Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2012 10:19 Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og rekstri stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 af sveitarfélaginu, kaupfélaginu á Hólmavík, Byggðastofnun og einstaklingum og útgerðum á Drangsnesi. Þetta var þannig sameiginlegt átak til að tryggja atvinnu á Drangsnesi þegar Útgerðarfélag Akureyringa keypti fyrirtækið Hólmadrang, sem áður var með vinnsluna. Spurður hvort úr þessu megi lesa að mikil samheldni sá á Drangsnesi svarar Óskar að það sé engin spurning. Að halda starfseminni gangandi sé algerlega sameiginlegt verkefni þeirra sem þarna búa. „Menn hlaupa hver fyrir annan ef á þarf að halda. Menn hjálpast mjög mikið að," segir Óskar.Línubáturinn Skúli ST-75 heldur uppi atvinnu á Drangsnesi allt árið.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Og samvinnuhugsjónin nær yfir fleira því hér má segja að einskonar bæjarútgerð sé við lýði því samfélagið sameinast einnig um að gera út línubátinn Skúla, sem er kvótamesti og aflahæsti bátur Drangsness, og hann landar aflanum hjá Drangi. Drangsnesingar kalla þetta raunar bæjarútgerðina enda er báturinn eign hreppbúa, að sögn Haraldar Ingólfssonar skipstjóra. Kaldrananesheppur á bátinn ásamt mörgum heimamönnum, en Skúli er eini línubáturinn sem gerður er út allt árið frá Drangsnesi. „Þetta er máttarstólpinn í byggðarlaginu, þessi bátur," segir Haraldur. Báturinn skapar einnig atvinnu fyrir beitingafólk í landi en þrjár konur annast línubeitinguna fyrir Skúla og við þær var einnig rætt í þættinum. Áður fyrr var rækja þýðingarmikill þáttur í útgerð og vinnslu á Drangsnesi. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Friðgeir Höskuldsson hafði keypt Grímsey ST-2, stærsta skip Drangsnesinga, til rækjuveiða og þekkir það á eigin skinni að það er ekki eintóm sæla að gera út. „Rækjan hvarf og við kvótalausir. Höfðum einbeitt okkur að rækju alla tíð meðan viðmiðunarárin voru, - kvótaárin," sagði Friðgeir. Kaldrananeshreppur Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og rekstri stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 af sveitarfélaginu, kaupfélaginu á Hólmavík, Byggðastofnun og einstaklingum og útgerðum á Drangsnesi. Þetta var þannig sameiginlegt átak til að tryggja atvinnu á Drangsnesi þegar Útgerðarfélag Akureyringa keypti fyrirtækið Hólmadrang, sem áður var með vinnsluna. Spurður hvort úr þessu megi lesa að mikil samheldni sá á Drangsnesi svarar Óskar að það sé engin spurning. Að halda starfseminni gangandi sé algerlega sameiginlegt verkefni þeirra sem þarna búa. „Menn hlaupa hver fyrir annan ef á þarf að halda. Menn hjálpast mjög mikið að," segir Óskar.Línubáturinn Skúli ST-75 heldur uppi atvinnu á Drangsnesi allt árið.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Og samvinnuhugsjónin nær yfir fleira því hér má segja að einskonar bæjarútgerð sé við lýði því samfélagið sameinast einnig um að gera út línubátinn Skúla, sem er kvótamesti og aflahæsti bátur Drangsness, og hann landar aflanum hjá Drangi. Drangsnesingar kalla þetta raunar bæjarútgerðina enda er báturinn eign hreppbúa, að sögn Haraldar Ingólfssonar skipstjóra. Kaldrananesheppur á bátinn ásamt mörgum heimamönnum, en Skúli er eini línubáturinn sem gerður er út allt árið frá Drangsnesi. „Þetta er máttarstólpinn í byggðarlaginu, þessi bátur," segir Haraldur. Báturinn skapar einnig atvinnu fyrir beitingafólk í landi en þrjár konur annast línubeitinguna fyrir Skúla og við þær var einnig rætt í þættinum. Áður fyrr var rækja þýðingarmikill þáttur í útgerð og vinnslu á Drangsnesi. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Friðgeir Höskuldsson hafði keypt Grímsey ST-2, stærsta skip Drangsnesinga, til rækjuveiða og þekkir það á eigin skinni að það er ekki eintóm sæla að gera út. „Rækjan hvarf og við kvótalausir. Höfðum einbeitt okkur að rækju alla tíð meðan viðmiðunarárin voru, - kvótaárin," sagði Friðgeir.
Kaldrananeshreppur Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira