Lárus og Magnús Arnar ákærðir sem aðalmenn Magnús Halldórsson skrifar 13. desember 2012 17:26 Lárus Welding Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi forstjóra Baugs, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008. Magnús Arnar og Lárus eru ákærðir sem aðalmenn, og Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn í meintum umboðssvikum. Málið snýst um lán Glitnis til félagsins FS38 upp á sex milljarða króna í maí 2008. Það félag keypti hlut Fons í skartgripafélaginu Aurum Holding, og fjórir milljarðar fóru í að greiða skuldir Fons. Einn milljarður fór svo til Pálmar Haraldssonar, eiganda Fons, og einn milljarður til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Pálmi er ekki meðal ákærðu í málinu, eins og fyrr segir. Lárus var einnig meðal ákærðu í Vafningsmálinu svokallaða, en aðalmeðferð í því máli lauk á mánudaginn, og verður dómur kveðinn upp í því máli 28. desember næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hámarksrefsing fyrir umboðssvik samkvæmt lögum, ef sakir eru miklar, er sex ára fangelsi en málið verður þingfest í héraði. Þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi í umboðssvikamáli féll í sumar, þegar Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs sparisjóðs, og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sjóðsins, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti, í hinu svokallaða Exeter-máli. Aurum Holding málið Dómsmál Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi forstjóra Baugs, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008. Magnús Arnar og Lárus eru ákærðir sem aðalmenn, og Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn í meintum umboðssvikum. Málið snýst um lán Glitnis til félagsins FS38 upp á sex milljarða króna í maí 2008. Það félag keypti hlut Fons í skartgripafélaginu Aurum Holding, og fjórir milljarðar fóru í að greiða skuldir Fons. Einn milljarður fór svo til Pálmar Haraldssonar, eiganda Fons, og einn milljarður til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Pálmi er ekki meðal ákærðu í málinu, eins og fyrr segir. Lárus var einnig meðal ákærðu í Vafningsmálinu svokallaða, en aðalmeðferð í því máli lauk á mánudaginn, og verður dómur kveðinn upp í því máli 28. desember næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hámarksrefsing fyrir umboðssvik samkvæmt lögum, ef sakir eru miklar, er sex ára fangelsi en málið verður þingfest í héraði. Þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi í umboðssvikamáli féll í sumar, þegar Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs sparisjóðs, og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sjóðsins, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti, í hinu svokallaða Exeter-máli.
Aurum Holding málið Dómsmál Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira