Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, vill ekkert tjá sig um stöðu Aurum málsins. Fréttavefur DV fullyrti í kvöld að búið væri að gefa út ákæru í málinu. Ekki væri vitað hverjir eru ákærðir.
Fram hefur komið í fréttum að grunur leikur á að Glitnir hafi veitt félaginu FS38 sex milljarða lán árið 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem er umsvifamikið fyrirtæki í rekstri skartgripaverslana. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé, annan fyrir Pálma og hinn fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson.
Slitastjórn gamla Landsbankans, sem eignaðist Aurum Holding þegar Baugur Group fór í þrot, seldi Aurum Holding í byrjun desember. Breska blaðið Telegraph segir að söluverðið hafi verið 36 milljarðar íslenskra króna. Slitastjórnin átti 60% hlut í fyrirtækinu og má því reikna með að fengist hafi 22 milljarðar fyrir þann hlut.
Vísir náði tali af Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni Pálma Haraldssonar og Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í kvöld og hvorugur kannaðist við það að búið væri að birta skjólstæðingum þeirra ákærur vegna málsins.
Fram kemur í 156. grein laga um meðferð sakamála að ákæranda er skylt að láta þeim sem þess óskar í té afrit af ákæru þegar þrír sólarhringar eru liðnir frá birtingu hennar. Þar til að þessir þrír sólarhringar eru liðnir getur saksóknari ekki tjáð sig um málið.
Sérstakur saksóknari tjáir sig ekki um rannsóknina á Aurum
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent


Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent