Vilja bjarga villikisum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. janúar 2020 06:15 Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsambands Íslands segir mikilvægt að ráðherra setji reglugerð um að fólki sé kleift að hjálpa þeim í stað þess að aflífa þá. Um fimmtán hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftarlista til stuðnings villiköttum. Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir mikilvægt að ráðherra setji reglugerð um að fólki sé kleift að hjálpa þeim í stað þess að aflífa þá. Í lögum um velferð dýra er ekki gert ráð fyrir villiköttum. Sveitarfélög setja reglur um kattahald. Í Reykjavík og Akureyri er kveðið á um að sé ómerktur köttur handsamaður skuli færa hann í kattageymslu. Verði kattar ekki vitjað eftir auglýsingu innan viku sé er heimilt að ráðstafa honum til nýs eiganda eða selja hann. Að öðrum kosti verði hann aflífaður. Í svari frá Reykjavíkurborg kom fram að sé ómerktur köttur fangaður sé farið með hann í Kattholt. „Ef að kettir eru villtir eins og við þekkjum hér á landi þá flokkast þeir sem hálfvillt dýr og ef brugðist er við þeirra kattabyggðum þá eru þeir markvisst drepnir af hálfu hins opinbera,“ segir Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir að víða um land hafi fólk tekið sig saman til að hjálpa þessum köttum. Til að mynda er slíkt athvarf á Akureyri þar sem villikettir eiga skjól í smáhýsi og er gefið reglulega. Hallgerður segir að á þessu ári hafi verið blásið til undirskriftarsöfnunar til stuðnings villikisum og hafa um 1500 manns nú þegar skrifað undir. „Við viljum að ráðherra setji reglugerð þar sem fólki sé gert kleift að hjálpa þessum dýrum t.d. með því að koma upp skjól fyrir þá eins og sumir hafa gert, sumir hafa náð þeim og gelt því það er ekki gott að þeir séu stöðugt að eignast kettlinga og þá gefa sumir þeim reglulega,“ segir hún. Undirskriftarsöfnunni ljúki nú um áramót. „Við ætlum að biðja um að ráðherra skipi hóp um málið og í honum verði fulltrúar frá Dýraverndunarsambandi Íslands, Dýrahjálp Íslands, Villiköttum, Kattavinafélaginu, Matvælastofnun og Dýralæknafélagið,“ segir Hallgerður. Dýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Um fimmtán hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftarlista til stuðnings villiköttum. Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir mikilvægt að ráðherra setji reglugerð um að fólki sé kleift að hjálpa þeim í stað þess að aflífa þá. Í lögum um velferð dýra er ekki gert ráð fyrir villiköttum. Sveitarfélög setja reglur um kattahald. Í Reykjavík og Akureyri er kveðið á um að sé ómerktur köttur handsamaður skuli færa hann í kattageymslu. Verði kattar ekki vitjað eftir auglýsingu innan viku sé er heimilt að ráðstafa honum til nýs eiganda eða selja hann. Að öðrum kosti verði hann aflífaður. Í svari frá Reykjavíkurborg kom fram að sé ómerktur köttur fangaður sé farið með hann í Kattholt. „Ef að kettir eru villtir eins og við þekkjum hér á landi þá flokkast þeir sem hálfvillt dýr og ef brugðist er við þeirra kattabyggðum þá eru þeir markvisst drepnir af hálfu hins opinbera,“ segir Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir að víða um land hafi fólk tekið sig saman til að hjálpa þessum köttum. Til að mynda er slíkt athvarf á Akureyri þar sem villikettir eiga skjól í smáhýsi og er gefið reglulega. Hallgerður segir að á þessu ári hafi verið blásið til undirskriftarsöfnunar til stuðnings villikisum og hafa um 1500 manns nú þegar skrifað undir. „Við viljum að ráðherra setji reglugerð þar sem fólki sé gert kleift að hjálpa þessum dýrum t.d. með því að koma upp skjól fyrir þá eins og sumir hafa gert, sumir hafa náð þeim og gelt því það er ekki gott að þeir séu stöðugt að eignast kettlinga og þá gefa sumir þeim reglulega,“ segir hún. Undirskriftarsöfnunni ljúki nú um áramót. „Við ætlum að biðja um að ráðherra skipi hóp um málið og í honum verði fulltrúar frá Dýraverndunarsambandi Íslands, Dýrahjálp Íslands, Villiköttum, Kattavinafélaginu, Matvælastofnun og Dýralæknafélagið,“ segir Hallgerður.
Dýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira