Vilja bjarga villikisum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. janúar 2020 06:15 Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsambands Íslands segir mikilvægt að ráðherra setji reglugerð um að fólki sé kleift að hjálpa þeim í stað þess að aflífa þá. Um fimmtán hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftarlista til stuðnings villiköttum. Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir mikilvægt að ráðherra setji reglugerð um að fólki sé kleift að hjálpa þeim í stað þess að aflífa þá. Í lögum um velferð dýra er ekki gert ráð fyrir villiköttum. Sveitarfélög setja reglur um kattahald. Í Reykjavík og Akureyri er kveðið á um að sé ómerktur köttur handsamaður skuli færa hann í kattageymslu. Verði kattar ekki vitjað eftir auglýsingu innan viku sé er heimilt að ráðstafa honum til nýs eiganda eða selja hann. Að öðrum kosti verði hann aflífaður. Í svari frá Reykjavíkurborg kom fram að sé ómerktur köttur fangaður sé farið með hann í Kattholt. „Ef að kettir eru villtir eins og við þekkjum hér á landi þá flokkast þeir sem hálfvillt dýr og ef brugðist er við þeirra kattabyggðum þá eru þeir markvisst drepnir af hálfu hins opinbera,“ segir Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir að víða um land hafi fólk tekið sig saman til að hjálpa þessum köttum. Til að mynda er slíkt athvarf á Akureyri þar sem villikettir eiga skjól í smáhýsi og er gefið reglulega. Hallgerður segir að á þessu ári hafi verið blásið til undirskriftarsöfnunar til stuðnings villikisum og hafa um 1500 manns nú þegar skrifað undir. „Við viljum að ráðherra setji reglugerð þar sem fólki sé gert kleift að hjálpa þessum dýrum t.d. með því að koma upp skjól fyrir þá eins og sumir hafa gert, sumir hafa náð þeim og gelt því það er ekki gott að þeir séu stöðugt að eignast kettlinga og þá gefa sumir þeim reglulega,“ segir hún. Undirskriftarsöfnunni ljúki nú um áramót. „Við ætlum að biðja um að ráðherra skipi hóp um málið og í honum verði fulltrúar frá Dýraverndunarsambandi Íslands, Dýrahjálp Íslands, Villiköttum, Kattavinafélaginu, Matvælastofnun og Dýralæknafélagið,“ segir Hallgerður. Dýr Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Um fimmtán hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftarlista til stuðnings villiköttum. Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir mikilvægt að ráðherra setji reglugerð um að fólki sé kleift að hjálpa þeim í stað þess að aflífa þá. Í lögum um velferð dýra er ekki gert ráð fyrir villiköttum. Sveitarfélög setja reglur um kattahald. Í Reykjavík og Akureyri er kveðið á um að sé ómerktur köttur handsamaður skuli færa hann í kattageymslu. Verði kattar ekki vitjað eftir auglýsingu innan viku sé er heimilt að ráðstafa honum til nýs eiganda eða selja hann. Að öðrum kosti verði hann aflífaður. Í svari frá Reykjavíkurborg kom fram að sé ómerktur köttur fangaður sé farið með hann í Kattholt. „Ef að kettir eru villtir eins og við þekkjum hér á landi þá flokkast þeir sem hálfvillt dýr og ef brugðist er við þeirra kattabyggðum þá eru þeir markvisst drepnir af hálfu hins opinbera,“ segir Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir að víða um land hafi fólk tekið sig saman til að hjálpa þessum köttum. Til að mynda er slíkt athvarf á Akureyri þar sem villikettir eiga skjól í smáhýsi og er gefið reglulega. Hallgerður segir að á þessu ári hafi verið blásið til undirskriftarsöfnunar til stuðnings villikisum og hafa um 1500 manns nú þegar skrifað undir. „Við viljum að ráðherra setji reglugerð þar sem fólki sé gert kleift að hjálpa þessum dýrum t.d. með því að koma upp skjól fyrir þá eins og sumir hafa gert, sumir hafa náð þeim og gelt því það er ekki gott að þeir séu stöðugt að eignast kettlinga og þá gefa sumir þeim reglulega,“ segir hún. Undirskriftarsöfnunni ljúki nú um áramót. „Við ætlum að biðja um að ráðherra skipi hóp um málið og í honum verði fulltrúar frá Dýraverndunarsambandi Íslands, Dýrahjálp Íslands, Villiköttum, Kattavinafélaginu, Matvælastofnun og Dýralæknafélagið,“ segir Hallgerður.
Dýr Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira