórn efnahagsmála verði ekki dreift á mörg ráðuneyti. Sú stefna er og verður leiðarljós ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Stærri og öflugri ráðuneytiMarkmiðið með fækkun ráðuneyta er að til verði öflugar stjórnsýslueiningar þar sem meira svigrúm verður til stefnumarkandi vinnu, betri yfirsýn verður yfir málaflokka og betri samskipti verða við stofnanir og auðveldara verður að samþætta stefnur og áherslur í málaflokkum. Þá hefur sýnt sig að fjárhagslegt hagræði felst einnig í þessum breytingum en við stofnun velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis fækkaði ráðuneytisstjórum í Stjórnarráði Íslands um tvo og skrifstofustjórum um 13. Þá hefur heildarstarfsmannafjöldi lækkað sem og fjárhagsrammi sameinaðra ráðuneyta sem er nú tugmilljónum króna lægri á fjárlögum 2012 en árið 2010 og þannig raunlækkun veruleg. Með fækkun ráðuneyta og nýjum lagagrunni um Stjórnarráð Íslands hafa því verið stigin mikilvæg framfaraskref. Stjórnarráðið hefur lært af reynslunni og brugðist kröftuglega við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur á liðnu kjörtímabili staðið fyrir umfangsmestu breytingum á Stjórnarráði Íslands í lýðveldissögunni. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á slíkar breytingar og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er að finna metnaðarfull áform um fækkun ráðuneyta. Nýverið voru samþykkt ný heildarlög um Stjórnarráð Íslands í þessu skyni og þær breytingar sem gerðar voru á ráðherrahópi ríkisstjórnarinnar á síðasta degi liðins árs eru liður í síðasta stóra áfanganum til að uppfylla áform ríkisstjórnarinnar um gagngerar breytingar á skipulagi og starfsemi Stjórnarráðsins. Þrír forsætisráðherrar – fjórir utanríkisráðherrarNú þegar hefur ráðherrum ríkisstjórnarinnar verið fækkað í 9 og áformað er að ganga skrefinu lengra síðar á þessu ári. Þá verða ráðherrar orðnir 8, en voru 12 í upphafi kjörtímabilsins. Stjórnarandstaðan hefur reynt að setja þessar umfangsmiklu breytingar í neikvætt ljós og er því haldið fram að svo tíðar ráðherrabreytingar valdi óæskilegum óstöðugleika sem skaði Stjórnarráðið. Það hefur jafnvel verið gefið í skyn að hér sé um eitthvert einsdæmi að ræða. Vegna þessa er rétt að undirstrika að þrátt fyrir þessar miklu breytingar á umfangi og skipulagi Stjórnarráðsins eru ráðherrabreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar umtalsvert færri og umfangsminni en þær breytingar sem gerðar voru á kjörtímabilinu á árunum 2003-2007. Þá voru fimm sinnum gerðar breytingar á ríkisstjórnum, þrátt fyrir að ekki væri verið að vinna í mikilli fækkun ráðuneyta eins og nú. Þá gegndu fjórir einstaklingar embætti utanríkisráðherra og þrír einstaklingar embætti forsætisráðherra á einu og sama kjörtímabilinu. Fram til þessa hef ég ekki heyrt liðsmenn Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks eyða mörgum orðum á meintan óstöðugleika sem þessu hlýtur að hafa fylgt, ekki síst tíð skipti á forsætisráðherra, ef marka má orð þeirra núna. Sameining málaflokka og skýrari verkaskiptingHelsta breytingin sem nú er unnið að er stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis. Uppistaðan í því verða verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis en talið er skynsamlegt að skipan ráðuneyta sé óháð atvinnugreinum og eitt og sama ráðuneytið þjóni öllum atvinnugreinum en ekki bara sumum eins og er í dag. Stórar greinar eins og verslun og þjónusta og ferðaþjónustan hafa m.a. kvartað undan misvægi í skipan ráðuneyta að þessu leyti. Þessi breyting mun því efla og styrkja þjónustu stjórnvalda við atvinnulífið. Samhliða er gert ráð fyrir breyttu hlutverki umhverfisráðuneytisins og það verði umhverfis- og auðlindaráðuneyti en í dag er fyrirkomulag auðlindamála breytilegt eftir flokkum auðlinda og takmarkað samræmi í verkaskiptingu milli ráðuneyta á sviði auðlindamála. Jafnframt mun á vettvangi sérstakrar ráðherranefndar lagt faglegt mat á kosti og galla þess að gera breytingar á efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hér er um nýja hugmynd að ræða sem mikilvægt er að meta vandlega áður en í hana verður ráðist og tryggja að ábyrgðinni á stjórn efnahagsmála verði ekki dreift á mörg ráðuneyti. Sú stefna er og verður leiðarljós ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Stærri og öflugri ráðuneytiMarkmiðið með fækkun ráðuneyta er að til verði öflugar stjórnsýslueiningar þar sem meira svigrúm verður til stefnumarkandi vinnu, betri yfirsýn verður yfir málaflokka og betri samskipti verða við stofnanir og auðveldara verður að samþætta stefnur og áherslur í málaflokkum. Þá hefur sýnt sig að fjárhagslegt hagræði felst einnig í þessum breytingum en við stofnun velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis fækkaði ráðuneytisstjórum í Stjórnarráði Íslands um tvo og skrifstofustjórum um 13. Þá hefur heildarstarfsmannafjöldi lækkað sem og fjárhagsrammi sameinaðra ráðuneyta sem er nú tugmilljónum króna lægri á fjárlögum 2012 en árið 2010 og þannig raunlækkun veruleg. Með fækkun ráðuneyta og nýjum lagagrunni um Stjórnarráð Íslands hafa því verið stigin mikilvæg framfaraskref. Stjórnarráðið hefur lært af reynslunni og brugðist kröftuglega við.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar