Skipt um hluta girðingarinnar á næsta ári Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2012 13:05 Litla Hraun. Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. Lögreglan á Selfossi yfirheyrði strokufangann Matthías Mána í morgun en samkvæmt upplýsingum frá henni er þetta í annað sinn sem rætt er við hann um flóttann. Lögreglumenn fóru yfir atburðarásina með honum strax eftir að hann gaf sig fram á aðfangadag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Matthías hafa sloppið út vegna bilunar í tækjabúnaði. „Þarna vegast á innra og ytra öryggi. Innra öryggi felst í eftirliti starfsmanna. Þarna hefur starfsmaður verið með eftirlit með fjórum föngum í fjósi sem er nú þarna innan girðingar. Fanganum tekst þar að víkja sér frá. Þá á auðvitað ytra öryggið að taka við, það er að segja hreyfanlegar myndavélar, um leið og viðkomandi kemst að girðingu á það að skjótast upp á skjá, það gerðist ekki. Þannig að hann fór yfir girðinguna, það hefur áður komið fram að það sé tiltölulega einfalt að komast yfir hana, og það er staðan og þannig kemst hann út." Páll segir starfsmanninn ekki hafa gert mistök heldur hafi ytri öryggið ekki virkað. Hann segir að bæta þurfi girðingu við Litla-Hraun. Kostnaður við að skipta um hana alla sé um 150 milljónir. Það sé of dýrt. Þess í stað verði skipt um hluta hennar á næsta ári. „Það er hægt að áfangaskipta þessu og það er það sem við erum búin að gera. Ekki vegna þessa stroks heldur við gerðum það um leið og fyrir lá að við fengju aftur 50 milljónir. Þá áfangaskiptum við út frá öryggissjónarmiðum hvað væri brýnast að gera. Á meðal þess er hluti girðingar innan svæðisins," segir hún. Þegar Matthías Máni gaf sig fram á Ásólfsstöðum sagði hann við bóndann að hann óttaðist að verða vistaður með Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni sem eru fangar á Litla-Hrauni. „Það liggur ekki fyrir hvar Matthías Máni verður vistaður en við munum auðvitað tryggja öryggi hans innan fangelsisins," sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. Lögreglan á Selfossi yfirheyrði strokufangann Matthías Mána í morgun en samkvæmt upplýsingum frá henni er þetta í annað sinn sem rætt er við hann um flóttann. Lögreglumenn fóru yfir atburðarásina með honum strax eftir að hann gaf sig fram á aðfangadag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Matthías hafa sloppið út vegna bilunar í tækjabúnaði. „Þarna vegast á innra og ytra öryggi. Innra öryggi felst í eftirliti starfsmanna. Þarna hefur starfsmaður verið með eftirlit með fjórum föngum í fjósi sem er nú þarna innan girðingar. Fanganum tekst þar að víkja sér frá. Þá á auðvitað ytra öryggið að taka við, það er að segja hreyfanlegar myndavélar, um leið og viðkomandi kemst að girðingu á það að skjótast upp á skjá, það gerðist ekki. Þannig að hann fór yfir girðinguna, það hefur áður komið fram að það sé tiltölulega einfalt að komast yfir hana, og það er staðan og þannig kemst hann út." Páll segir starfsmanninn ekki hafa gert mistök heldur hafi ytri öryggið ekki virkað. Hann segir að bæta þurfi girðingu við Litla-Hraun. Kostnaður við að skipta um hana alla sé um 150 milljónir. Það sé of dýrt. Þess í stað verði skipt um hluta hennar á næsta ári. „Það er hægt að áfangaskipta þessu og það er það sem við erum búin að gera. Ekki vegna þessa stroks heldur við gerðum það um leið og fyrir lá að við fengju aftur 50 milljónir. Þá áfangaskiptum við út frá öryggissjónarmiðum hvað væri brýnast að gera. Á meðal þess er hluti girðingar innan svæðisins," segir hún. Þegar Matthías Máni gaf sig fram á Ásólfsstöðum sagði hann við bóndann að hann óttaðist að verða vistaður með Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni sem eru fangar á Litla-Hrauni. „Það liggur ekki fyrir hvar Matthías Máni verður vistaður en við munum auðvitað tryggja öryggi hans innan fangelsisins," sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira